Kenning og sáttmálar 2021
15.–21. nóvember. Kenning og sáttmálar 133–134: „Búið yður … undir komu brúðgumans“


„15.–21. nóvember. Kenning og sáttmálar 133–134: ,Búið yður … undir komu brúðgumans‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„15.–21. nóvember. Kenning og sáttmálar 133–134,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
fimm vitrar meyjar

Brúðguminn kemur, eftir Elizabeth Gibbons

15.–21. nóvember

Kenning og sáttmálar 133–134

„Búið yður … undir komu brúðgumans“

Hvaða sannindi í Kenningu og sáttmálum 133–134 finnst ykkur geta komið meðlimum bekkjarins að mestu gagni? Íhugið þarfir þeirra af kostgæfni er þið lærið í þessari viku.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Þið gætuð skrifað orðið hlusta á töfluna og beðið meðlimi bekkjarins að skrifa við hlið þess vers í Kenningu og sáttmálum 133–134 sem þeir álíta að við þurfum að hlusta á í dag. Biðjið þá að miðla hugsunum sínum um þessi vers. (Hjálpið meðlimum bekkjarins að einblína á kenningar, fremur en stjórnmálaskoðanir.)

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 133:1–19; 37–39

Drottinn vill að við búum okkur undir síðari komu hans.

  • Hvernig munið þið hjálpa meðlimum bekkjar ykkar að skilja af hverju mikilvægt er að helga okkur sjálf til að hjálpa öðrum að búa sig undir síðari komu frelsarans? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa Kenningu og sáttmála 133:1–19, 37–39 og búa til tvo lista: annan lista yfir leiðsögn Drottins um hvernig við eigum að helga okkur sjálf og hinn yfir leiðsögn um hvernig búa á heiminn undir endurkomu frelsarans. Hver er andleg merking þess að „[fara] út frá Babýlon“ (vers 5) og „flýja til Síonar“? (vers 12). Til frekari upplýsingar um merkingu helgunar, sjá þá „Helgun, helgunarlögmál“ í Leiðarvísi að ritningunum (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp).

Kenning og sáttmálar 133:19–53

Síðari koman verður hinum réttlátu gleðiefni.

  • Meðlimir bekkjarins gætu hafa fundið mikilvæg vers í þessum kafla í ritningarnámi sínu heima sem vekja tilhlökkun hjá þeim yfir væntanlegri síðari komu frelsarans. Biðjið þá að miðla þessum versum. Þið gætuð líka beðið meðlimi bekkjarins að kanna vers 19–53 tvo og tvo saman og leita að ástæðum tilhlökkunar yfir síðari komu Jesú Krists. Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir fundu og hvetjið þá til að ræða hvernig frelsarinn hefur „endurleyst þá og tekið þá á arma sér og borið þá“ (sjá vers 53). Þetta getur veitt gott tækifæri til að syngja saman sálm um endurlausnarmátt frelsarans, t.d. líkt og „Hve ljúft minn Guð“ (Sálmar, nr. 29). Hvaða aðrir söngvar „hinnar ævarandi gleði“ (vers 33) gera okkur mögulegt að finna „elskandi gæsku Drottins“? (vers 52).

Kenning og sáttmálar 134

„Guð [hefur] innleitt stjórnkerfi manninum til heilla.“

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að læra Kenningu og sáttmála 134, gætuð þið sett spurningar sem þessar í ílát eða skrifað þær á töfluna: Á hvaða hátt væntir Guð að stjórnvöld verði börnum hans til heilla? Hvað ber okkur að gera ef jarðnesk lög stangast á við himnesk lögmál? Hverjar eru skyldur og ábyrgð okkar sem borgarar? Biðjið meðlimi bekkjarins að velja sér spurningu og nota kafla 134 til að finna svar. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að forðast umræður um sérstök stjórnmálaleg málefni eða skoðanir.

  • Frelsið til að „tilbiðja, hvernig, hvar eða hvað, sem [okkur] þóknast“ (Trúaratriðin 1:11) er forréttindi sem Drottinn vill að allir njóti. Ef ykkur finnst það gagnast meðlimum bekkjarins að ræða reglu trúfrelsis, íhugið þá að lesa saman Kenningu og sáttmála 134:4, 7, 9. Hvað kenna þessi vers okkur um það hlutverk stjórnvalda að vernda trúfrelsið? Hvernig getum við viðhaldið trúfrelsi fyrir aðra og okkur sjálf? Tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ gæti veitt meðlimum aukinn skilning til að svara þessari spurningu.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Hornsteinar trúfrelsis.

Öldungur Robert D. Hales Kenndi:

„Það eru fjórir hornsteinar trúfrelsis sem við Síðari daga heilagir verðum að reiða okkur á og vernda.

Í fyrsta lagi er það skoðanafrelsið. Enginn ætti að sæta gagnrýni, ofsóknum eða árásum einstaklinga eða stjórnvalda … fyrir trú sína á Guð. …

Annar hornsteinn trúfrelsis er frelsi til að miðla öðrum trú okkar og skoðunum. … Sem foreldrar, fastatrúboðar og meðlimatrúboðar, þá reiðum við okkur á trúfrelsið til þess að miðla kenningu Drottins, meðal fjölskyldna okkar og hvarvetna um heim.

Þriðji hornsteinn trúfrelsis er frelsi til að stofna trúarsöfnuð, kirkju, og tilbiðja friðsamlega með öðrum. Ellefta Trúaratriðið segir: ‚Vér krefjumst þeirra réttinda að fá að tilbiðja almáttugan Guð, eftir því sem eigin samviska býður, og viðurkennum sömu réttindi til handa öllum mönnum. Lofum þeim að tilbiðja, hvernig, hvar eða hvað, sem þeim þóknast.‘ …

Fjórði hornsteinn trúfrelsis er frelsi til að lifa samkvæmt trú okkar – ekki aðeins frelsi til að lifa eftir trúnni í kirkju og á heimilum okkar, heldur líka á opinberum stöðum“ („Vernda sjálfræðið, verja trúfrelsið,“ aðalráðstefna, apríl 2015).

Bæta kennslu okkar

Kennið „af hverju.“ „Ef [meðlimir bekkjarins] skilja eilífa áætlun himnesks föður til hamingju barna sinna, verða ástæður að baki trúarreglna og boðorða skiljanlegri og hvatningin meiri til að hlýða“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 20).