Nýja testamentið 2023
13.–19. febrúar. Matteus 5; Lúkas 6: „Sæl eruð þér“


„13.–19. febrúar. Matteus 5; Lúkas 6: ‚Sæl eruð þér,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„13.–19. febrúar. Matteus 5; Lúkas 6,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Jesús kennir á fjallinu

Jesús flytur fjallræðuna, eftir Gustave Doré

13.–19. febrúar

Matteus 5; Lúkas 6

„Sæl eruð þér“

Skráið andleg hughrif ykkar er þið lærið Matteus 5 og Lúkas 6. Opinberun mun koma þegar þið reynið að mæta þörfum bekkjar ykkar.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Joseph Fielding Smith forseti sagði fjallræðuna vera „mestu [prédikun] sem nokkru sinni hefði verið flutt, eftir því sem við best vitum“ (Teachings of Presidents of the Church: Joseph Fielding Smith [2013], 234). Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla því hvers vegna það sé rétt.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 5:1–12

Varanleg hamingja hlýst af því að lifa á þann hátt sem Jesús Kristur kenndi.

  • Í fjallræðunni bauð frelsarinn lærisveinunum að hugsa upp á nýtt merkingu þess að lifa sældarlífi – lífi ævarandi hamingju. Til að hefja umræður um ævarandi hamingju, gætuð þið boðið meðlimum bekkjarins að miðla því sem veitir þeim hamingju. Hvað sagði Jesús í Matteusi 5:1–12, um það sem gerir einstakling „sælan“ – eða eilíflega hamingjusaman. Hvernig eru kenningar Jesú frábrugðnar öðrum leiðum sem fólk reynir til að finna hamingju?

  • Íhugið að skrá á töfluna nokkra eiginleika eða kosti í versum 3–12, t.d. „hjartahreinir“ eða „friðflytjendur.“ Biðjið meðlimi bekkjarins síðan að leggja til andstæðu hvers hugtaks. Hvað lærum við af þessum eiginleikum með því að hugleiða andstæður þeirra? Biðjið meðlimi bekkjarins að íhuga hverju þeir gætu breytt til að verða sú manngerð sem lýst er í þessum versum. Hverju bætir 3. Nefí 12:3, 6 við skilning okkar á Matteusi 5:3, 6?

Ljósmynd
Jesús kennir lærisveinum

Frelsarinn kenndi hvernig lifa ætti hamingjuríku lífi og verða eins og himneskur faðir okkar.

Matteus 5:14‒16

Lærisveinar frelsarans eiga að vera ljós heimsins.

  • Hver er merking þess að vera „ljós heimsins“ (vers 14). Hver er merking þess að fela ljós okkar „undir [mælikeri]“ (vers 15) og af hverju gætum við freistast til þess að gera það? Orð Bonnie H. Cordon forseta í „Fleiri heimildir“ og 3. Nefí 18:24 gætu stuðlað að því að meðlimir bekkjarins verði ákveðnari í að vera öðrum ljós. Þeir gætu líka rætt um fólk sem hefur verið þeim ljós og leitt þá til Jesú Krists. Hvernig getum við líkt eftir þessu fólki?

Matteus 5:17–48

Jesús Kristur kenndi að æðra lögmál geti leitt okkur í átt að fullkomleika.

  • Sumar af aðstæðunum sem lýst er í Matteusi 5 eiga sérstaklega við um tíma frelsarans, en reglurnar sem hann kenndi eru altækar. Til að stuðla að því að meðlimir bekkjarins sjái hvernig beita skuli reglunum í lífi þeirra, bjóðið þeim þá að velja eitt af eftirfarandi ritningarversum og hugsa um nútíma dæmi sem sýnir það sem frelsarinn kenndi: vers 21–24; 27–30; 33–37; 38–39; 40–42; og 43–44. Þeir gætu gert þetta hver fyrir sig eða í litlum hópum og miðlað dæmunum sínum með bekknum.

  • Hvernig getið þið stuðlað að því að meðlimir bekkjarins skilji að boð frelsarans um að vera „fullkomin“ (Matteus 5:48), eins og Russell M. Nelson forseti útskýrði, þýði að vera „fullvaxin“ eða „fullgerð“? („Perfection Pending,“ Ensign, nóvember 1995, 86–88). Þið gætuð klippt mynd af Jesú í púsluspil og boðið meðlimum bekkjarins að skrifa aftan á hvert púsl kenningu í Matteusi 5 sem þeir finna sig hvatta til að lifa eftir. Látið þá vinna saman að því að fullgera púsluspilið. Hvernig stuðlar friðþæging Jesú Krists að því að við verðum „fullvaxin“ eða „fullgerð“? (sjá Leiðarvísir að ritningunum, „Náð“). Hverju bæta orð Joy D. Jones forseta í „Fleiri heimildir“ við skilning okkar á þessu ferli?

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Að vera ljós.

Bonnie H. Cordon forseti kenndi: „Boð Drottins um að láta ljós okkar skína, snýst ekki bara um að veifa ljósi einhvern veginn og lýsa heiminn upp á einhvern hátt. Það snýst um að beina ljósi okkar þannig að aðrir geti fundið leiðina til Krists. Það er samansöfnun Ísraels hérna megin hulunnar – að hjálpa öðrum að sjá næsta skrefið til að gera og halda helga sáttmála við Guð“ („Til þess að hún sjái,“ aðalráðstefna, apríl 2020).

Leita fullkomnunar

Joy D. Jones forseti útskýrir:

„Drottinn metur erfiði og erfiði færir umbun. Við höldum áfram að iðka. Við höldum áfram að þroskast svo lengi sem við kappkostum að fylgja Drottni. Hann ætlast ekki til fullkomnunar í dag. Við höldum áfram að klífa okkar persónulega Sínaífjall. Eins og fyrr á tímum, þá krefst ferðalag okkar sannlega erfiðis, mikillar vinnu og náms, en skuldbinding okkar til framþróunar færir okkur eilífa umbun. …

Lýsum djarflega yfir hollustu okkar við himneskan föður og frelsara okkar með ‚óbifanlega trú á hann og með því að treysta í einu og öllu á verðleika hans, sem máttinn hefur til að frelsa‘ [2. Nefí 31:19]. Höldum fagnandi áfram á þessari leið, að okkar mestu andlegu möguleikum“ („Afar göfug köllun,“ aðalráðstefna, apríl 2020).

Bæta kennslu okkar

Aukið þátttöku meðlima bekkjarins. Mörg verkefni er hægt að vinna sem námsbekkur, í fámennum hópum, tvö og tvö saman eða í pallborðsumræðum. Notið fjölbreyttar aðferðir til að gera öðrum kleift að taka þátt, sem að öðrum kosti myndu ekki gera það. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]33.)