Námshjálp
ÞJS, Matteus 6


ÞJS, Matteus 6:14. Samanber Matteus 6:13; svipaðar breytingar voru gjörðar í Lúkas 11:4

Drottinn leiðir okkur ekki í freistni.

14 Og leyf þú ei að við séum leidd í freistni, heldur frelsa oss frá illu.

ÞJS, Matteus 6:22. Samanber Matteus 6:22

Ef auglit vort er einbeitt á dýrð Guðs, mun allur líkaminn fyllast af ljósi.

22 Augað er ljós líkamans. Sé því auglit þitt einbeitt á dýrð Guðs, mun allur líkami þinn fyllast af ljósi.

ÞJS, Matteus 6:25–27. Samanber Matteus 6:25;10:10

Jesús varar lærisveina sína við örðugleikum verksins en lofar að hann muni undirbúa leiðina og að himneskur faðir muni sjá þeim farborða.

25 Og, enn á ný þá segi ég við yður, farið út í heiminn og látið ykkur heiminn ekki varða, því að heimurinn mun hata yður og mun ofsækja yður og mun vísa yður úr samkunduhúsum sínum.

26 Farið engu að síður hús úr húsi og kennið fólkinu, og ég mun leiða veginn.

27 Og himneskur faðir yðar mun sjá yður farborða, hvers sem þér þarfnist til fæðis, til matar og til hlífðar, sjá fyrir því sem þér skuluð klæðast eða fara í.

ÞJS, Matteus 6:38. Samanber Matteus 6:33

Leitumst fyrst við að byggja upp Guðs ríki.

38 Leitið því ekki þess sem heimsins er, heldur leitist fyrst við að byggja upp ríki Guðs og koma á réttlæti hans, og þá mun allt þetta bætast yður.