2020
Nota sjálfsbjörg í hirðisþjónustu
Ágúst 2020


„Ministering through Self-Reliance [Nota sjálfsbjörg í hirðisþjónustu],“ Liahona, ágúst 2020

Ljósmynd
þjónusta

Reglur hirðisþjónustu, ágúst 2020

Nota sjálfsbjörg í hirðisþjónustu

Að hjálpa öðrum til sjálfsbjargar, er að annast og þjóna að hætti Drottins.

Margir meðal fjölskyldu okkar, vina og nágranna hafa áhuga á að verða meira sjálfbjarga. Með því að nota sjálfsbjargarnámskeið kirkjunnar, eru meðlimir hennar að finna tækifæri til að þjóna, gefa af sér og veita hirðisþjónustu, er þeir blessa aðra með kenningum sem færa „meiri von, frið og framför.“1

„Ég var komin heim“

Eftir Chrissy Kepler, Arisóna, Bandaríkjunum

Ég átti í fjárhagsvanda eftir skilnað og reyndi að finna leiðina aftur inn á vinnumarkaðinn, eftir að hafa verið heimavinnandi húsmóðir í átta ár. Ég átt einnig í andlegu stríði, leitandi sannleikans og trúar, þó að ég hefði ekki stigið fæti inn í samkomuhús frá því að ég var unglingur.

Einn sunnudag var ég að vinna í þvottinum heima hjá elstu systur minni, Pricillu, sem var starfandi meðlimur kirkjunnar. Þegar ég var þar, bauð Pricilla systir mín mér að koma í kirkju með fjölskyldu hennar – fyrsta boðið sem ég hafði fengið í 15 ár.

Ég var hikandi í fyrstu, en kvöldið áður hafði ég beðið Guð að sýna mér hvernig ég gæti nálgast hann betur. Eftir að ég fann hnippt í mig innvortis, ákvað ég: „Af hverju ekki að fara og hlusta og sjá sjálf, sem fullorðinn einstaklingur, með eigin hjarta og augum?“

Á meðan við vorum á sakramentissamkomunni tók ég eftir auglýsingu í fréttablaði sunnudagsins, þar sem auglýst var sjálfsbjargarnámskeið um fjárhagslegt sjálfstæði. Ég var ekki tilbúin að snúa aftur til kirkjunnar, en þetta 12 vikna námskeið vakti áhuga minn. Ég skráði mig á námskeiðið eftir að systir mín og mágur hvöttu mig til þess og átti von á að læra um gerð fjárhagsáætlunar og niðurgreiðslu skulda. Námskeiðið umbreytti mér hins vegar andlega.

Ég var fyrst undrandi yfir þeim andlega boðskap sem var fluttur fyrstu tvær vikurnar, en í þriðja hlutanum fylltist ég fullvissu um að ég væri komin heim og væri að heyra nýjan en kunnuglegan sannleika. Ég yfirgaf námskeiðið og keyrði beint til að hitta Pricillu. Tárvot spurði ég hana: „Hvernig get ég upplifað meira af þessari tilfinningu í lífi mínu?“ Hún sá til þess að trúboðarnir hófu að kenna mér.

Félagar mínir af námskeiðinu komu í kennslustundirnar með trúboðunum og studdu mig. Þeir höfðu varanleg áhrif á mig andlega og hjálpuðu mér að öðlast vitnisburð um fagnaðarerindið og nútíma spámenn.

Á þeim tíma sem það tók mig að ljúka námskeiðinu, tók ég miklum veraldlegum og tilfinningalegum breytingum. Ég hóf nýjan starfsferil hjá góðu fyrirtæki og greiddi upp nokkur lán.

Hinar innilegu, ljúfu blessanir sem hlutust frá námskeiðinu voru meðal annars yndisleg vinátta, það að efla jákvætt samand við hvetjandi biskup, öðlast vitnisburð um tíund, hljóta musterismeðmæli mín, musterisgjöf og sjá elstu tvö börnin mín skírast.

Leið mín til sjálfsbjargar er smám saman að skýrast, en það sem eftir er ferðarinnar mun ég varðveita lærðar lexíur og áunna vináttu.

„Ég yfirgaf hvert námskeið, uppfull elsku“

Þegar Katie Funk heimsótti Musteristorgið í Salt Lake City, Utah, með 10 ára syni sínum Vincent, í desember 2016, áleit hún sig vera „þægilega efasemdamanneskju.“ Hún yfirgaf kirkjuna 16 ára gömul, varð einstæð móðir 17 ára, byrjaði að fá sér húðflúr og vandist kaffidrykkju. Þegar þau heimsóttu hins vegar Musteristorgið, skynjaði Vincent heilagan anda og bað móður sína um leyfi til að fá trúboðslexíurnar.

Þrátt fyrir tvö störf, 80 tíma vinnuviku, þá lærði Katie fagnaðarerindið með Vincent og las sér til um svör við spurningum hans, á milli heimsókna trúboðanna. Sumarið 2017 hóf hún að mæta á kirkjusamkomur, þar sem hún lærði um sjálfbjargarnámskeið kirkjunnar.

„Ég gerði mér grein fyrir því að þetta væri eitthvað sem gæti hjálpað mér,“ sagði hún. „Kannski þyrfti ég ekki að vera í tveimur störfum eða treysta á foreldra mína það sem eftir lifði.“

Katie sagði námskeiðið vera „einstaklega styrkjandi veraldlega og andlega,“ ekki bara vegna þess sem hún lærði þar, heldur einnig vegna þess hvernig sjálfbjargarhópurinn tók henni og þjónaði henni.

Heimild

  1. „Message from the First Presidency,“ í Personal Finances for Self-Reliance (2016), i.