2013
Miðla vini
febrúar 2013


Æskufólk

Miðla vini

Dag einn, þegar ég var að læra fyrir trúarskólann, hlaut ég skýran og dásamlegan innblástur. Þegar ég last yfir lexíu næsta dags, sá ég fyrir mér andlit vinkonu í skólanum og fannst sterklega að ég ætti að miðla henni vitnisburði mínum.

En þótt innblásturinn hafi verið skýr, varð ég kvíðin. Ég óttaðist höfnun vinkonu minnar, einkum þar sem hún virtist ekki sú manngerð sem kirkjan gæti vakið áhuga hjá.

 Mér varð hugsað um ræðuefni systur Mary N. Cook, í aðalforsætisráði Stúlknafélagsins, þar sem hún skoraði á okkur að leggja hart að okkur og sýna hugdirfsku.1 Ég vildi gera það og því skrifaði ég stúlkunni bréf og bar vitni um sannleiksgildi kirkjunnar og hve Mormónsbók var mér kær. Daginn eftir laumaði ég eintaki af Mormónsbók í skólatösku hennar, ásamt bréfinu.

 Mér til furðu þá reyndist vinkona mín afar móttækileg fyrir fagnaðarerindinu. Frá þeim degi greindi hún mér frá því hvað hún hefði lært í námi sínu á Mormónsbók. Nokkrum vikum síðar kynnti ég hana fyrir trúboðunum. Hún hlaut staðfestingu frá heilögum anda næstum samstundis um að það sem hún lærði væri sannleikur. Trúboðarnir og ég tárfelldum þegar hún greindi okkur frá tilfinningum sínum. Vinkona mín skírðist skömmu síðar og breytingar á lífi hennar ullu furðu foreldra hennar.

 Ég gleðst yfir því að hafa sigrast á ótta mínum og gert mitt til að færa fagnaðarerindið í líf hennar.

Heimildir

  1. Sjá Mary N. Cook, „Never, Never, Never Give Up!“ Líahóna, maí 2010, 117–19.