Nýja testamentið 2023
8.–14. maí. Matteus 19–20; Markús 10; Lúkas 18: „Hvers er mér enn vant?“


„8.–14. maí. Matteus 19–20; Markús 10; Lúkas 18: ‚Hvers er mér enn vant?,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„8.–14. maí. Matteus 19–20; Markús 10; Lúkas 18,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
verkamenn í víngarði

8.–14. maí

Matteus 19–20; Markús 10; Lúkas 18

„Hvers er mér enn vant?“

Þegar þið búið ykkur undir að kenna, íhugið þá af kostgæfni hvernig þið getið stuðlað að því að meðlimir bekkjarins miðli því sem þeir hafa lært eða skynjað í námi sínu.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Það gæti verið gagnlegt að ræða endrum og eins heildarupplifun meðlima bekkjarins af heimilismiðuðu trúarnámi. Geta þeir miðlað árangursríkum upplifunum? Hvaða hindranir og áskoranir standa í vegi þeirra? Hvaða ráð geta þeir gefið hver öðrum?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 19:3–9

Hjónaband milli karls og konu er nauðsynlegt eilífri áætlun Guðs.

Matteus 20:1–16

Allir geta hlotið blessanir eilífs lífs, hvenær sem þeir meðtaka fagnaðarerindið.

  • Hvað myndi stuðla að því að meðlimir bekkjar ykkar tileinkuðu sér reglurnar í dæmisögunni um verkamennina í víngarðinum? Þið gætuð boðið nokkrum meðlimum bekkjarins að undirbúa leikþátt úr dæmisögunni og flytja fyrir bekkinn. Eftir sýninguna gæti fólkið sem leikur verkamennina sagt frá því hvað þeim fannst um launin sín og af hverju. Hvað finnst ykkur þessi dæmisaga segja um himnaríki? Hvaða annan skilning hljótum við um dæmisöguna í boðskap öldungs Jeffreys R. Holland, „Verkamenn í víngarðinum“? (aðalráðstefna, apríl 2012).

Matteus 19:16–22; Markús 10:17–27

Frelsarinn mun leiða okkur nær sér þegar við biðjum hann um hjálp.

  • Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að koma auga á og tileinka sér reglurnar í sögunni um ríka, unga manninn? Það væri hægt að biðja þá að lesa Markús 10:17–27 og hugleiða hvort þeim hafi einhvern tíma liðið eins og ríka, unga manninum. Hvað hefur hjálpað okkur að fylgja leiðsögn frelsarans, jafnvel þegar það var erfitt? Meðlimir bekkjarins gætu verið fúsir til að segja frá upplifun sinni þegar þeir spurðu: „Hvers er mér enn vant?“ (Matteus 19:20) og hlutu persónulega hvatningu til að bæta sig. Til stuðnings við þá meðlimi bekkjarins sem gætu fyllst vanmætti ef þeir einbeita sér að því sem þá skortir, þá gætuð þið miðlað tilvitnuninni í „Fleiri heimildir.“

  • Meðlimir bekkjarins gætu hafa lesið ráðstefnuræðu sem tengist þessum versum, eins og lagt er til í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur . Bjóðið þeim að miðla þeirri innsýn sem þeir hlutu.

Ljósmynd
auðmjúkur maður og farísei

Iðrandi tollheimtumaðurinn og sjálfumglaði faríseinn í musterinu, eftir Frank Adams

Lúkas 18:9–14

Við ættum að setja traust okkar á miskunn Guðs, ekki eigið réttlæti.

  • Dæmisaga frelsarans, þar sem bæn faríseans er borin saman við bæn tollheimtumannsins, getur hjálpað ykkur að vekja athygli á því viðhorfi sem Drottinn væntir að þeir hafi sem leitast eftir að fylgja honum. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að færa dæmisöguna í nútímahorf, gætuð þið beðið þá að endurskrifa bæn faríseans á þann hátt að hún hafi að geyma nútímaefni en tjái sömu afstöðu. Þeir gætu gert það sama við bæn tollheimtumannsins og miðlað síðan því sem þeir skrifuðu. Hvernig tengjast vers 15–17 og 18–24 því sem frelsarinn kenndi í þessari dæmisögu? Þið gætuð líka miðlað eftirfarandi orðum öldungs Dale G. Renlund um þessi vers: „Boðskapurinn til okkar segir skýrt að hinn iðrandi syndari kemst nær Guði, heldur en sá sjálfumglaði sem fordæmir hinn synduga“ („Okkar góði hirðir,“ aðalráðstefna, apríl 2017).

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Við skulum hvorki vera sjálfumglöð né láta hugfallast.

Öldungur D. Todd Christofferson kenndi:

„Ef við spyrjum einlæglega: ‚Hvers er mér enn vant?‘ þá mun [Guð] ekki láta okkur geta okkur til um það, heldur svara af kærleika sökum hamingju okkar. Hann mun vekja okkur von.

Þetta er mikið verkefni og það væri afskaplega yfirþyrmandi ef við værum ein að keppa að heilagleika. Hin dýrðlegi sannleikur er sá að við erum ekki einsömul. Við búum að elsku Guðs, náð Krists, huggun og handleiðslu heilags anda og samfélagi og hvatningu hinna heilögu í líkama Krists. Við skulum ekki vera sátt við núverandi stöðu okkar og ekki heldur að láta hugfallast“ („Brauðið sem niður steig af himni,“ aðalráðstefna, október 2017).

Bæta kennslu okkar

Guð þarfnast mismunandi hæfileika ykkar og getu. „Þið getið blessað börn Guðs með því að sýna elsku ykkar til annarra, nota þær gjafir sem Guð hefur gefið ykkur og reynslu ykkar sjálfra. Þegar þið þjónið trúföst og leitið liðsinnis Guðs, mun hann efla ykkur og þið munið vaxa að getu til að kenna fagnaðarerindið að hætti frelsarans“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 5).