2014
Hið guðlega hlutverk Jesú Krists: Fyrirmyndin
janúar 2014


Boðskapur heimsóknarkennara, janúar 2014

Hið guðlega hlutverk Jesú Krists: Fyrirmyndin

Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á lífi og starfi frelsarans aukið trú ykkar á hann og blessað þær sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar eru á reliefsociety.lds.org.

Trú, fjölskylda, líkn

Þar sem við vitum að Jesús Kristur er fyrirmynd okkar í öllu, getum við aukið þrá okkar til að fylgja honum. Í ritningunum eru ótal hvatningarorð fyrir okkur til að í fótspor Krists. Kristur sagði við Nefítana: „Þau verk, sem þér hafið séð mig vinna, þau skuluð þér einnig vinna“ (3 Ne 27:21). Jesús sagði við Tómas: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig“ (Jóh 14:6).

Á okkar tíma erum við hvött af leiðtogum okkar til að hafa frelsarann sem fyrirmynd. Linda K. Burton, aðalforseti Líknarfélagsins, sagði: „Þegar við höfum kenningu friðþægingarinnar ritaða á hjarta okkar, munum við verða það fólk sem Drottinn vill að við verðum.“1

Thomas S. Monson forseti sagði: „Drottinn okkar og frelsari, Jesús Kristur, er fyrirmynd okkar og styrkur.“2

Við skulum nálgast Jesú Krist, halda boðorð hans og kappkosta að snúa að nýju til okkar himneska föður.

Úr ritningunum

2 Ne 31:16; Alma 17:11; 3 Ne 27:27; Moró 7:48

Úr sögu okkar

„Hann sýndi veg og veitti leið,“ ritaði Eliza R. Snow, annar aðalforseti Líknarfélagsins, um jarðneska þjónustu Jesú Krists.3 Hann þjónaði mönnum—einum í senn. Hann kenndi að okkur bæri að yfirgefa hina níutíu og níu til að bjarga hinum eina (sjá Lúk 15:3–7). He læknaði menn og kenndi þeim og gaf sér jafnvel tíma til að ræða við hvern einstakan meðal 2.500 manns (sjá 3 Ne 11:13–15; 17:25).

Dieter F. Uchtdorf forseti, annar ráðgjafa í Æðsta forsætisráðinu, sagði um Síðari daga heilagar konur: „Þið dásamlegu systur, veitið öðrum samúðarfulla þjónustu, sem er meiri en hugsunin um eigin hag. Þannig líkið þið eftir frelsaranum. … Hugsanir hans beindust ætíð að því að hjálpa öðrum.“4

Heimildir

  1. Linda K. Burton: „Er trú á friðþægingu Jesú Krists rituð á hjörtu okkar?“ Líahóna eða Ensign, nóv. 2012, 114.

  2. Thomas S. Monson, „Meeting Life’s Challenges,“ Ensign, nóv. 1993, 71.

  3. „Þá ást og visku veitti hann,“ Sálmar, nr. 69.

  4. Dieter F. Uchtdorf, „Happiness, Your Heritage,“ Ensign eða Líahóna, nóv. 2008, 120.

Hvað get ég gert?

  1. Hvers vegna og hvernig er Jesús Kristur fyrirmynd mín?

  2. Hvernig getur þjónusta við systurnar sem ég heimsæki hjálpað mér að fylgja frelsaranum?