Nýja testamentið 2023
26. júní–2. júlí. Matteus 28; Markús 16; Lúkas 24; Jóhannes 20–21: „Hann er upp risinn“


„26. júní–2. júlí. Matteus 28; Markús 16; Lúkas 24; Jóhannes 20–21: ‚Hann er upp risinn,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„26. júní–2. júlí. Matteus 28; Markús 16; Lúkas 24; Jóhannes 20–21,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Jesús talar við Pétur á ströndu

Gæt þú sauða minna, eftir Kamille Corry

26. júní–2. júlí

Matteus 28; Markús 16; Lúkas 24; Jóhannes 20–21

„Hann er upp risinn“

Áður en þið skoðið kennsluhugmyndirnar í þessum lexíudrögum, lesið þá Matteus 28; Markús 16; Lúkas 24; og Jóhannes 20–21 og íhugið hvernig þessir kapítular gætu nýst til trúareflingar þeirra sem þið kennið.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að miðla því sem þeir lærðu í sjálfsnámi sínu og fjölskyldunámi, gætuð þið beðið þá að skrifa niður sannleika úr lestrarefni vikunnar, sem þeim finnst að ætti að miðla „[öllum heiminum]“ (sjá Markús 16:15). Spyrjið þá að því í kennslulok hvort þeir hafi lært fleiri sannindi sem þeir vilji miðla.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 28; Markús 16; Lúkas 24; Jóhannes 20

Vegna upprisu Jesú, verðum við líka reist upp.

  • Gefið meðlimum bekkjarins nokkrar mínútur til að fara yfir lestrarefni vikunnar og efnið „Upprisa“ í Leiðarvísi að ritningunum og skrifa niður þau sannindi sem þeir lærðu um upprisuna. Leyfið nokkrum þeirra að miðla því sem þeir skrifuðu og hvetjið meðlimi bekkjarins til að rétta upp hönd þegar þeir heyra einhvern miðla álíka sannleika og þeir skrifuðu sjálfir. Af hverju eru þessi sannindi okkur mikilvæg? Hvernig hafa þau áhrif á sambönd okkar? Hvernig hafa þau áhrif á ákvarðanir okkar?

Lúkas 24:13–35

Við getum boðið frelsaranum að „[vera] hjá okkur.“

  • Til að meðlimir bekkjarins sjái tengingu milli upplifana sinna og upplifana lærisveinanna á leið til Emmaus, teiknið þá veg á töfluna og biðjið meðlimi bekkjarins að skrifa atriði úr frásögninni í Lúkasi 24:13–35 öðru megin við veginn. Hinum megin við veginn gætu þeir skrifað hliðstæður úr eigin upplifunum sem fylgjendur Jesú Krists. Þeir gætu t.d. skrifað „augu þeirra voru svo blinduð“ (Lúkas 24:16) öðru megin við veginn og stundum berum við ekki kennsl á áhrif Drottins í lífi okkar hinum megin. Hvernig getum við boðið frelsaranum að vera hjá okkur?

Ljósmynd
Hinn upprisni Kristur birtist postulunum

Jesús kenndi Tómasi: „Vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður“ (Jóhannes 20:27).

Jóhannes 20:19–29

„Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó.“

  • Sunnudagaskólabekkur ykkar getur verið staður fyrir meðlimi til að styrkja trú hvers annars á það sem er ekki sýnilegt. Ef til vill getið þið byrjað á því að biðja einhvern að segja stuttlega frá upplifun Tómasar í Jóhannesi 20:19–29. Þið gætuð líka sýnt myndbandið „Blessed Are They That Have Not Seen, and Yet Have Believed [Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó]“ (ChurchofJesusChrist.org). Meðlimir bekkjarins gætu skráð nokkra hluti á töfluna sem Guð biður okkur að trúa á án þess að sjá. Þið gætuð síðan beðið þá að miðla upplifunum sem hafa styrkt vitnisburð þeirra um þessa hluti og blessanir sem þeir hafa hlotið við eigin trúariðkun.

Jóhannes 21:1–18

Frelsarinn býður okkur að gæta sauða sinna.

  • Hvað gæti stuðlað að því að meðlimir bekkjar ykkar taki boði frelsarans um að „[gæta] sauða [hans]“? Þið gætuð byrjað á því að biðja þá að lesa Jóhannes 21:15–17 í hljóði og setja eigið nafn í stað nafns Símonar og nöfn fólks sem þeim finnst Drottinn vilji að þeir þjóni í stað „sauða minna“ – t.d. þeirra sem þeir annast í hirðisþjónustu, nágranna eða fólks sem þeir þekkja úr vinnu eða skóla. Eftir nokkrar mínútur gætu meðlimir bekkjarins miðlað hughrifum sínum. Hvað lærum við um frelsarann af verkum hans í Jóhannesi 21:4–13? Hvað getum við gert til að gæta lamba og sauða frelsarans? Orð öldungs Garys E. Stevenson í „Fleiri heimildir“ geta hjálpað við að svara þessari spurningu.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Hvernig getum við „[gætt] sauða [hans]“?

Öldungur Gary E. Stevenson útskýrði hvernig við getum uppfyllt boðorð Drottins um að gæta sauða hans:

„Hver er hirðir? Sérhver karl, kona og barn í ríki Guðs er hirðir. Hér er ekki þörf á köllun. Frá þeirri stundu er við komum upp úr skírnarvatninu, erum við bundin þessu verki. Við komum öðrum til hjálpar í kærleika, því frelsarinn bauð okkur að gera það. … Hvenær sem náungi okkar býr við stundlega eða andlega neyð, komum við til hjálpar. Við berum hver annars byrðar, svo að þær verði léttar. Við syrgjum með syrgjendum. Við huggum þá sem huggunar þarfnast [sjá Mósía 18;8–9]. Drottinn væntir þess af okkur í kærleika. Sá dagur mun svo upp renna að við þurfum að gera skil á þeirri ábyrgð að þjóna hjörð hans [sjá Matteus 25:31–46]“ („Sálnahirðir,“ aðalráðstefna, október 2018).

Bæta kennslu okkar

Takið frá tíma svo nemendur geti miðlað. „Þegar nemendur miðla því sem þeir læra, þá finna þeir ekki aðeins fyrir andanum og styrkja eigin vitnisburð, heldur hvetur það einnig aðra meðlimi bekkjarins til að uppgötva sjálfir sannleika. … Takið frá tíma fyrir nemendur til að miðla í hverri kennslustund – í einhverjum tilfellum gætuð þið komist að því að þessar umræður eru sjálf lexían“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 30).