Kom, fylg mér
27. apríl – 3. maí. Mósía 7–10: „Með Drottins styrk“


„27. apríl – 3. maí. Mósía 7–10: ,Með Drottins styrk,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„27. apríl – 3. maí. Mósía 7–10,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Ammon kennir Limí konungi

Minerva K. Teichert (1888-1976), Ammon frammi fyrir Limí konungi, 1949-1951, olía á masonítplötu, 35 15/16 x 48 tommur. Listasafn Brigham Young háskóla, 1969.

27. apríl – 3. maí

Mósía 7–10

„Með Drottins styrk“

Við lesturinn gæti andinn vakið athygli ykkar á ákveðnum orðtökum eða setningum. Skráið hvernig ykkur finnst þau orð eiga við ykkur.

Skráið hughrif ykkar

Meðan fólk Mósía konungs hafði „óslitið notið friðar“ í Sarahemla (Mósía 7:1), tók það að hugsa um annan hóp Nefíta, sem fyrir mörgum árum hafði farið í burtu til dvalar í Lehí-Nefílandi. Kynslóðir höfðu liðið og fólk Mósía hafði ekkert frá þeim heyrt. Mósía bað því Ammon að vera í forsvari hóps til að leita uppi Nefítana sem farið höfðu. Leitarhópurinn uppgötvaði að Nefítarnir væru í ánauð Lamanítanna, „vegna misgjörða“ (Mósía 7:24). Koma Ammons og bræðra hans veitti þó nýja von um björgun.

Stundum erum við þjökuð af synd, líkt og þessir nefísku þrælar, og veltum fyrir okkur hvort við munum nokkurn tíma finna frið aftur. Stundum erum við eins og Ammon, finnum hvatningu til að liðsinna öðrum og komumst svo að því að viðleitni okkar hefur innblásið þá til að „[Lyfta höfði, fagna og treysta Guði]“ (Mósía 7:19). Burt séð frá aðstæðum okkar, þá þurfum við öll að iðrast og „[snúa] til Drottins með einlægum ásetningi“ og trúa að „[hann muni leysa okkur]“ (Mósía 7:33).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Mósía 7:14–33

Ef ég sný mér til Drottins, treysti og þjóna honum, mun hann leysa mig.

Vonarneisti vaknaði hjá Limí konungi þegar hann hitti Ammon, sem var Nefíti frá Sarahemla, og hann vildi vekja fólki sínu þessa sömu von. Þegar þið lesið Mósía 7:14–33, gætið þá að því sem Limí sagði við fólk sitt, til að hvetja það, efla því trú og vekja því von um að Guð kæmi því til hjálpar. Hvernig geta þessi orð hjálpað ykkur að snúa til Drottins, jafnvel þótt þið séuð ekki sek um sömu syndir og fólk Limís? Þið sjáið t.d. að Limí áminnti fólk sitt um frásagnir fortíðar um björgun Guðs (sjá vers 18–20). Hvernig hjálpa þessar frásagnir, sem og aðrar frásagnir ritninganna eða persónulegar upplifanir, ykkur að treysta Guði?

Mósía 8:5–12

Hverjar voru töflurnar 24 sem fólk Limís fann?

Þegar fámennur hópur fólks Limís leitaði án árangurs að Sarahemlalandi, fann hann 24 gulltöflur áletraðar ókunnugu tungumáli. Þessar töflur, sem Mósía konungur þýddi að endingu, geymdu frásögn af fólki sem kallaðist Jaredítar, er kom til fyrirheitna landsins frá Babelsturninum og var að endingu tortímt (sjá Mósía 28:11–19). Moróní gerði síðar útdrátt af þessum töflum (sjá Eter 1:1–2), sem varð Bók Eters. Gætið að áhrifum þessara heimilda á fólk Mósía í Mósía 28:18.

Mósía 8:12–19

Drottinn sér mannkyni fyrir spámönnum, sjáendum og opinberurum því til farsældar.

