Nýja testamentið 2023
29. maí–4. júní. Matteus 26; Markús 14; Jóhannes 13; „Í mína minningu“


„29. maí–4. júní. Matteus 26; Markús 14; Jóhannes 13: ‚Í mína minningu,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„29. maí–4. júní. Matteus 26; Markús 14; Jóhannes 13,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Síðasta kvöldmáltíðin

Í mína minning, eftir Walter Rane

29. maí–4. júní

Matteus 26; Markús 14; Jóhannes 13

„Í mína minning“

Þegar þið lesið um atburðina sem sagt er frá í Matteus 26; Markús 14; og Jóhannes 13, gætið þá vandlega að öllum hughrifum sem þið finnið fyrir, einkum þeim sem styrkja trú ykkar á Jesú Krist og skuldbindingu ykkar við hann.

Skráið hughrif ykkar

Daginn fyrir dauða sinn gaf Jesús lærisveinum sínum nokkuð til að þeir gætu ávallt minnst hans. Hann „tók … brauð, gerði þakkir, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: ‚Takið og etið, þetta er líkami minn.‘ Og hann tók kaleik, gerði þakkir, gaf þeim og sagði: ‚Drekkið allir hér af. Þetta er blóð mitt‘“ (Matteus 26:26–28).

Þetta gerðist fyrir tvö þúsund árum, á stað sem flest okkar munu aldrei augum líta, á tungumáli sem fá okkar skilja. Nú, á hverjum sunnudegi, gera prestdæmishafar, sem heimild hafa til að starfa í nafni Jesú Krists, það sem hann eitt sinn gerði. Þeir taka vatnið og brauðið, blessa það og færa það okkur, lærisveinum hans. Þetta er einföld athöfn – er nokkuð jafn einfalt og eðlilegt og að eta brauð og drekka vatn? Þetta brauð og þetta vatn eru okkur þó helg tákn, því þau hjálpa okkur að hafa hann í huga. Með þeim erum við að segja: „Ég mun aldrei gleyma honum“ – ekki bara: „Ég mun aldrei gleyma því sem ég hef lesið um líf hans og kenningar.“ Við erum fremur að segja: „Ég mun aldrei gleyma því sem hann gerði fyrir mig.“ „Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann kom mér til bjargar þegar ég hrópaði á hjálp.“ „Ég mun aldrei gleyma skuldbindingu hans við mig og skuldbindingu minni við hann – sáttmálanum sem við höfum gert.“

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Matteus 26:6–13; Markús 14:3–9

„Hún hellti … smyrslum yfir líkama minn … [til] að búa mig til greftrunar.“

Með auðmjúkri tilbeiðsluathöfn, sýndi konan sem sagt er frá í þessum versum að hún vissi hver Jesús var og hvað fyrir honum lá að gera (sjá Matteus 26:12). Af hverju haldið þið að athöfn hennar hafi skipt frelsarann svo miklu máli? (sjá vers 13). Hvað vekur áhuga ykkar varðandi konuna og trú hennar? Íhugið hvernig þið getið fylgt fordæmi hennar.

Sjá einnig Jóhannes 12:1–8.

Matteus 26:20–22; Markús 14:17–19

„Er það ég, Drottinn?“

Hvað lærið þið um lærisveinana af þessari spurningu til Drottins í þessum versum? Af hverju haldið þið að þeir hafi spurt? Íhugið hvernig þið gætuð spurt: „Er það ég, Drottinn?“

Sjá einnig Dieter F. Uchtdorf, „„Er það ég, herra?,“ aðalráðstefna, október 2014.

Matteus 26:26–29; Markús 14:22–25

Sakramentið er stund til að minnast frelsarans.

Hverjar haldið þið að hafi verið hugsanir og tilfinningar lærisveinanna þegar frelsarinn kynnti þeim sakramentið? Íhugið það er þið lesið um þá í Matteus 26:26–29 og Markús 14:22–25. Af hverju haldið þið að Jesús hafi valið þessa aðferð til að við minntumst hans? Þið gætuð líka íhugað einhverjar upplifanir ykkar við sakramentið. Er eitthvað sem þið gætuð gert til að upplifun ykkar verði helgari og innihaldsríkari?

Eftir að hafa íhugað þessi vers, gætuð þið skráð eitthvað sem ykkur finnst þið hvött til að muna varðandi frelsarann. Þið gætuð rifjað það upp næst þegar þið meðtakið sakramentið. Þið gætuð líka rifjað það upp við önnur tækifæri, í þeim tilgangi að „hafa hann ávallt í huga“ (Moróni 4:3).

