2017
Búið!
April 2017


Frá Síðari daga heilögum

Búið!

Ljósmynd
cell phones

Teikning eftir Allen Garns

Einn sunnudagseftirmiðdag, er ég sinnti viðtölum mínum sem biskup, veittist mér sú ánægja að ræða við góðan vin um vissar áskoranir sem hann tókst á við. Eftir að hafa hlustað á áhyggjur hans í nokkrar mínútur, fannst mér að hann þyrfti að lesa ritningarnar reglubundið. Ég hugsaði líka með mér, sem biskup hans, að sjálfur þyrfti ég að lesa ritningarnar reglubundnar, sem var nokkuð sem ég hafði átt í erfiðleikum með. Ég lagði því til að við yrðum „ábyrgðarfélagar“ og reyndum að lesa ritningarnar oft og reglubundið.

Dag hvern, eftir að við höfðum lesið í ritningunum, sendum við hvor öðrum textaboð og einungis orðið Búið! Að vita af því að annar biði þess að vita hvort lestri dagsins væri lokið, var okkur báðum mikil hvatning. Ef annar okkar gleymdi að lesa, veitti það okkur áminningu að fá textaboðið. Ef annar hvor okkar sendi ekki textaboð, þá var hann ekki látinn gjalda fyrir það. Við leyfðum hvor öðrum að taka áskoruninni án þess að vekja sektarkennd.

Við byrjuðum á þessu fyrir sex mánuðum og ég minnst þess ekki að við höfum misst úr dag við ritningalesturinn. Þessi bróðir stóð upp á föstu- og vitnisburðarsamkomu fyrir nokkrum mánuðum og bar vitni um hin jákvæðu áhrif sem daglegur ritningalestur hefði á hann og fjölskyldu hans.

Ég er þakklátur fyrir þennan bróður og vináttu hans, sem og fyrir hin daglegu textaboð hans. Ég hef séð hvernig tæknin getur auðgað líf okkar, ef við notum hana rétt. Ég er líka þakklátur fyrir ritningarnar og hvernig þær vitna um Krist. Ég veit að friðþægingarfórn frelsarans gerir okkur mögulegt að snúa aftur til dvalar hjá honum einhvern daginn.