Námshjálp
ÞJS, Matteus 4


ÞJS, Matteus 4:1, 5–6, 8–9. Samanber Matteus 4:1, 5–6, 8–9; svipaðar breytingar voru gjörðar í Lúkas 4:2, 5–11

Jesús er leiddur af andanum, ekki af Satan.

1 Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina, til að vera með Guði.

5 Þá var farið með Jesú inn í borgina helgu og andinn setur hann á brún musterisins.

6 Þá kom djöfullinn til hans og sagði, ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér ofan, því að ritað er, hann mun fela þig englum sínum, og þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir aldrei fót þinn við steini.

8 Enn var Jesús í andanum og hann tekur hann upp á afar hátt fjall og sýndi honum öll ríki heims og dýrð þeirra.

9 Og djöfullinn kom enn til hans og sagði: Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.

ÞJS, Matteus 4:11. Samanber Matteus 4:11

Jesús sendir engla til þess að veita Jóhannesi skírara þjónustu.

11 Og nú vissi Jesús að Jóhannes var í fangelsi, og hann sendi engla, og sjá, þeir komu og veittu honum þjónustu.

ÞJS, Matteus 4:18. Samanber Matteus 4:19

Spámenn Gamla testamentisins tala um Jesú.

18 Og hann sagði við þá: Ég er sá sem spámennirnir hafa ritað um. Fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.

ÞJS, Matteus 4:22. Samanber Matteus 4:23

Jesús læknar fólk meðal þeirra, sem trúa á nafn hans.

22 Og Jesús fór um alla Galíleu, kenndi í samkundum þeirra, prédikaði fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi meðal þeirra sem trúðu á nafn hans.