Nýja testamentið 2023
2.–8. janúar. Matteus 1; Lúkas 1: „Verði mér eftir orðum þínum“


„2.–8. janúar. Matteus 1; Lúkas 1: „Verði mér eftir orðum þínum,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„2.–8. janúar. Matteus 1; Lúkas 1,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
María og Elísabet

2.–8. janúar

Matteus 1; Lúkas 1

„Verði mér eftir orðum þínum“

Lesið og íhugið Matteus 1 og Lúkas 1 áður en þið lesið annað efni og skráið andleg hughrif ykkar. Látið andann leiða ykkur í undirbúningnum. Kannið næst hugmyndirnar í þessum lexíudrögum og í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Megin tilgangur Matteusar, Lúkasar og hinna guðspjallamannanna var að vitna um að Jesús Kristur er sonur Guðs. Gefið meðlimum bekkjarins nokkrar mínútur til að skoða Matteus 1 eða Lúkas 1 og miðla versi sem eflir trú þeirra á Jesú Krist. Leggið til við bekkinn að halda skrá yfir ritningarvers sem vitna um að Jesús Kristur er sonur Guðs, þegar þau læra í Nýja testamentinu á þessu ári. Þið gætuð líka haldið þessa skrá sem námsbekkur.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 1:18–25; Lúkas 1:5–80

Himneskur faðir vinnur í gegnum trúföst börn sín, til þess að ná fram tilgangi sínum.

  • Meðlimir bekkjarins eru líklegri til að upplifa þýðingamikla reynslu við nám á Nýja testamentinu á þessu ári, ef þeir geta lært af upplifunum þess fólks sem þeir lesa um. Til að hjálpa þeim við þetta, gætuð þið skrifað nöfn fólksins í Matteusi 1 og Lúkasi 1 á töfluna, ásamt ritningartilvísunum sem tengjast þessum einstaklingum:

    Hvað getum við lært af þessum frásögnum, sem getur hjálpað okkur á okkar tíma?

  • Til að stuðla að dýpri skilningi meðlima bekkjarins á Maríu og hlutverki hennar í áætlun föðurins, gætuð þið sýnt myndböndin „An Angel Foretells Christ‘s Birth to Mary [Engill segir fyrir um fæðingu Krists]“ og „Mary and Elisabeth Rejoice Together [María og Elísabet gleðjast saman]“ (ChurchofJesusChrist.org). Þið gætuð einnig lesið saman Lúkas 1:26–38, 46–56 og leitað að einhverju sem María sagði og er lýsandi fyrir manngerð hennar. Hvað fleira getum við lært af Maríu?

Lúkas 1:5–25

Blessanir Guðs hljótast á hans tíma.

  • Í bekknum ykkar gæti verið fólk sem lifir réttlátu lífi eins og Elísabet og Sakaría, en hefur þrátt fyrir það ekki hlotið þær blessanir sem það vonaðist eftir. Íhugið að bjóða bekknum að leita í Lúkasi 1:5–25 og finna lexíur sem læra má af Elísabetu og Sakaría um að þjóna Drottni. Hvaða fleiri dæmi geta meðlimir bekkjarins miðlað úr eigin lífi um tímasetningar Drottins eða úr frásögnum ritninganna? Hvað lærum við af þessum dæmum? Meðlimir bekkjarins gætu einnig rætt tilvitnunina í „Fleiri heimildir.“

Lúkas 1:26–38

„Guði er enginn hlutur um megn.“

  • Meðlimir bekkjarins gætu – líkt og María gerði – velt vöngum yfir því hvernig áætlun Guðs fyrir þá eða loforð geti orðið að veruleika. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja að allt sé mögulegt fyrir kraft Guðs, gætuð þið sýnt þeim myndina Boðunin: Engillinn Gabríel birtist Maríu (Trúarmyndabók, nr. 28) og boðið þeim að lesa saman Lúkas 1:26–38. Hvað getum við lært um að sigrast á því sem virðist ómögulegt með því að nema orð og gjörðir Maríu? Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla upplifunum þar sem Guð hjálpaði þeim að ná árangri þegar það virtist ómögulegt.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Vona á Drottin.

Öldungur Jeffrey R. Holland benti á að mörg okkar velti fyrir sér af hverju við þurfum að bíða eftir blessunum Guðs og sagði:

„Svarið við slíkum spurningum er: ‚Já. Guð getur gert kraftaverk á stundinni, en fyrr eða síðar lærum við að tímar og tíðir jarðlífs okkar eru eingöngu undir hans stjórn.‘ … Trú merkir að treysta Guði jafnt á góðum sem slæmum tímum, jafnvel þó að það þýði þjáningar, þar til við sjáum arm hans opinberast í okkar þágu. …

Þeir sem ‚vona á Drottin fá nýjan kraft [og] fljúga upp á vængjum sem ernir, þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.‘ [Jesaja 40:31; leturbreyting hér]. Ég bið þess að senn – og fyrr eða síðar – munu blessanir þessar streyma til allra sem leita að líkn frá sorgum og frelsi frá harmi. Ég ber vitni um elsku Guðs og um endurreisn hins dýrðlega fagnaðarerindis hans, sem á einn eða annan hátt er svarið við öllum vanda lífsins“ („Vona á Drottin,“ aðalráðstefna, október 2020).

Bæta kennslu okkar

Hvetjið meðlimi bekkjarins til að læra ritningarnar heima. Ein leið til að hvetja til ritningarnáms á heimilinu, er að gefa meðlimum bekkjarins kost á að miðla þeim uppgötvunum og skilningi sem þeir hlutu í sjálfsnámi og fjölskyldunámi sínu (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]29).