2020
Nota kirkjuviðburði til hirðisþjónustu
Júlí 2020


„Nota kirkjuviðburði til hirðisþjónustu,“ Líahóna, júlí 2020

Ljósmynd
hirðisþjónusta

Ljósmynd af piltum að tjalda, eftir Bud Corkin; ljósmynd af stúlkum leggja á borð, eftir Sherie Price McFarland; bakgrunnur frá Getty Images

Reglur hirðisþjónustu, júlí 2020

Nota kirkjuviðburði til hirðisþjónustu

Athugasemd ritstjóra: Þessi grein var skrifuð fyrir KÓVÍD-19 faraldurinn. Sumar neðangreindra tillagna munu ekki eiga við þar sem félagsleg fjarlægð er viðhöfð, en verða í fullu gildi þegar kirkjusamkomur og viðburðir hefst að nýju. Ef þörf er á, aðlagið þá þessar tillögur að gildandi tilmælum kirkju og stjórnvalda.

Ein leið fyrir okkur til að þjóna deildarmeðlimum okkar, samferðafólki og vinum, er að nota kirkjuviðburði til þess. Hvort sem þið ráðgerið að hafa viðburð sem tekur mið af þörfum eða áhugamálum fólks sem þið þjónið eða bjóðið því að taka þátt í viðburði eða þjónustuverkefni í þágu annarra, geta deild og stika, og jafnvel fjölstikur, boðið upp á innihaldsríkt og skemmtilegt starf til að stuðla að samheldni og styrkja meðlimi.

Kirkjuviðburðir geta líka veitt mörg tækifæri til hirðisþjónustu. Kirkjuviðburðir geta t.d. veitt tækifæri til þátttöku í þjónustuverkefnum öðrum til blessunar og stuðlað að jákvæðum samböndum í samfélaginu. Kirkjuviðburðir geta líka gert okkur kleift að ná til lítt virkra meðlima kirkjunnar og vina sem eru annarrar trúar eða vina sem tengjast engum trúarbrögðum.

Séu margir hafðir með í kirkjuviðburðum, gerir það Drottni kleift að blessa og styrkja deildir okkar og greinar og samfélagið nær og fjær.

Stuðla að jákvæðum samböndum

Vetur var að ganga í garð og David Dickson vissi ekki hvernig hann gat haldið hlýju á fjölskyldu sinni.

David, eiginkona hans og tvær dætur voru nýflutt til dreifbýlisborgarinnar Fredonia í Arisóna, Bandaríkjunum, sem var umlukin eyðimörk með tignarlegum rauðum klettum, malurtum og sígrænum plöntum.

Húsið sem Dickson-fjölskyldan hafði leigt hafði viðareldavél sem aðalhitagjafa. David lærðist fljótt að eldiviðarsöfnun var nauðsynleg kunnátta, því veturnir í Fredonia eru snjómiklir og kaldir.

„Ég hafði engan eldivið eða keðjusög og vissi ekki hvernig nota átti eina slíka!“ sagði David. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að taka til bragðs.“

Einhverjir deildarmeðlimir spurði David hvort hann og fjölskylda hans hefðu nægan eldivið fyrir veturinn. „Það rann fljótt upp fyrir þeim að svo var ekki,“ sagði David. „Öldungasveitin brást skjótt við og bauð fram hjálp við að safna eldiviði. Af innilegu þakklæti, þáði ég boðið.“

David komst brátt að því að þessi góða eldiviðarferð var dæmigerð fyrir marga vel skipulagða og vel sótta deildarviðburði. Laugardagsmorgun einn, héldu David, öldungasveitin og fleiri deildarmeðlimir upp í fjöll í röð pallbíla og tengivagna.

„Á einum eftirmiðdegi, þökk sé verkfærum þeirra og kunnáttu, sáu deildarmeðlimir fjölskyldu minni fyrir eldiviðarstafla sem dugði okkur vel í tvo vetur,“ sagði David. „Mikilvægara var þó, að mér var kennt allt sem ég þurfti að vita til að ná mér sjálfur í eldivið. Þegar ég fór frá Fredonia, hafði ég lært að nota keðjusög og tekið þátt í fleiri viðburðum til söfnunar eldiviðs en ég hef tölu á.“

Slíkir deildarviðburðir stuðla ekki aðeins að jákvæðum samböndum meðal meðlima kirkjunnar, heldur líka að jákvæðum samböndum við alla í samfélaginu.

