Myndbönd og myndir
Trúarmyndabók


„Trúarmyndabók,“ Trúarmyndabók (2008)

„Trúarmyndabók,“ Trúarmyndabók

Notkun þessarar bókar

Myndirnar í þessari bók eru flokkaðar í sex hluta: Gamla testamentið, Nýja testamentið, Mormónsbók, Kirkjusögu, Fagnaðarerindi í verki og Síðari daga spámenn. Þið getið notað myndirnar til að læra og kenna heima eða í kirkju. Í eftirfarandi skrá er lýsandi heiti fyrir hverja mynd, ásamt tilvitnunum í ritningarvers og fleiri gögnum sem hægt er að nota til að læra um og ræða myndirnar. Þið munið skilja betur viðeigandi atburði og trúarreglur, ef þið lærið meðfylgjandi ritningarvers og efni. Íhugið eftirfarandi hugmyndir um notkun myndanna og tilvísananna:

  • Biðjið einstaklinga að kanna ritningarvers eða annað efni sem tilheyrir tiltekinni mynd. Biðjið þá að lesa efnið eða gera samantekt á því í umræðum um einhverja tiltekna mynd.

  • Biðjið fjölskyldu eða nemendur námsbekkjar að segja frá því sem þau sjá á mynd eða hvaða tilfinningar myndin vekur. Hvaða trúarreglur eru kenndar á myndinni? Hvað getum við gert núna til að nota þær í lífi okkar?

  • Biðjið einstaklinga að fletta sjálfa í gegnum myndirnar. Þeir gætu valið sér tvær myndir til að bera saman og draga fram andstæður. Athuganir þeirra og spurningar um það sem vekur áhuga þeirra gætu leitt til umræðna um ritningarversin og trúarreglur.