Kenning og sáttmálar 2021
15.–21. mars. Kenning og sáttmálar 27–28: „Allt verður að gjörast með reglu“


„15.–21. mars. Kenning og sáttmálar 27-28: ‚Allt verður að gjörast með reglu‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„15.–21. mars. Kenning og sáttmálar 27–28“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Joseph Smith

15.–21. mars

Kenning og sáttmálar 27–28

„Allt verður að gjörast með reglu“

Þótt atburðirnir sem voru undanfari opinberananna í Kenningu og sáttmálum 27–28 hafi gerst á öðrum tíma og stað, þá eru reglurnar enn gildandi á okkar tíma. Hvaða reglur gætu blessað meðlimi bekkjar ykkar í aðstæðum þeirra?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Gefið meðlimum bekkjarins nokkrar mínútur til að rifja upp Kenningu og sáttmála 27–28 og finna vers eða orðtök sem þeim finnst mikilvæg. Til að gefa öllum tækifæri til að miðla, gætuð þið skipt meðlimum bekkjarins í pör, til að miðla því sem þeir fundu.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 27:1–2

Við ættum að meðtaka sakramentið með einbeittu augliti á dýrð Guðs.

  • Til að hvetja til umræðna um Kenningu og sáttmála 27:1–2, íhugið þá að skrifa spurningu sem þessa á töfluna: Hvað kenndi frelsarinn okkur um tilgang sakramentisins? Meðlimir bekkjarins gætu leitað orðtaka í þessum versum sem hjálpa þeim að svara spurningunni. Þeir gætu verið fúsir til að segja frá þeim hughrifum sem þeir hafa hlotið varðandi hvernig öðlast má helgari upplifun við að meðtaka sakramentið.

    Meðlimir bekkjarins gætu öðlast aukinn skilning með því að lesa það sem frelsarinn sagði þegar hann innleiddi sakramentið (sjá Lúkas 22:19–20; 3. Nefí 18:1–11; sjá einnig myndbandið „The Last Supper [Síðasta kvöldmáltíðin]“ á ChurchofJesusChrist.org). Hvað myndum við gera öðruvísi, ef frelsarinn væri á sakramentissamkomu okkar í eigin persónu?

    Ljósmynd
    Brauð og bolli sakramentis

    Sakramentið samanstendur af táknum um fórn frelsarans.

Kenning og sáttmálar 27:15–18

Alvæpni Guðs mun hjálpa okkur að verjast hinu illa.

  • Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja hvernig nota á alvæpni Guðs til að verjast hinu illa á okkar tíma? Íhugið að biðja einhvern að teikna á töfluna alvæpnið sem lýst er í versum 15–18. Meðlimir bekkjarins gætu síðan miðlað einhverjum skilningi sem þeir hlutu í einkanámi sínu um hina ýmsu hluti alvæpnisins. Bekkurinn gæti líka þess í stað lesið Kenningu og sáttmála 27:15–18 og merkt hluti alvæpnisins á töflunni og líkamshlutina sem þeir verja. Hver er merking þess að íklæðast alvæpni Guðs? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins rætt um það hvernig Drottinn verndar okkur frá illu er við íklæðumst alvæpni Guðs.

  • Ef þið kennið ungmennum, gætuð þið viljað tengja Kenningu og sáttmála 27:15–18 við staðlana í Til styrktar æskunni. Meðlimir bekkjarins gætu t.d. lesið versin og rætt afhverju við þurfum alvæpni Guðs. Þeir gætu síðan starfað sem pör við að rifja upp einn staðlanna í Til styrktar æskunni. Hvað lærum við af þessu efni um árásir Satans gegn okkur? Hvernig getur alvæpni Guðs hjálpað okkur að standast slíkar árásir? Hvernig getum við íklæðst alvæpni hans?

Kenning og sáttmálar 28

Hinn lifandi spámaður hlýtur opinberun fyrir kirkju Drottins.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að læra hlutverk spámannsins, gætuð þið rifjað upp þá upplifun sem knúði Joseph Smith til að biðja og meðtaka kafla 28 (sjá kaflafyrirsögn) og síðan gætuð þið lesið vers 2–3, 6–7, 11–13. Hvernig reynir Satan að sannfæra okkur um að fylgja þeim sem Drottinn hefur ekki útnefnt? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að segja frá þeim upplifunum sem efldu vitnisburð þeirra um að spámaðurinn hljóti opinberun fyrir kirkjuna.

  • Ein leið fyrir meðlimi bekkjarins til að rifja upp Kenningu og sáttmála 28 er að ímynda sér að þeir þekki einhvern sem nýlega hlaut nýja köllun í kirkjunni. Hverju gætum við miðlað úr Kenningu og sáttmálum 28:1–6, 13–16 til að hjálpa þeim einstaklingi í köllun hans? Tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ gæti auðgað umræðuna.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Leiðsögn varðandi persónulega opinberun.

Joseph F. Smith forseti og ráðgjafar hans í Æðsta forsætisráðinu kenndu:

„Séu sýnir, draumar, tungutal, spádómar eða innblástur ekki í samræmi við viðurkenndar opinberanir kirkjunnar eða í mótsögn við ákvarðanir valdhafa hennar, geta Síðari daga heilagir verið vissir um að Guð eigi þar ekki hlut að máli, hversu trúverðugt sem slíkt kann að virðast. … Hinir heilögu geta jafnt í stundlegum sem andlegum málum hlotið guðlega leiðsögn og opinberun fyrir sjálfa sig, en í því felst ekki vald til að leiða aðra. …

Saga kirkjunnar segir frá mörgum uppgerðum opinberunum, sem settar eru fram af svikurum eða ofstækismönnum, er trúðu á birtingarmyndir sem þeir reyndu að fá aðra til að gangast við og í öllum tilvikum hafa vonbrigði, sorgir og hörmungar af því leitt” (Joseph F. Smith, Anthon H. Lund, Charles W. Penrose, „A Warning Voice,“ Improvement Era, sept. 1913, 1148–49).

Bæta kennslu okkar

Einblínið á sannar kenningar. Boyd K. Packer forseti kenndi: „Sönn kenning, og skilningur á henni, breytir viðhorfi og hegðun“ („Óttist ei,“ aðalráðstefna, apríl 2004). Í kennslu okkar verðum við að einblína á kenningar Jesú Krists, ef við viljum hjálpa við að leiða sálir til hans.