2016
Sköpuð í mynd Guðs
mars 2016


Boðskapur heimsóknarkennara, mars 2016

Sköpuð í mynd Guðs

Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ aukið trú ykkar á Guð og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.

Ljósmynd
Merki Líknarfélagsins

Trú, fjölskylda, líkn

„Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss. …

Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu“ (1 Mós 1:26–27).

Guð er faðir okkar á himnum og skapaði okkur í sinni mynd. Thomas S. Monson forseti sagði um þennan sannleika: „Guð, faðir okkar, hefur eyru til að hlusta á bænir okkar. Hann hefur augu til að sjá verk okkar. Hann hefur munn til að mæla til okkar. Hann hefur hjarta til að finna samúð og elsku. Hann er raunverulegur. Hann er lifandi. Við erum börn hans, sköpuð í hans mynd. Við erum í útliti eins og hann og hann eins og við.“1

„Síðari daga heilagir líta á alla menn sem börn Guðs, að fullu og öllu leyti. Þeir líta svo á að allir menn eigi sér guðlegan uppruna og búi yfir guðlegu eðli og möguleikum.“2 Sérhver þeirra er „ástkær andasonur eða dóttir himneskra foreldra.“3

„[Spámaðurinn] Joseph Smith komst líka að því að Guð þráir að börn hans hljóti sömu upphafningu og hann sjálfur nýtur.“4 Líkt og Guð sagði: „Því að sjá. Þetta er verk mitt og dýrð mín – að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika.“ (HDP Móse 1:39).

Viðbótarritningagreinar

1 Mós 1:26–27; 1 Kor 3:17; Kenning og sáttmálar 130:1

Úr ritningunum

Bróðir Jareds í Mormónsbók leitaði leiðar til að fá ljós í skipin átta sem áttu að flytja Jaredítana yfir hafið til fyrirheitna landsins. Hann „bræddi sextán smásteina úr fjallinu“ og bað þess að Guð myndi „snerta þessa steina“ með fingri sínum „og láta þá lýsa í myrkri.“ Og Guð „rétti … fram hönd sína og snerti steinana hvern af öðrum með fingri sínum.“ Hulunni var svipt af augum bróður Jareds og „hann sá fingur Drottins, og hann var sem mannsfingur. …

Og Drottinn sagði við hann: Trúir þú þeim orðum, sem ég mun mæla?

Og hann svaraði: Já, Drottinn.“

Og „þá sýndi Drottinn sig [bróður Jareds]“ og sagði: „Sérð þú, að þú ert skapaður eftir minni eigin mynd. Já, jafnvel allir menn voru í upphafi skapaðir í minni eigin mynd.“ (Sjá Eter 3:1–17.)

Heimildir

  1. Thomas S. Monson, „I Know That My Redeemer Lives,“ í Conference Report, apríl 1966, 63.

  2. Gospel Topics, „Becoming Like God,“ topics.lds.org; sjá einnig HDP Móse 7:31-37.

  3. „Fjölskyldan: „Yfirlýsing til heimsins,“ Líahóna, nóv. 2010, 129.

  4. Gospel Topics, „Becoming Like God,“ topics.lds.org; sjá einnig Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith (2007), 221.

Til hugleiðingar

Hverning hefur það áhrif á samskipti okkar við aðra að vita að sérhver einstaklingur er skapaður í mynd Guðs?