Sjá einnig Lúkas 22:7–39; 3. Nefí 18:1–13; Kenning og sáttmálar 20:76–79; Leiðarvísir að ritningunum, „Sakramenti,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp; „Always Remember Him [Hafa hann ávallt í huga]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

Jóhannes 13:1–17

Frelsarinn er fyrirmynd okkar um að þjóna öðrum af auðmýkt.

Á tíma Jesú var það verk þjónsins að lauga fætur annarra, ekki leiðtogans. Jesús vildi þó að lærisveinar hans hugsuðu öðruvísi um hvað í því fólst að leiða og þjóna. Hvaða boðskap finnið þið í orðum og verkum frelsarans í Jóhannes 13:1–17? Í ykkar menningu er ekki víst að hefðbundið sé að þjóna öðrum með því að lauga fætur þeirra. Hugleiðið þó hvað þið gætuð gert til að fylgja fordæmi frelsarans um auðmjúka þjónustu.

Það gæti líka verið áhugavert að gæta að því sem Jesús vissi og skynjaði á hinum helga tíma með postulum sínum (sjá vers 1 og 3). Hvaða skilning vekur þetta hjá ykkur um frelsarann?

Sjá einnig Lúkas 22:24–27.

Jóhannes 13:34–35

Elska mín til annarra sýnir að ég er sannur lærisveinn Jesú Krists.

Áður hafði Jesús gefið boðorð um að „elska náunga [sinn] eins og sjálfan [sig] (Matteus 22:39). Nú gaf hann „nýtt boðorð.“ Hvað finnst ykkur felast í því að elska aðra eins og Jesús elskar ykkur? (sjá Jóhannes 13:34).

Þið gætuð líka íhugað hvernig aðrir vita að þið eruð lærisveinar Jesú Krists. Hvernig getið þið verið viss um að elska sé helsti kristilegi eiginleiki ykkar?

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Matteus 26:26–29; Markús 14:22–25.Hvernig er upplifun fjölskyldunnar af sakramentinu í hverri viku? Að lesa um fyrsta sakramentið gæti hvatt til umræðu um mikilvægi sakramentisins og hvernig bæta mætti upplifun okkar af því. Íhugið að sýna myndina Útdeiling sakramentisins (Trúarmyndabók, nr. 108) og miðla hugmyndum um hvað þið getið gert fyrir og eftir sakramentið og meðan á því stendur.

Ljósmynd
kona meðtekur sakramentið

Sakramentið hjálpar okkur að minnast Jesú Krists.

Matteus 26:30.Íhugið að syngja sálm, eins og Jesús og postular hans gerðu – mögulega sakramentissálm. Á hvaða hátt gæti það hafa verið Jesú og postulum hans blessunarríkt að syngja sálm við þetta tækifæri? Hvernig eru sálmar okkur blessunarríkir?

Jóhannes 13:1–17.Þið gætuð viljað sýna fjölskyldu ykkar myndina aftast í þessum lexíudrögum er þið lesið þessi vers. Hvaða sannleika kenndi frelsarinn með gjörðum sínum? Hvað á myndinni hjálpar ykkur að skilja þennan sannleika? Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir sagt frá því hvernig það hefur fært þeim hamingju að lifa eftir þessum sannleika (sjá Jóhannes 13:17).

Jóhannes 13:34–35.Þegar þið lesið þessi vers, gætuð þið rætt saman um það hvernig aðrir vita að þið eruð lærisveinar Jesú Krists. Á hvaða hátt vill frelsarinn að lærisveinar hans séu þekktir? Þið gætuð beðið fjölskyldumeðlimi að ræða um fólk sem með elsku sinni hefur sýnt að það er sannir lærisveinar Jesú Krists. Þið gætuð líka rætt hvernig þið getið sýnt meiri elsku sem fjölskylda.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Elskið hver annan,“ Barnasöngbókin, 117.

Bæta persónulegt nám

Ígrundið. Í ritningunum eru andlegar merkingar sem gætu farið framhjá okkur, ef við lesum of lauslega, eins og við værum að lesa annað efni. Flýtið ykkur ekki að klára kapítula. Gefið ykkur nægan tíma til að íhuga vandlega það sem þið lesið.

Ljósmynd
Jesús laugar fætur lærisveinanna

Mestur í ríki þínu, eftir J. Kirk Richards