„Ég man eftir konu einni, sem ekki var meðlimur kirkjunnar og var ný á svæðinu,“ sagði David. „Svo var komið fyrir henni að hún þurfti að brenna viðarklæðningu af húsi sínu til að halda á sér hita. Þegar við heyrðum um bágindi hennar, sáum við til þess að hún hefði nægan eldivið yfir veturinn. Hún var svo þakklát að hún mátti vart mæla.

Framtakssöm hirðisþjónusta í Fredonia tryggði öryggi og hlýju allra yfir veturinn.

Liðsinna öðrum

Þegar Meg Yost þjónaði í trúboði í Rúmeníu, heimsótti hún og félagi hennar reglubundið fjölskyldu sem hafði ekki lengi komið í kirkju. „Stanicas-fjölskyldan var meðal fyrstu meðlima kirkjunnar í Rúmeníu,“ sagði Meg, „og okkur þótti undurvænt um hana.“

Þegar að því kom að ráðgera skyldi greinarviðburð, ákváðu leiðtogarnir að greinin hefði „Brautryðjendakvöld.“ Á því kvöldi skildi minnast hinna hugdjörfu brautryðjenda sem fóru yfir Bandaríkin til Saltvatnsdalsins. Þannig gæfist líka tækifæri til að heiðra brautryðjendur kirkjunnar í Rúmeníu.

Okkur fannst þetta tilvalin leið til að sumir meðlimanna gætu gefið vitnisburð um trúarlegan viðsnúning sinn og hvernig þeir hefðu séð kirkjuna vaxa í Rúmeníu,“ sagði Meg. „Okkur fannst strax að Stanica-fjölskyldan ætti að vera með í þessu. Við buðum þeim að taka þátt og þau urðu eftirvæntingarfull!“

Á kvöldi viðburðarins, þegar hann átti að hefja, hafði Stanicas-fjölskyldan ekki látið sjá sig.

„Við höfðum áhyggjur af því að þau kæmu ekki,“ sagði Meg. „Á síðustu stundu komu þau þó inn um dyrnar. Stanicas-fjölskyldan gaf dásamlega vitnisburði um fagnaðarerindið og kirkjuna. Þau áttu líka kost á að koma saman með öðrum meðlimum sem þau höfðu ekki lengi séð.

Meðlimir greinarinnar tóku vel og innilega á móti Stanicas-fjölskyldunni. Meg sá systur Stanica koma í kirkju næsta sunnudag, sér til mikillar ánægju.

„Þegar ég heimsótti greinina nokkrum mánuðum síðar, var hún enn að koma í kirkju!“ sagði Meg. „Ég held að það hafi hjálpað henni mikið að geta gefið vitnisburð sinn og finna sig velkomna og gagnlega í greininni.“

4 hugmyndir til að nota kirkjuviðburði til hirðisþjónustu

  • Skipuleggið viðburði sem taka mið af þörfum: Viðburðir eru tilvaldir til að uppfylla ýmiskonar þarfir. Þeir geta tekið mið af sérstökum þörfum einstaklings eða hópi. Þeir ættu líka að taka mið af þörfum þeirra sem taka þátt, hvort heldur sem sú þörf felst í því að kynnast betur, læra meira um fagnaðarerindið eða upplifa andann.

  • Bjóðið öllum: Þegar þið skipuleggið viðburði, leggið þá sérstaklega áherslu á að bjóða þeim sem hefðu gagn af því að taka þátt. Hafið í huga nýja meðlimi, lítt virka meðlimi, ungmenni, einhleypt fullorðið fólk, fólk með fatlanir og fólk af öðrum trúarbrögðum. Bjóðið þeim með farsæld þeirra sjálfra í huga og tjáið þeim hversu innilega þið óskið að þau komi.

  • Hvetjið til þátttöku: Þeir sem þið bjóðið munu hafa miklu meira gagn af viðburðinum fái þeir að taka þátt. Eitt sem gera má til að hvetja til þátttöku er að fá einstaklinga til að nota gjafir sínar, kunnáttu og hæfileika í viðburði.

  • Bjóðið alla velkomna: Ef vinir ykkar koma á viðburð, gerið þá allt til að þeir finni sig velkomna. Ef þið sjáið fólk sem þið þekkið ekki, verið þá á sama hátt vingjarnleg og bjóðið það líka velkomið!