2023
Það sem þið þurfið að vita um að þjóna sem eldri trúboðar í þjónustutrúboði
Október 2023


Æðri trúboðsþjónusta

Það sem þið þurfið að vita um að þjóna sem eldri trúboðar í þjónustutrúboði

Veljið þjónustutrúboð fyrir eldri trúboða eða hannið ykkar eigið þjónustutrúboð

Í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu höfum við trú á þjónustuiðkun. Sem eldri trúboðar, getið þið valið að þjóna um allan heim, en margir trúboðar munu þjóna á meðan þeir búa heima. Í sumum tilfellum getur verið árangursríkara að þjóna í heimalandi ykkar eða á heimasvæði ykkar.

Um 27.000 eldri þjónustutrúboðar kirkjunnar aðstoða við kirkjusamskipti, á trúboðsskrifstofum, í dreifingarstöðvum, FamilySearch miðstöðum og bókasöfnum, við sjálfsbjargaráætlanir, BYU-Pathway Worldwide, á atvinnumiðlunum og á mörgum öðrum stöðum. Þið gætuð líka unnið við sérsniðið trúboð, byggt á eigin færni og áhugamálum.

Kirkjan er að setja af stað nýtt alþjóðlegt trúboðsstjórnunarkerfi til að hjálpa eldra fólki að finna eða skapa tækifæri fyrir þjónustutrúboð. Undir stjórn öldungs Robert Gale og systur Leslie Gale, eru samræmingarstjórar svæðis kallaðir um allan heim til að hjálpa ykkur að finna út hvaða trúboð gæti hentað ykkur best.

Ef þið getið þjónað erlendis sem fastatrúboðar, þá eru tækifærin mörg og þarfirnar miklar. Ef þið glímið við heilsufarsvanda, hafið fjölskylduþarfir eða aðrar áhyggjur gæti þjónustutrúboð verið rétta leiðin fyrir ykkur. Ef þið hafið sérstaka hæfileika fram að bjóða, gæti besti kosturinn verið að vinna með svæðisstjóra ykkar við að setja saman trúboð bara fyrir ykkur.

Þjónustutrúboðar þjóna átta til 40 klukkustundir á viku í sex mánuði til tvö ár. Trúboðar geta verið giftir eða einhleypir. Þeir gætu ekið nokkra kílómetra að þjónustustað sínum eða setið fyrir framan heimilistölvuna sína og unnið að verkefnum sínum.

Öldungur Peter Kopp og systir Beatrice Kopp störfuðu sem þjónustutrúboðar við velferðar- og sjálfsbjargarverkefni nálægt heimili sínu í Sviss eftir að hafa þjónað sem fastatrúboðar. Á þessum tíma öðluðust þau staðfastan vitnisburð um verkefni kirkjunnar varðandi sjálfsbjargarviðleitni. Þau sögðu um þjónustuverkefnið sitt: „Þar sem við þekktum næstum alla stikuleiðtogana sem við vorum kölluð til að starfa með, höfðum við greiðan aðgang að þeim öllum. Þeir ljáðu okkur eyra og skynjuðu eftirvæntingu okkar varðandi þennan hluta verksins.“

Sem hæfur meðferðarráðgjafi, fékk öldungur Robert Durkin sérsniðið verkefni. Hann var kallaður sem umsjónarmaður til að meta væntanleg trúboðsverkefni. Hann samræmdi líka alla umsjónarmenn bataáætlunar ávanafíknar víða um Evrópu Á svæðum þar sem verið er að nota bataáætlun ávanafíknar. Hann þjálfaði umsjónamennina og sá til þess að skrár væru uppfærðar.

Hann og eiginkona hans þjónuðu í fastatrúboði við trúboðsskólann í Chorley þar sem hann var í forsætisráði skólans. Eftir andlát hennar ákvað hann að þjóna í öðru trúboði. Hann vildi þjóna og búa í Þýskalandi, svo hann hugðist flytja frá Bretlandi til Frankfurt, þar sem hann hefði greitt eigin útgjöld sem þjónustutrúboði, fremur en að borga mánaðarleg trúboðsgjöld. Vegna Kóvid dvaldi hann í Bretlandi og lauk verkefni sínu frá eigin heimili. Hann segist hafa getað gert allt sem hann þurfti að gera á meðan hann bjó heima. Hann hvetur aðra til að þjóna í trúboði. Hann segir: „Ekki missa af tækifærinu. Trúboð er frábær leið til að komast nær Drottni.“

Ef þið hafið reynslu af staðbundnum stjórnmálum, gætuð þið þjónað í trúboði sem álitsleiðtogar til að stuðla að útbreiðslu kirkjunnar og hjálpa við að byggja upp sambönd í samfélaginu. Ef þið hafið unun af skriftum, gætuð þið þjónað í trúboði við að skrifa greinar, ná til fjölmiðla í heimabyggð og birta greinar á samfélagsmiðlum. Ef þið eruð virk í þjónustusamfélaginu, gætuð þið hjálpað við að þróa JustServe tækifæri til að birta á vefsíðunni á ykkar svæði. Þið gætuð jafnvel kennt BYU Pathway Worldwide í Afríku á meðan þið búið heima í Evrópu.

Farið í nýju þjónustugáttina á vefsíðu kirkjunnar undir „Serve [Þjóna],“ „Volunteer & Serve [Sjálfboðaliði og þjónusta],“ „Senior Service Missionary [Eldri þjónustutrúboði]“ og veljið síðan „Search Opportunities [Leita tækifæra]“ eða smellið á þennan hlekk þjónustutrúboð eldra fólks til að skoða valkosti í þjónustutrúboði. Þið getið líka rætt við stiku- eða trúboðsforseta ykkar um það hvernig þið gætuð þjónað. Þegar svæðisstjórar eru kallaðir, getið þið rætt við þá um tækifæri og þeir munu hjálpa ykkur að ákveða trúboð eða aðstoða ykkur við að búa til ykkar eigið trúboð.