2018
Vertu í sambandi við hana alltaf og allsstaðar
January 2018


Reglur heimsóknarkennslu, janúar 2018

Verið í sambandi við hana hvenær,hvar og hvernig sem er

Heimsóknarkennsla snýst um þjónustu. Jesús þjónaði hvenær og hvar sem er. Við getum líka gert það.

Að „þjóna“ er að gefa af sér, láta sér annt um og veita hjálp sem stuðlar að huggun og hamingju annarra. Heimsóknarkennsla snýst um að finna leiðir til að þjóna þeim sem við heimsækjum. Jesús þjónaði öllum – hvenær og hvar sem er. Hann mettaði hina fimm þúsund, huggaði Mörtu og Maríu við dauða bróður þeirra og kenndi konunni við brunninn fagnaðarerindið. Það gerði hann sökum sinnar einlægu elsku.

Ef við fylgjum fordæmi hans, þá getum við sem heimsóknarkennarar kynnst og elskað hverja systur sem við vitjum, og minnst þess að kærleikurinn er undirstaða alls sem við gerum. Þegar við biðjum um innblástur til að vita hvernig best er að þjóna henni og styrkja trú hennar, „þá fá englar ekki haldið sig frá því að vera samverkamenn [okkar].“1

Frá stofnun Líknarfélagsins, árið 1842, til okkar tíma, þá hefur þjónusta kvenna fært blessanir í líf fólks. Sem dæmi má nefna, Joan Johnson, 82 ára gömul ekkja, og félagi hennar í heimsóknarkennslu, vitjuðu 89 ára gamallar nágrannakonu sem var meði lungnabólgu. Þær sáu að nágrannakona þeirra þurfti á þeim að halda oftar en einu sinni í mánuði, svo þær hófu að vitja hennar eða hringja í hana í hverri viku

Hvað aðra heimsóknarkennara varðar, þá gæti reynst best að senda systur hvetjandi textaboð eða tölvupóst einhvern mánuðinn. Kjarni heimsóknarkennslu er að koma á persónulegu sambandi og leggja við hlustir af kærleika. Nútíma tækni og heimsóknir í eigin persónu gera okkur kleift að gera þetta hvenær, hvar og hvernig sem er.2 Þannig þjónum við eins og Jesús gerði.

Heimildir

  1. Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith (2007), 454.

  2. Sjá Handbook 2: Administering the Church (2010), 9.5.1.