Kom, fylg mér
15.–21. júní. Alma 13–16: „[Gangið] inn til hvíldar Drottins“


„15.–21. júní. Alma 13–16: ,[Gangið] inn til hvíldar Drottins,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„15.–21. júní. Alma 13–16,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Alma og Amúlek ganga út úr varðhaldi

Teikning af Alma og Amúlek bjargað úr varðhaldi, eftir Andrew Bosley

15.–21. júní

Alma 13–16

„[Gangið] inn til hvíldar Drottins“

Innblásturinn er dýrmætur sem þið hljótið við ígrundun ritninganna. Þið getið sýnt að hann er ykkur dýrmætur með því að skrá hann og bregðast við honum.

Skráið hughrif ykkar

Lífið hafði á margan hátt leikið við Amúlek og Seesrom í Ammóníaborg. Amúlek var „maður í dágóðu áliti,“ átti „marga frændur og vini“ og „mikil auðæfi“ (Alma 10:4). Seesrom var „einn hinna færustu“ meðal lögfræðinga og stóð í „miklum viðskiptum“ (Alma 10:31). Alma kom síðan til Ammóníaborgar með guðlegt boð um að iðrast og „[ganga] inn til hvíldar Drottins“ (Alma 13:16). Það krafðist fórnar af hendi Amúleks, Seesroms og annara, að taka á móti þessu boði og jafnvel óbærilegs andstreymis.

Auðvitað lýkur sögunni þó ekki hér. Í Alma 13–16 komust við að því hvers þeir geta vænst sem trúa á „ kraft Jesú Krists til sáluhjálpar“ (Alma 15:6). Stundum er það björgun, stundum lækning – og stundum verður lífið ekkert bærilegra. „Drottinn tekur [þó alltaf fólk sitt] til sín í dýrð“ (Alma 14:11). Drottinn „[veitir] kraft í samræmi við trú [okkar] á Krist“ (Alma 14:28). „Trú á Drottin“ veitir okkur alltaf „von um að hljóta eilíft líf“ (Alma 13:29). Þegar þið lesið þessa kapítula, getið þið látið hughreystast af þessum loforðum og skilið betur hvað Alma átti við með orðunum „hvíld Drottins.“

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Alma 13:1–19

Helgiathafnir prestdæmisins gera mér kleift að endurleysast fyrir tilverknað Jesú Krists.

Þið munið ef til vill eftir að í Alma 12 er kennsla Alma um endurlausnaráætlun Guðs (sjá Alma 12:24–27). Í kapítula 13 greindi hann frá prestunum sem Guð vígði „til að kenna fólkinu þessa hluti“ (Alma 13:1). Orð Alma opinbera margan áhrifamikinn sannleika um prestdæmið. Þið gætuð ef til vill auðkennt a.m.k. einn sannleika í hverju versi í Alma 13:1–9. Hér eru nokkur dæmi til að byrja með:

Vers 1.Prestdæmið er líka kallað „[regla] Guðssonarins (sjá einnig Kenning og sáttmálar 107:1–4).

Vers 2.Guð vígir presta til að gera fólki kleift að horfa til sonar síns eftir endurlausn.

Vers 3.Prestdæmisleiðtogar voru undirbúnir fyrir ábyrgð sína „frá grundvöllun veraldar.“

Hvað fleira getið þið fundið? Hvað finnst ykkur um prestdæmið þegar þið hugleiðið þennan sannleika? Hvernig hafa helgiathafnir prestdæmisins gert ykkur kleift að horfa til Krists eftir endurlausn?

Áhugavert er að taka eftir að margir sem bjuggu í Ammóníaborg voru fylgjendur Nehors (sjá Alma 14:18; 15:15). Hvernig voru prestar Nehorsreglu (sjá Alma 1:3–6) öðruvísi en prestarnir sem voru vígðir „reglu Guðssonarins“ (Kenning og sáttmálar 107:3), sem Alma greindi frá? (sjá Alma 13:1–19).

Sjá einnig Dale G. Renlund, „Prestdæmið og friðþægingarkraftur frelsarans,“ aðalráðstefna, október 2017.

Ljósmynd
Piltar við sakramentisborðið

Helgiathafnir prestdæmisins gera okkur kleift að horfa til Jesú Krists eftir endurlausn.

