2010
Styrkja trú á Guð föðurinn og Jesú Krist með persónulegu ritningarnámi
mars 2010


Boðskapur heimsóknarkennara, mars 2010

Styrkja trú á Guð föðurinn og Jesú Krist með persónulegu ritningarnámi

Kennið þessar ritningargreinar og tilvitnanir í bænaranda eða aðrar reglur, ef þörf er á því, sem verða systrunum sem þið heimsækið til blessunar. Berið vitni um kenninguna. Bjóðið þeim sem þið heimsækið að segja frá því hvað þeim finnst og hvað þær hafi lært.

Þegar ég var ný gift, … var mér boðið í hádegisverð sem ætlaður var öllum þeim systrum Líknarfélagsins í heimadeild minni er lesið höfðu Mormónsbók eða þynnri bók um sögu kirkjunnar. Ég hafði verið heldur kærulaus við ritningarlesturinn, en ég uppfyllti skilyrðið til að komast í hádegisverðinn með því að lesa þynnri bókina, því það var auðveldara og tók ekki eins langan tíma. Þegar ég var að snæða hádegisverðinn, kom yfir mig sú sterka tilfinning að ég ætti að lesa Mormónsbók, þótt þynnri bókin hafi verið góð aflestrar. Heilagur andi blés mér í brjóst að ég þyrfti að gera bót á ritningarlestrarvenjum mínum. Þann sama dag tók ég að lesa Mormónsbók og síðan þá hef ég lesið linnulaust. …Vegna þess að ég hóf að lesa ritningarnar daglega, hef ég lært um himneskan föður minn, son hans Jesú Krist, og hvað ég þarf að gera til að líkjast þeim …

… Hver kona getur verið leiðbeinandi kenninga fagnaðarerindisins á heimili sínu og hver systir í kirkjunni hefur þörf á þekkingu sem leiðtogi og kennari. Ef þið hafið ekki vanið ykkur á og þroskað daglegan ritningarlestur nú þegar, byrjið þá núna og haldið áfram að nema svo þið búið ykkur undir ábyrgð ykkar í þessu lífi og í eilífðunum“1

Julie B. Beck, aðalforseti Líknarfélagsins.

„Ritningarnám eflir vitnisburð okkar og fjölskyldu okkar. Börn okkar alast upp í umhverfi sem umlukið er röddum sem tæla þau til að láta af því sem rétt er og tileinka sér þess í stað unað heimsins. Ef þau eru ekki vel grundvölluð í fagnaðarerindi Jesú Krists, eiga vitnisburð um sannleikann og hafa einsett sér að vera réttlát, eru þau móttækileg fyrir slíkum áhrifum. Það er skylda okkar að styrkja þau og vernda.“2

Thomas S. Monson forseti.

„Við viljum að systur okkar verði ritningarfróðar. … Vegna ykkar eigin velferðar og í þeim tilgangi að kenna ykkar eigin börnum sem og öðrum sem þið munið hafa áhrif á, þá þurfið þið á að halda kunningsskap við hinn eilífa sannleik hans.“3

„Við viljum að heimili okkar séu blessuð með ritningarfróðum systrum—hvort sem þið eruð giftar eða ógiftar, ungar eða aldnar, ekkjur eða búið hjá foreldrum ykkar. … Verðið fræðimenn í ritningunum—ekki til að niðurlægja aðra, heldur til að lyfta þeim upp!“4

Spencer W. Kimball forseti (1895–1985).

Heimildir

  1. Julie B. Beck, “My Soul Delighteth in the Scriptures,” Liahona, maí 2004, 107–9.

  2. Thomas S. Monson, “Three Goals to Guide You,” Liahona, nóvember 2007, 118.

  3. Spencer W. Kimball, “Privileges and Responsibilities of Sisters,” Ensign, nóvember 1978, 102.

  4. Spencer W. Kimball, “The Role of Righteous Women,” Ensign, nóvember 1979, 102.

Hugmyndir fyrir heimsóknarkennara

Svarið spurningum og deilið innsýn ykkar á meðan heimsókn ykkar stendur yfir. Berið vitnisburð um það hvernig ritningarnám hefur styrkt ykkar trú. Spyrjið þá sem þið heimsóknarkennið hvernig ritningarnám þeirra hefur styrkt heimili þeirra og fjölskyldu.

Einstaklings undirbúningur

Jóh 5:39

2 Tím 3:14–17

2 Ne 9:50–51; 31:20; 32:3–5

K&S 138:1–11