Námshjálp
Atburðarskrár


Atburðir á dögum fyrstu patríarkanna. (Vegna þess að erfitt er að sýna nákvæmar tímasetningar atburða í þessum hluta, eru ártöl ekki sýnd.)

F.Kr.

4000

Adam féll.

Enok þjónaði.

Nói þjónaði; flóð á jörðu.

Babelsturn byggður; Jaredítar ferðast til fyrirheitna landsins.

Melkísedek þjónaði.

Nói deyr.

Abram (Abraham) fæðist.

Ísak fæðist.

Jakob fæðist.

Jósef fæðist.

Jósef seldur til Egyptalands.

Jósef kemur fyrir Faraó.

Jakob (Ísrael) og fjölskylda hans fara til Egyptalands.

Jakob (Ísrael) deyr.

Jósef deyr.

Móse fæðist.

Móse leiðir börn Ísraels út af Egyptalandi (Exodus).

Móse burtnuminn.

Jósúa deyr.

Eftir dauða Jósúa upphófst dómaratímabilið, fyrsti dómarinn Otníel og hinn síðasti Samúel; röð og tími hinna er mjög óviss.

Sál smurður konungur.

Atburðir í sameinuðu konungdæmi Ísraels

1095

Upphaf stjórnartíðar Sáls.

1063

Davíð smurður konungur af Samúel.

1055

Davíð verður konungur í Hebron.

1047

Davíð verður konungur í Jerúsalem; Natan og Gad spá.

1015

Salómon verður konungur alls Ísraels.

991

Musterisbyggingu lokið.

975

Salómon deyr; ættkvíslirnar tíu í norðri rísa gegn Rehabeam, syni hans og Ísrael skiptist.

Atburðir í Ísrael

Atburðir í Júdeu

Atburðir í sögu Mormónsbókar

975

Jeróbóam konungur í Ísrael

949

Sísak, konungur í Egyptalandi, rænir í Jerúsalem.

875

Akab ríkir í Samaríu yfir norður Ísrael; Elía spáir.

851

Elísa gjörir mikil kraftaverk.

792

Amos spáir.

790

Jónas og Hósea spá.

740

Jesaja byrjar að spá. (Róm er stofnuð; Nabónassar varð konungur í Babýloníu 747; Tíglat-Píleser Ⅲ ríkti í Assýríu 747 til 734).

728

Hiskía var konungur Júdeu. (Salmaneser Ⅳ var konungur Assýríu).

721

Norðurríkinu eytt; ættkvíslirnar tíu herleiddar; Míka spáir.

642

Nahúm spáir.

628

Jeremía og Sefanía spá.

609

Óbadía spáir; Daníel fluttur fangi til Babýloníu. (Níníve féll 606; Nebúkadnesar var konungur í Babýlon frá 604 til 561.)

600

Lehí fer frá Jerúsalem.

598

Esekíel spáir í Babýlon. Habakkuk spáir; Sedekía var konungur í Júdeu.

588

Múlek fer frá Jerúsalem til fyrirheitins lands.

588

Nefítar aðskilja sig frá Lamanítum (milli 588 og 570).

587

Nebúkadnesar tekur Jerúsalem.

Atburðir í sögu Gyðinga

Atburðir í sögu Mormónsbókar

537

Tilskipun Kýrusar um að Gyðingar megi hverfa heim frá Babýlon.

520

Haggaí og Sedekía spá.

486

Ester lifir.

458

Esra falið að standa að umbótum.

444

Nehemía skipaður ríkisstjóri í Júdeu.

432

Malakí spáir.

400

Jarom fær töflurnar.

360

Omní fær töflurnar.

332

Alexander mikli leggur undir sig Sýrland og Egyptaland.

323

Alexander deyr.

277

Septuagint, þýðing gyðinglegra ritninga á grísku hefst.

167

Mattathías Makkabei í uppreisn gegn Sýrlandi.

166

Júdas Makkabeus verður leiðtogi Gyðinga.

165

Musterið hreinsað og endurvígt; Upphaf Ljósahátíðar.

161

Júdas Makkabeus deyr.

148

Píslarvætti Abinadís; Alma endurreisir kirkjuna meðal Nefíta.

124

Lokaræða Benjamíns yfir Nefítum.

100

Alma yngri og synir Mósía hefja starf sitt.

91

Dómaratímabilið hefst meðal Nefíta.

63

Pompei vinnur Jerúsalem, stjórn Makkabea lýkur í Ísrael og stjórn Rómarveldis hefst.

51

Kleópatra ríkir.

41

Heródes og Fasael eru gerðir fjórðungsstjórar saman í Júdeu.

37

Heródes verður leiðtogi í Jerúsalem.

31

Orrustan við Aktíum háð; Ágústus var keisari í Róm frá 31 f.Kr. til 14 e.Kr.

30

Kleópatra deyr.

17

Heródes endurreisir musterið.

6

Samúel Lamaníti spáir um fæðingu Krists.

Atburðir í kristnisögu

Atburðir í sögu Mormónsbókar

E.Kr.

E.Kr.

Fæðing Jesú Krists.

30

Upphaf þjónustu Krists.

33

Kristur krossfestur.

33 eða 34

Kristur upprisinn birtist í Ameríku.

35

Sinnaskipti Páls.

45

Fyrsta trúboðsferð Páls.

58

Páll sendur til Rómar.

61

Endir Postulasögunnar.

62

Róm brennd; Hinir kristnu ofsóttir af Neró.

70

Hinir kristnu flýja til Pella; Jerúsalem er umsetin og hertekin.

95

Hinir kristnu ofsóttir af Dómitían.

385

Nefítaþjóðinni eytt.

421

Moróní felur töflurnar.