Alma 13:3

Eru prestdæmishafar þeir einu sem eru „ kallaðir og undirbúnir frá grundvöllun veraldar“?

Kenningar Alma í Alma 13:3 eiga sérstaklega við um prestdæmishafa. Reglan sem hann kenndi – um að einstaklingar hafi verkefni og væru undirbúnir fyrir þau „frá grundvöllun veraldar,“ – á þó við um okkur öll. Spencer W. Kimball forseti sagði: „Í heiminum áður en við komum hingað, var trúföstum konum veitt ákveðin verkefni, en trúfastir karlar voru forvígðir til ákveðinna verkefna prestdæmisins. Þótt við munum ekki núna eftir einstökum atriðum, breytir það engu um hinn dýrðlega veruleika þess sem við eitt sinn gengumst við“ (Teachings of Presidents of the Church: Spencer W. Kimball [2006], 215–16; sjá einnig Kenning og sáttmálar 138:55–56).

Alma 14

Stundum leyfir Guð að hinir réttlátu líði þjáningar.

Í Alma 14 er sagt frá réttlátu fólki sem þjáðist og lét jafnvel lífið sökum trúar sinnar. Þið gætuð velt fyrir ykkur, eins og margir gera, afhverju hræðilegir hlutir gerist fyrir fólk sem reynir að lifa réttlátlega. Ekki er víst að þið finnið öll svörin við þessari erfiðu spurning í Alma 14, en margt er þó hægt að læra af því hvernig Alma og Amúlek brugðust við aðstæðunum sem þeir stóðu frammi fyrir. Hvað kenna orð og breytni þeirra ykkur um ástæðu þess að Drottinn leyfir stundum að hinir réttlátu þjáist. Hvað lærið þið af þeim um að takast á við ofsóknir?

Sjá einnig Matteus 5:43–44; Markús 14:55–65; Rómverjabréfið 8:35–39; 1. Pétursbréfið 4:12–14; Kenning og sáttmálar 122:5–9.

Alma 15:16, 18

Lærisveinshlutverkið krefst fórnar.

Áhugavert gæti verið að búa til lista yfir það sem Amúlek gaf upp á bátinn til að taka á móti fagnaðarerindinu (sjá Alma 10:4–5; 15:16) og bera það saman við allt það sem honum hlotnaðist (sjá Alma 15:18; 16:13–15; 34:8). Hverju eruð þið fús til að fórna til að verða trúfastari lærisveinar?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Alma 13

Fjölskylda ykkar gæti haft gagn af því að staldra við í hvert sinn sem orðið „hvíld“ kemur fyrir í Alma 13. Hvaða önnur orð og hugmyndir koma fyrir í tengslum við það? Hvernig hjálpar þetta okkur að skilja merkingu „hvíldar Drottins“? Hvernig er hún öðruvísi líkamlegri hvíld?

Alma 13:10–12

Ef til vill gætuð þið þvegið eitthvað saman sem fjölskylda – eins og hvítt klæði – til sjónræns skilning á kennslu þessara versa. Hvernig líður okkur þegar við erum óhrein? Hvernig líður okkur þegar við erum aftur hrein? Hvernig eru þessar tilfinningar líkar þeim sem við upplifum þegar við syndgum og síðan iðrumst og verðum hrein fyrir friðþægingu frelsarans?

Alma 15:1–12

Hvað lærum við af reynslu Seesroms um mátt Drottins til að styrkja og lækna okkur, jafnvel þegar okkur verður á? Hvert getur hlutverk prestdæmisins verið við að hljóta styrk og lækningu hans?

Alma 16:1–10

Eftir lestur þessara versa, gætuð þið lesið Alma 9:4. Hvað lærum við með því að bera saman viðhorf Sórams og íbúa Ammoníaborgar til orða spámannsins? Hvað gerum við til að vera trúföst orðum lifandi spámanns okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Verið ætíð viðbúin. Stundir til kennslu koma og fara hratt, grípið því tækifærið þegar þær veitast. Einhver hörmung í heiminum gæti t.d. veitt tækifæri til að miðla reglum úr Alma 14 um ástæðu þess að Drottinn leyfir stundum að hinir saklausu þjáist. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 16.)

Ljósmynd
Alma og Amúlek í fangelsi

Alma og Amúlek í fangelsi, eftir Gary L. Kapp