2009
Loforð spámanns
April 2009


Frá vini til vinar

Loforð spámanns

„Kannið þessi oð, því að þau eru sönn og áreiðanleg og spádómarnir og fyrirheitin, sem í þeim felast, munu öll uppfyllast“ (D&C 1:37).

Ljósmynd
Elder Octaviano Tenorio

Allt mitt líf hef ég lært að þegar við fylgjum kenningum spámanna okkar, þá hljótum við þær blessanir sem lofað er. Á aðalráðstefnu í apríl 1986 lofaði Ezra Taft Benson forseti (1899–1994) að ef fjölskyldur læsu ritningarnar saman reglulega, myndi andinn fylla heimili þeirra.1

Við hjónin ákváðum að fylgja þessum ráðum. Við settum okkur það markmið að lesa einn kapítula á dag í Mormónsbók með þremur börnum okkar—Jorge, 10; Susi 9 og Luis 3. Við lásum á hverjum degi, hvert okkar las eitt vers í einu. Jafnvel þótt Luis gæti ekki lesið vildi hann taka þátt. Hann sat í fangi mínu og sneri að mér, en Mormónsbók var á milli okkar. Þegar kom að mér að lesa fylgdum við báðir fingri mínum þegar ég benti á hvert orð, og Luis endurtók hvert orð upphátt meðan ég las og hann horfði á orðin á hvolfi.

Rétt áður en Luis varð fimm ára spurði hann: „Hvenær kemur að mér að lesa?“

Við sögðum honum að þegar hann yrði eldri færi hann í skóla og lærði að lesa.

Hann svaraði: „Ég kann að lesa núna!“

Undrandi rétti ég honum Mormónsbók. Hann opnaði bókina á hvolfi, horfði efst á síðuna og byrja að lesa fullkomlega. Hann hafði lært að lesa með því að fylgjast með í Mormónsbók!

Þegar Luis var sex ára fór hann stundum með mér að heimsækja kirkjumeðlimi. Ég bað hann að gefa vitnisburð sinni og einnig að fara með stutta ritningargrein sem ég hafði kennt honum. Alltaf þegar hann las úr Mormónsbók hélt hann henni á hvolfi og las þannig.

Ég ber vitni um að ef þið byrjið að lesa ritningarnar strax á unga aldri, munuð þið betur skilja loforð Drottins og þið munuð vita til hvers hann ætlast af ykkur. Að því kemur að þið verðið foreldri og eignist sjálf lítil börn. Kennið þeim að lesa ritningarnar og þið munuð sjá rætast loforðið í Orðskviðunum 22:6: „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda: og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“

Luis er nú að ljúka háskólanámi og vinnur fullan vinnutíma. Einu gildir hversu seint hann kemur heim úr vinnu, skóla, eða kirkjustarfi, hann les enn kapítula í Mormónsbók áður en hann fer í rúmið. Loforð spámannsins hefur sannlega ræst: Árangurinn af lestri okkar á þessari helgu bók hefur leitt til ríkulegra blessana okkar og einingar.

Ég býð ykkur að lesa ritningarnar dag hvern. Lesið þær með fjölskyldu ykkar, ef hægt er. Ég hvet ykkur drenginga til að búa ykkur undir trúboð. Ég býð ykkur öllum að setja ykkur það markmið að vera innsigluð í musterinu um alla eilífð. Og að lokum vil ég minna ykkur á innblásna ráðgjöf Gordons B. Hinckley forseta (1910–2008), sem sagði: „Þið þarfnist allrar þeirrar menntunar sem þið getið fengið. … hvort heldur það er að gera við ísskápa, eða vinna sem lærðir skurðlæknar, þið verðið að mennta ykkur.“2

Kæru börn, hlustið á kennara ykkar, verið hlýðin í skólastofunum, gerið ykkar besta, og lærið allt sem þið getið. Drottinn geymir ykkur og fjölskyldu ykkar ríkulegar blessanir. Skylda okkar er sú, að „fylgja spámanninum; hann þekkir leiðina.“3

Heimildir

  1. Sjá Ezra Taft Benson, „The Power of the Word,“ Ensign, maí 1986, 81.

  2. Gordon B. Hinckley, „A Prophet’s Counsel and Prayer for Youth,“ Liahona, apríl 2001, 34; 35; Ensign, jan. 2001, 4, 7.

  3. „Fylgið spámanninum,“ Barnasöngbókin, 58–59

Um 16 ára aldur, ekki löngu eftir skírn hans.

Sonur hans Luis fjögurra ára.

Mynd birt með leyfi öldungs Octaviano Tenorio; teikning: Robert A. McKay