Þegar Limí hlýddi á vitnisburð Ammons um að Drottinn hefði vakið upp sjáanda, þá „gladdist [Limí] ákaft [og] færði Guði þakkir“ (Mósía 8:19). Afhverju haldið þið að honum hafi liðið þannig? Hvað lærið þið af orðum Ammons um sjáendur í Mósía 8:13–19? Á okkar tíma eru „Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin studd sem spámenn, sjáendur og opinberarar“ (Leiðarvísir að ritningunum, „Sjáandi“). Hvenær ígrunduðu þið síðast blessun þess að hafa spámenn, sjáendur og opinberara á jörðu? Ef til vill gætuð þið skráð hvernig spámenn, sjáendur og opinberarar hafa komið ykkur „að miklu liði“ Mósía 8:18).

Spámaðurinn Joseph Smith er hinn mikli sjáandi og höfuð okkar ráðstöfunar (sjá K&S 21:1; 124:125; Joseph Smith – Saga 1:62). Hvernig var hann fyrirmynd lýsingar Ammons um sjáanda í þjónustu sinni?

Mósía 9–10

Ég get tekist á við áskoranir mínar „með Drottins styrk.“

Seniff viðurkenndi að sér hefði orðið á. Stundum var hann ofurkappsamur og hafði komið fólki sínu – forfeðrum fólks Limís – í erfiðar aðstæður, með því að gera illa ígrundaðan samning við Laman konung. Þegar hann síðar fór til orrustu við Lamanítana, hjálpaði hann fólki sínu að takast á við áskoranir sínar í trú. Þegar þið lesið Mósía 9–10, gætið þá að því sem fólk Seniffs gerði til að sýna trú. Hvernig styrkti Guð fólkið? Hver finnst ykkur vera merking þess að sækja fram „með Drottins styrk“? (Mósía 9:17; 10:10–11).

Mósía 10:11–17

Ákvarðanir mínar geta haft áhrif á kynslóðir.

Hvernig varð breytni og viðhorf forfeðra Lamanítanna til þess Lamanítarnir þekktu ekki sannleikann, samkvæmt Mósía 10:11–17? Hvernig höfðu ákvarðanir forfeðra Lamanítanna áhrif á komandi kynslóðir? Hugleiðið hverjir gætu orðið fyrir áhrifum trúar ykkar og ákvarðana; hvað gerið þið til að stuðla að aukinni trú þeirra á Krist?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

Mósía 7:19–20

Gætið að þeim fyrirmyndum sem Limí greindi frá til að hvetja fólk sitt til trúar. Hvaða fyrirmyndir í ritningunum hvetja okkur til að „[treysta] Guði“? Hver er merking þess að setja traust sitt á Guð (sjá einnig Mósía 9:17; 10:19). Hvaða sögur úr okkar lífi eða áa okkar getum við miðlað sem hvetja til aukins trausts á Guði?

Mósía 7:26–27

Hvað lærum við af þessum versum um frelsarann? (sjá einnig Kenning og sáttmálar 130: 22). Afhverju erum við þakklát fyrir að vita þessa hluti?

Mósía 8:13–18

Þið gætuð ef til vill sýnt fjölskyldumeðlimum myndir af tækjum sem gera okkur kleift að sjá það sem við annars fengjum ekki séð, t.d. sjónauka eða smásjá, til að auðvelda þeim að skilja hvað sjáandi er. Hvernig eru þessi tæki eins og sjáandi? (sjá HDP Móse 6:35–36). Hvað sjá sjáendur sem við fáum ekki séð? Hvaða vísbendingar höfum við um að Joseph Smith var sjáandi?

Þið gætuð sýnt fjölskyldu ykkar myndir af okkar lifandi spámönnum, sjáendum og opinberurum og spurt hvað þau viti um þá. Hvernig erum við að fylgja þeim?

Mósía 9:14–18; 10:1–10

Þegar Lamanítarnir gerðu árás, var fólk Seniffs líkamlega og andlega viðbúið. Hvað getum við lært af Seniff og fólki hans um að búa okkur undir áskoranir?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Leitið eigin andlegs skilnings. Í þessum lexíudrögum eru tillögur um vers og reglur sem læra má, en látið það ekki trufla frekara nám. Vers eða reglur sem eru ekki tilgreind hér, gætu vakið áhuga ykkar. Látið andann leiða ykkur.

Ljósmynd
Joseph Smith með Moróní

Sýn veitist Joseph Smith, eftir Clark Kelley Price