Ritningar
Hvers vegna að læra ritningarnar?


„Hvers vegna að læra ritningarnar?“ Hugmyndir fyrir ritningarnám (2021)

„Hvers vegna að læra ritningarnar?“ Hugmyndir fyrir ritningarnám

Ljósmynd
Kristur innleiðir sakramentið meðal Nefítanna, eftir Andrew Bosley

Hvers vegna að læra ritningarnar?

Þegar við könnum ritningarnar af kostgæfni, komumst við nær Jesú Kristi og skiljum betur fagnaðarerindi og friðþægingarfórn hans. Spámaðurinn Nefí hvatti okkur á þennan hátt:

„Þess vegna verðið þér að sækja fram, staðfastir í Kristi, í fullkomnu vonarljósi og ást til Guðs og allra manna. Ef þér þess vegna sækið fram, endurnærðir af orði Krists og standið stöðugir allt til enda, sjá, þannig fórust föðurnum orð: Þér munuð öðlast eilíft líf“ (2. Nefí 31:20).

Ljósmynd
fjölskylda les ritningarnar

Kenningarnar í ritningunum munu hjálpa okkur að snúa aftur til himnesks föður. Síðari daga spámenn okkar hafa beðið okkur að læra þær reglulega sem einstaklingar og sem fjölskyldur, þar sem það á við. Þeir hafa boðið okkur að læra af reynslu þeirra sem í ritningunum eru og heimfæra frásagnirnar og kenningarnar í ritningunum upp á líf okkar í dag, eins og Nefí segir í 1. Nefí 19:23. Spámenn, bæði fyrr og síðar, hafa boðið okkur að kanna ritningarnar og að „endurnærast af orði Krists“ (2. Nefí 32:3).

Ljósmynd
maður les ritningarnar

Russell M. Nelson forseti kenndi okkur einnig þennan mikilvæga sannleika um að „endurnærast“ á ritningunum.

„Að endurnærast táknar meira en aðeins að smakka. Að endurnærast er að njóta. Við njótum ritninganna með því að læra þær í anda með undursamlegri uppgötvun og dyggri hlýðni. Þegar við endurnærumst af orði Krists sem greypt eru á ,hjartaspjöld úr holdi‘ [2. Korintubréfið 3:3], verða þau óaðskiljanlegur hluti af eðli okkar“ („Lifa eftir leiðsögn ritninganna,“ aðalráðstefna október 2000).

Þegar við lærum ritningarnar reglubundið, persónulega og með fjölskyldu okkar, er mögulegt að leiða, vernda og verja okkur og fjölskyldu okkar gegn hinum mörgum áskorunum okkar tíma.