Kenning og sáttmálar 2021
20.–26. september. Kenning og sáttmálar 106–108: „Sjá himnana ljúkast upp“


„20.–26. september. Kenning og sáttmálar 106–108: ,Sjá himnana ljúkast upp‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„20.–26. september. Kenning og sáttmálar 106–108,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
sólin skín í gegnum skýin

20.–26. september

Kenning og sáttmálar 106–108

„Sjá himnana ljúkast upp“

Þegar þið lærið Kenningu og sáttmála 106–8, íhugið þá þær andlegu upplifanir sem meðlimir bekkjarins gætu hafa hlotið við að læra þessa kafla. Þegar þið búið ykkur undir að kenna þeim, gæti verið gagnlegt að komast að því hvað þeim fannst áhugavert áður en þið komið saman.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla versi úr þessum kafla sem kennir reglu sem gæti styrkt einhverja í kirkjuþjónustu þeirra.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 106108

Drottinn fræðir, hvetur og styður þá sem hann kallar til þjónustu.

  • Þegar meðlimir bekkjarins lærðu Kenningu og sáttmála 106 og 108 í þessari viku, gætu þeir hafa fundið orðtök sem gætu hjálpað þeim sem þjóna í kirkjuköllunum (sjá lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur). Íhugið að gefa meðlimum bekkjarins tíma til að skrifa orðtök sem þeir fundu í þessum köflum á töfluna og biðja þá að miðla eigin skilningi. Hvað hafa þeir upplifað sem tengist þessum orðtökum eða útskýrir þau?

Kenning og sáttmálar 107

Drottinn leiðir kirkjuna sína með valdi prestdæmisins.

  • Þið gætuð hafið umræðu um embætti prestdæmisins með því að biðja meðlimi bekkjarins að skrá ástæður þess að Drottinn sér okkur fyrir spámönnum, postulum og öðrum kirkjuleiðtogum. Þeir gætu ef til vill aukið við listann eftir lestur Kenningar og sáttmála 107:18–20. Þið gætuð síðan varið tíma til að fjalla um þá ábyrgð sem Drottinn felur þeim sem hafa eftirfarandi embætti: Æðsta forsætisráðið (vers 9, 21–22, 65–66, 91–92), postularnir tólf (vers 23–24, 33–35, 38, 58), hinir sjötíu (vers 25–26, 34, 93–97) og biskupar (vers 13–17, 68–76, 87–88). Hvað getum við gert til að styðja leiðtoga okkar „með trausti, trú og bænum“? (vers 22).

  • Hvert yrði svar okkar, ef vinur utan kirkjunnar spyrði okkur: „Hvað er prestdæmið?“ eða „Hvað eru prestdæmislyklar?“ Hvernig gætu kenningarnar í „Fleiri heimildir“ haft áhrif á svör okkar? Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill líka fundið aukinn skilning í Kenningu og sáttmálum 107:1–4, 18–20 (sjá einnig Sannir í trúnni, 121–24). Hvernig hjálpar prestdæmið okkur að meðtaka „leyndardóma himnaríkis“ og „sjá himnana ljúkast upp fyrir [okkur]? Hvernig hjálpar það okkur að „njóta samfélags og návistar Guðs föðurins og Jesú? (vers 19).

Kenning og sáttmálar 107:27–31, 85

Drottinn notar ráð til að stjórna ríki sínu.

  • M. Russell Ballard forseti sagði: „Ég [veit] að ráðin eru leið Drottins og að hann skapaði allt í heiminum í gegnum himneskt ráð“ („Fjölskyldufundir,“ aðalráðstefna, apríl 2016). Hvernig getið þið hjálpað þeim sem þið kennið að skilja hvernig ráðgast á saman heima og í kirkju? Þið gætuð ef til vill beðið nokkra meðlimi að koma undir það búna að miðla upplifunum í kirkju og á heimilinu þar sem þeir beittu reglum samráðs í Kenningu og sáttmálum 107:27–31, 85 (eða í áður greindum boðskap Ballards forseta). Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins í vikunni að koma í kennslu undirbúna til að miðla hugmyndum um skilvirkni samráða. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að bera kennsl á reglur sem þeir læra í þessari umræðu, sem munu hjálpa þeim til árangurs er þeir taka þátt í ráðum heima og í kirkju á komandi tíð.

    Ljósmynd
    kennararáðsfundur

    Að ráðgast saman, er ein leið Drottins til að áorka verki sínu.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Prestdæmisvald.

Dallin H. Oaks forseti kenndi:

„Við höfum ekki lagt í vana að tala um að konur hafi valdsumboð prestdæmisins í kirkjuköllunum sínum, en hvaða annað valdsumboð getur verið um að ræða? Þegar kona - yngri eða eldri - er sett í embætti til að prédika fagnaðarerindið, sem fastatrúboði, er henni veitt valdsumboð prestdæmisins til að framfylgja hlutverki innan prestdæmisins. Það sama á við þegar kona er sett í embætti sem fulltrúi eða kennari í félagi kirkjunnar, undir leiðsögn einhvers sem hefur lykla prestdæmisins. Sérhver sem starfar í embætti eða köllun, sem meðtekin er af hendi þess sem hefur lykla prestdæmisins, iðkar valdsumboð prestdæmisins við framkvæmd úthlutaðra skyldna hennar eða hans“ („Lyklar og vald prestdæmisins,“ aðalráðstefna, apríl 2014).

M. Russell Ballard forseti sagði:

„Faðir okkar á himnum er örlátur á kraft sinn. Allir karlar og konur hafa aðgang að þessum krafti, sér til hjálpar í lífi sínu. Allir sem hafa gert helga sáttmála við Drottin og heiðra þá sáttmála, geta hlotið persónulega opinberun, blessun englaþjónustu, átt samskipti við Guð, tekið á móti fyllingu fagnaðaerindisins og orðið erfingjar með Jesú Kristi að öllu sem faðirinn á “(„Karlar og konur í verki Drottins,“ Líahóna, apríl 2014, 46).

Bæta kennslu okkar

Hjálpið nemendum að innblása hver annan. „Hver einstaklingur í námsbekk ykkar er auðugur að vitnisburði, skilningi og upplifunum af því að lifa eftir fagnaðarerindinu. Hvetjið þá til að miðla og innblása hvern annan“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 5).