Jesús Kristur

Sakramentisbænir

  • Efni

  • Blessun brauðsins

  • Blessun vatnsins

Sakramentisbænir


Sakramentisbænir

  • Blessun brauðsins

    Ó Guð, eilífi faðir. Í nafni sonar þíns, Jesú Krists, biðjum vér þig að blessa og helga þetta brauð fyrir sálir allra, er þess neyta; að þau neyti þess til minningar um líkama sonar þíns og vitni fyrir þér, ó Guð, eilífi faðir, að þau séu fús til að taka á sig nafn sonar þíns og hafa hann ávallt í huga og halda boðorð hans, sem hann hefur gefið þeim, svo að andi hans sé ætíð með þeim. Amen.


  • Blessun vatnsins

    Ó Guð, eilífi faðir. Í nafni sonar þíns, Jesú Krists, biðjum vér þig að blessa og helga þetta vatn fyrir sálir allra, er það drekka; að þau gjöri svo til minningar um blóð sonar þíns, sem úthellt var fyrir þau; að þau vitni fyrir þér, ó Guð, eilífi faðir, að þau hafi hann ávallt í huga, svo að andi hans sé með þeim. Amen.