2012
Vita hvað segja skal
september 2012


Æskufólk

Vita hvað segja skal

Ef ykkur finnst þið ekki nægilega fróð um fagnaðarerindið til að miðla því, geta loforð í eftirfarandi ritningargreinum veitt ykkur sjálfstraust:

„Hefjið upp raust yðar til þessa fólks. Mælið fram það sem ég blæs yður í brjóst, og þér þurfið ekki að blygðast yðar fyrir mönnum‒

Því að yður mun gefið einmitt á þeirri stundu, já, á því andartaki, hvað segja skal“ (K&S 100:5–6).

„Hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður“ (Jóh 14:26).

Þetta eru dásamleg loforð, en til þess að hljóta þau verðum við að gera okkar hlut. Í þessum boðskap kennir Eyring forseti okkur: „Búið ykkur undir að miðla öðrum [fagnaðarerindinu] með því að fylla huga ykkar dag hvern af sannleika fagnaðarerindisins.“ Hvað getið þið gert til að fylla huga ykkar af sannleika fagnaðarerindisins?