2016
Fjölskyldan er vígð af Guði
október 2016


Boðskapur heimsóknarkennara, október 2016

Fjölskyldan er vígð af Guði

Kynnið ykkur efnið sem hér er í bænaranda og leitið innblásturs til að vita hverju best er að miðla. Hvernig getur skilningur á „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ aukið trú ykkar á Guð og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.

Trú, fjölskylda, líkn

„Í texta [Barnafélagssöngsins], ‚Fjölskyldan er Guðs‘, … er vísað í hreina kenningu,“ sagði Carole M. Stephens, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins. „Við lærum ekki einungis að fjölskyldan er Guðs heldur einnig að við erum öll hluti af fjölskyldu Guðs. …

… Áætlun föðurins fyrir börn hans, er kærleiksáætlun. Hún miðar að því að sameina börn hans – fjölskyldu hans – honum.“1

Öldungur L. Tom Perry (1922-2015) í Tólfpostulasveitinni sagði: „Við trúum ekki aðeins að sterkar hefðbundnar fjölskyldur séu grunneining samfélagsins, stöðugs efnahags og menningargilda – heldur líka grunneining eilífðar og ríkis og valdstjórnar Guðs.

Við trúum að skipulag valdstjórnar himins sé ofið í kringum kjarnafjölskyldur og stórfjölskyldur.“2

„Allir, burtséð frá hjónabandsstöðu þeirra eða fjölda barna, geta verið verjendur áætlunar Drottins sem lýst er í fjölskylduyfirlýsingunni,“ sagði Bonnie L. Oscarson, aðalforseti Stúlknafélagsins. „Ef þetta er áætlun Drottins þá ætti hún einnig að vera okkar áætlun!“3

Viðbótarritningagreinar

Kenning og sáttmálar 2:1–3; 132:19

Kenning um fjölskylduna

Systir Julie B. Beck, fyrrverandi aðalforseti Líknarfélagsins, sagði að kenningin um fjölskylduna byggðist á sköpuninni, fallinu og friðþægingu Jesú Krists:

„Með sköpun jarðar var fjölskyldum séð fyrir stað til að lifa á. Guð skapaði karl og konu, sem voru hvort um sig, mikilvægur hluti fjölskyldu. Það var hluti af áætlun himnesks föður að Adam og Eva væru innsigluð og mynduðu umgjörð eilífrar fjölskyldu.

… Fallið gerði þeim mögulegt að eignast syni og dætur.

Friðþæging [Krists] gerir fjölskyldunni kleift að innsiglast að eilífu. Hún gerir fjölskyldum kleift að vaxa og fullkomnast að eilífu. Sæluáætlunin, sem líka er kölluð sáluhjálparáætlunin, var áætlun gerð fyrir fjölskyldur. …

… Það var kenning Krists. … Án fjölskyldunnar er engin áætlun; jarðlífið væri þá tilgangslaust.“4

Heimildir

  1. Carole M. Stephens, „The Family Is of God,“ Liahona, maí 2015, 11, 13.

  2. L. Tom Perry, „Why Marriage and Family Matter – Everywhere in the World,“ Liahona, maí 2015, 41.

  3. Bonnie L. Oscarson, „Defenders of the Family Proclamation,“ Liahona, maí 2015, 15.

  4. Julie B. Beck, „Teaching the Doctrine of the Family,“ Liahona, mars 2011, 32, 34.

Til hugleiðingar

Hvers vegna er fjölskyldan mikilvægasta einingin um tíma og eilífð?