Nýja testamentið 2023
17.–23. apríl. Matteus 18; Lúkas 10: „Hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“


„17.–23. apríl. Matteus 18; Lúkas 10: „Hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„17.–23. apríl. Matteus 18; Lúkas 10,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
miskunnsami Samverjinn

Miskunnsami Samverjinn, eftir Dan Burr

17.–23. apríl

Matteus 18; Lúkas 10

„Hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“

Lesið Matteus 18 og Lúkas 10 og skráið andleg hughrif ykkar. Þegar þið hljótið hvatningu gætuð þið spurt, eins og öldungur Richard G. Scott lagði til, „er eitthvað meira sem ég ætti að vita?“ („Að öðlast andlega leiðsögn,“ aðalráðstefna, október 2009).

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Þessir kapítular hafa að geyma mörg dæmi um trúarkenningar sem eru á öndverðum meiði við það sem heimurinn kennir okkur. Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill miðlað nokkrum dæmum sem þeir fundu í lestri sínum í vikunni. Hvernig blessar Drottinn okkur þegar við tileinkum okkur kenningar hans?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 18:21–35

Við verðum að fyrirgefa öðrum ef við hyggjumst hljóta fyrirgefningu frá Drottni.

  • Hvernig getið þið notað dæmisöguna um miskunnarlausa þjóninn til að hvetja meðlimi bekkjarins til að fyrirgefa? Ef til vill gætuð þið skrifað spurningar sem þessar á töfluna og beðið meðlimi bekkjarins að íhuga þær á meðan einhver segir dæmisöguna: Fyrir hvern stendur konungurinn? Fyrir hvern stendur miskunnarlausi þjónninn? Fyrir hvern stendur samþjónninn? Hvað tákna skuldirnar? Bjóðið meðlimum bekkjarins að segja frá því hvaða boðskap dæmisagan hefur persónulega fyrir þá. (Sjá einnig „Fleiri heimildir.“)

  • Þið gætuð beðið bekkinn að búa til breytta útgáfu af dæmisögunni um miskunnarlausa þjóninn sem kennir sömu lexíur um fyrirgefningu með nútíma aðstæðum og framsetningu. (Íhugið að láta þau vinna að þessu í hópum.) Ræðið það hvernig dæmisagan svaraði spurningu Péturs um það hversu oft hann ætti að fyrirgefa.

Ljósmynd
forn mynt

Jesús talaði um peninga og skuldir til að kenna um fyrirgefningu.

Lúkas 10:25–37

Við þurfum að elska Guð og náunga okkar til að öðlast eilíft líf.

  • Hér er hugmynd sem gæti gefið meðlimum bekkjarins nýtt sjónarhorn um dæmisöguna af miskunnsama Samverjanum: Biðjið þá þykjast vera að rannsaka árás og rán á veginum milli Jeríkó og Jerúsalem. Biðjið nokkra meðlimi bekkjarins að koma undirbúna í kennslustundina til að vera fólkið í dæmisögunni og tala um aðild þess að málinu. Sem dæmi, hvaða ástæður gætu staðið að baki því að presturinn og Levítinn stoppuðu ekki til að hjálpa hinum slasaða? Hvers vegna stoppaði Samverjinn? Hvaða hugsunum gæti eigandi gistihússins bætt við? Hvaða tilfinningar gæti hinn slasaði haft til hvers og eins allra hinna? Sjáið til þess að samræðurnar hvetji meðlimi bekkjarins að vera eins og miskunnsami Samverjinn og eigandi gistihússins og forðist að líkjast prestinum og Levítanum.

  • Hvernig getur dæmisagan um miskunnsama Samverjann svarað spurningunum sem Jesús var spurður að í Lúkasi 10:25–29? Bjóðið meðlimum bekkjarins að ræða þá tíma þegar þeim hefur liðið eins og manni nokkrum (sjá vers 30) sem þurfti sárlega á hjálp að halda. Hvernig kom hjálpin? Hvernig getum við, sem deildarmeðlimir, unnið saman að því að liðsinna öðrum, eins og miskunnsami Samverjinn og eigandi gistihússins gerðu?

Lúkas 10:38–42

Við veljum „góða hlutskiptið“ með daglegu vali sem leiðir til eilífs lífs.

  • Eftir að hafa lesið Lúkas 10:38–42 sem bekkur, gætuð þið spurt meðlimi bekkjarins hvernig þeir hefðu brugðist við leiðsögn frelsarans ef þeir hefðu verið í sporum Mörtu. Hvernig gæti þessi upplifun hafa haft áhrif á ákvarðanir þeirra í framtíðinni? Hvernig getum við vitað hvaða þættir í lífi okkar verðskulda meiri tíma og athygli? Meðlimir bekkjarins gætu leitað í boðskap Dallins H. Oaks forseta, „Gott, betra, best,“ (aðalráðstefna, október 2007) til að finna leiðsögn sem hjálpar þeim.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Skuldirnar í dæmisögunni um miskunnarlausa þjóninn.

Öldungur Jeffrey R. Holland tjáði sig um skuldirnar í dæmisögunni um miskunnarlausa þjóninn:

„Það eru mismunandi skoðanir á meðal fræðimanna um hvert gildi þessara upphæða er – og afsakið tilvísunina í hinn bandaríska gjaldmiðil – en til að gera reikningsdæmið einfalt, þá skulum við segja að minni skuldin, 100 denarar, séu um 100 dollarar í nútímagjaldmiðli og að 10.000 talenta skuldin sem var veitt svo auðveldlega, hefði getað nálgast um það bil 1 milljarð dollara – eða meira!

Sem persónuleg skuld þá er það stjarnfræðileg upphæð – algerlega óskiljanleg okkur. (Enginn getur verslað fyrir svo háa upphæð!) Fyrir tilgang þessarar dæmisögu, þá á þetta að vera svona óskiljanlegt; það á að vera fyrir utan okkar getu að skilja, hvað þá að endurgreiða. Það er vegna þess að þetta er ekki saga um tvo þjóna að rífast í Nýja testamentinu. Þetta er saga um okkur, hið fallna mannkyn – dauðlega skuldara, syndara og fanga öll saman. Hvert og eitt okkar er skuldari og dómsúrskurður okkar allra var fangelsisvist. Þar hefðum við öll dúsað, ef ekki væri fyrir náð herra okkar, sem frelsaði okkar, einfaldlega af því að hann elskar okkur og ‚hrærist til meðaumkunar með oss‘ [Kenning og sáttmálar 121:4]“ („Verið þér því fullkomnir – að lokum,“ aðalráðstefna, október 2017).

Bæta kennslu okkar

Fylgið fordæmi frelsarans. Þegar þið lesið frásagnirnar um frelsarann er hann kennir í Nýja testamentinu, leitið þá að lexíum af fordæmi hans sem geta hjálpað ykkur að bæta ykkur sem kennarar. Hvað gerði Jesús t.d. í Lúkasi 10:25–37 til að kenna lögvitringnum um hvernig ætti að öðlast eilíft líf?