2016
Miðla eilífri hamingju
ágúst 2016


Æskufólk

Miðla eilífri hamingju

Eitt það besta við fagnaðarerindið er þekkingin á áætlun sáluhjálpar. Okkur gefst það dásamlega tækifæri að geta verið eilíflega með fjölskyldu okkar. Sú vitneskja vekur okkur ætíð von þegar heimurinn hvílir þungt á okkur. Eyring forseti kennir: „Okkar kærleiksríki himneski faðir þekkir hjörtu okkar. Tilgangur hans er að veita okkur hamingju (sjá 2 Ne 2:25). Hann gaf okkur því gjöf sonar síns, til að gera okkur mögulegt að njóta eilíflega gleði fjölskyldusambanda. … Það er gjöf sem sérhvert barn Guð sem í heiminn kemur getur gert kröfu til.“

Sú blessun á við um þau okkar sem nú lifa og þau sem dáið hafa – en aðeins með okkur aðstoð. Áar okkar eru einmitt nú í andaheiminum, bíðandi þess að við höfum nöfn þeirra til reiðu fyrir framkvæmd helgiathafna musterisins í þeirra þágu. Stundum getur þó reynst erfitt að vinna þetta verk fyrir þá. Við getum verið önnum kafin eða búið svo fjarri musteri að ekki er unnt að fara þangað oft.

Til allrar lukku, þá getum við hjálpað áum okkar á annan hátt, með því að vinna ættarsögustarf, skráningarstarf eða gæta yngri systkina meðan foreldrar ykkar fara í musterið. Við þjónum Drottni með því að hjálpa og vekjum þeim von sem eru hinu megin hulunnar, um eilífa fjölskyldu.