Kom, fylg mér 2024
Viðauki D: Fyrir Aronsprestdæmissveitir og námsbekki Stúlknafélagsins – Fundardagskrá


„Viðauki D: Fyrir Aronsprestdæmissveitir og námsbekki Stúlknafélagsins – Fundardagskrá“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„Viðauki D,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024

Viðauki D

Fyrir Aronsprestdæmissveitir og námsbekki Stúlknafélagsins – Fundardagskrá

Dagsetning fundar:

Stjórnun (meðlimur forsætisráðs bekkjar eða sveitar):

Opnun

Sálmur (valkvætt):

Bæn:

Þyljið saman þema Stúlknafélagsins eða Aronsprestdæmissveitar.

Sameiginlegar umræður

Einstaklingurinn sem stjórnar leiðir umræðurnar og námsbekkurinn eða sveitin gefur sér 5 til 10 mínútur til að ræða saman um ábyrgðarskyldur sínar í starfi sáluhjálpar og upphafningar. Þetta er tækifæri fyrir bekkjar- eða sveitarforsætisráðið til að fylgja eftir atriðum sem rædd eru á forsætisráðsfundi eða ungmennaráðsfundi deildar.

Sá einstaklingur sem stjórnar gæti líka notað eina eða fleiri þessara spurninga:

Lifa eftir fagnaðarerindinu

  • Hvaða nýlegar upplifanir hafa styrkt vitnisburð ykkar um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans?

  • Hvað erum við að gera til að auka nálægð við frelsarann? Hvernig reynum við að verða líkari honum?

  • Hvernig höfum við fundið leiðsögn Drottins í lífi okkar?

Annast hina þurfandi

  • Hverjum höfum við hlotið leiðsögn um að hjálpa eða þjóna? Hvaða verkefni höfum við hlotið frá biskupsráði til að hjálpa einhverjum í neyð?

  • Hvernig getum við stutt hvert annað í því sem við erum að ganga í gegnum?

  • Hefur einhver nýlega flutt í deildina okkar eða gengið í kirkjuna? Hvernig getum við hjálpað þeim að finna sig velkomin?

Bjóða öllum að taka á móti fagnaðarerindinu

  • Hvað getum við gert til að hjálpa öðrum að skynja elsku Guðs?

  • Hvaða viðburðir eru fram undan sem við getum boðið vinum okkar að taka þátt í?

  • Hvaða áform um að miðla fagnaðarerindinu hafa verið rædd á ungmennaráðsfundum deildarinnar? Hvernig getur námsbekkur okkar eða sveit tekið þátt?

Sameina fjölskyldur um eilífð

  • Hvernig getum við tengst betur fjölskyldumeðlimum, þar á meðal öfum og ömmum og frændum og frænkum?

  • Hvað erum við að gera til að finna nöfn þeirra áa okkar sem þurfa musterishelgiathafnir? Hvað getum við gert til að hjálpa öðrum að finna nöfn áa sinna?

  • Hvernig getum við tekið meiri þátt í musterisstarfi – hvert fyrir sig og sem námsbekkur eða sveit?

Læra saman

Fullorðinn leiðtogi eða meðlimur sveitarinnar eða námsbekkjarins leiðir kennslu um umræðuefni þessarar viku í Kom, fylg mér. Hann eða hún notar námstillögurnar í Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju. Námstillögurnar með þessu tákni eru samræmdar trúarskóla yngri deildar og eiga einkum við um ungmenni. Þó má nota hvaða námstillögur sem er. Þessi hluti fundarins tekur yfirleitt um 35 til 40 mínútur.

Lokun

Einstaklingurinn sem stjórnar fundinum:

  • Gefur vitnisburð um kenndar reglur.

  • Ræðir hvernig námsbekkurinn eða sveitin mun tileinka sér námsefnið – sem hópur eða einstaklingsbundið.

Bæn: