„Ykkar þáttur í hinu mikla verki Drottins,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024.
Ykkar þáttur í hinu mikla verki Drottins
Þegar þið elskið, miðlið og bjóðið eruð þið að aðstoða Drottin við að hjálpa sérhverri dýrmætri sál að koma til hans.
Kristur biðst fyrir með Nefítunum, eftir Casey Childs
Spámaðurinn okkar, Russel M. Nelson forseti, hefur kennt að „mikilvægasta starfið á jörðinni í dag“ sé að aðstoða við samansöfnun Ísraels. Hann sagði „Ekkert annað er jafn umfangsmikið. Ekkert annað er jafn mikilvægt. Trúboðar Drottins – lærisveinar hans – taka þátt í mestu áskoruninni, mikilvægasta málstaðnum, mikilvægasta starfinu á jörðu á okkar tíma.“
Þið þurfið ekki að hafa köllun sem kennarar eða sem trúboðar í þjónustu til að taka þátt í þessu starfi. Tækifærin fyrir ykkur eru allsstaðar til að elska, miðla og bjóða. Þið getið hjálpað öðrum að koma til Krists – einmitt núna – með því að sýna elsku ykkar, miðla trú ykkar og bjóða þeim að upplifa með ykkur gleði fagnaðarerindisins.
Þið getið tekið þátt í hinu mikla verki Drottins!
Byrjið með elsku
Í Getsemanegarðinum og á krossinum tók Jesús Kristur á sig allar syndir heimsins og mátti þola allar sorgir og „alls kyns sársauka, þrengingar og freistingar“ (Alma 7:11). Þetta „varð þess valdandi, að [hann], … æðstur allra, skalf af sársauka og blóð draup úr hverri svitaholu“ (Kenning og sáttmálar 19:18). Með friðþægingu sinni og upprisu hefur Jesús Kristur gert sáluhjálp og upphafningu mögulega fyrir alla.
Að snúa sér að frelsaranum og íhuga allt sem hann hefur gert fyrir ykkur, mun fylla hjörtu ykkar af elsku til hans. Hann mun síðan snúa hjörtum ykkar til annarra. Hann hefur boðið ykkur að elska þau (sjá Jóhannes 13:34–35) og miðla fagnaðarerindinu meðal þeirra (sjá Matteus 28:19; Markús 16:15) Það er það sem hann gerði þegar hann lifði á jörðinni. Hann miðlaði lífi sínu og elsku og bauð öllum að koma til sín.
Þegar þið miðlið fagnaðarerindinu, byrjið þá með elsku. Þegar þið nálgist aðra með elsku – skuluð þið hafa hugfast að þau eru bræður ykkar og systur og ástkær börn föður ykkar á himnum – og ykkur mun reynast auðveldar að miðla þeim fagnaðarerindinu.
Starfið af kappi og miðlið
Enginn miðlaði fagnaðarerindinu af meiri kostgæfni en M. Russel Ballard forseti (1928–2023) Allt sitt líf miðlaði hann því af kostæfni að fagnaðarerindi Jesú Krists hafi verið endurreist fyrir tilstilli spámannsins Josephs Smith. Hann hvatti okkur til að gera hið sama.
Ballard forseti kenndi að þið gerið miðlað fagnaðarerindinu með því „að vera góður [nágranni] og með því að sýna umhyggju og elsku.“ Þannig getið þið „lýst upp [ykkar] eigið [líf], og … [annarra] með þeim blessunum sem fagnaðarerindið hefur upp á að bjóða.“ Þið getið líka „borið vitni um það sem þið vitið og trúið og það sem þið skynjið.“ Ballard forseti kenndi: „Hreinn vitnisburður … getur borist með krafti heilags anda í hjörtu þeirra sem opin eru fyrir því að taka á móti honum.“
Að miðla hinu endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists var dýpsta þrá Ballards forseta. Þú getur starfað af kappi – eins og hann gerði – við að miðla öðrum fagnaðarerindinu í orði og verki. Þið vitið ekki hverjir gætu verið að leita sannleika fagnaðarerindisins, en vita ekki hvar hann er að finna (sjá Kenning og sáttmálar 123:12).
M. Russel Ballard forseti og öldungur Quentin L. Cook í Liverpool, Englandi, 25.október 2021. Þeir þjónuðu báðir sem trúboðar í Englandi.
Bjóðið af hjartans elsku
Til að hjálpa öðrum að koma til Krists, getið þið boðið þeim að upplifa gleðina og friðinn sem frelsarinn og fagnaðarerindi hans veita. Við getum til dæmis boðið þeim að koma á einhvern viðburð, lesa Mormónsbók eða hlýða á kennslu hjá trúboðunum. Þið getið boðið þeim af hjartans elsku að koma á sakramentissamkomu.
Við förum á sakramentissamkomu til að „tilbiðja Guð og [meðtaka] sakramentið til að minnast Jesú Krists og friðþægingar hans.“ Þetta er sérstakur tími fyrir fólk til að finna fyrir andanum, koma nær frelsaranum og styrkja trú sína á hann.
Þegar þið leitið leiða til að elska, miðla og bjóða skuluð þið reyna að bjóða fjölskyldu og vinum að koma með ykkur á sakramentissamkomu. Ef þau taka boði ykkar og mæta, þá mun það hjálpa þeim að halda áfram á leið til skírnar og trúarumbreytingar. Ég trúi því af öllu hjarta að mikill árangur muni nást þegar þið bjóðið öðrum og hjálpið þeim að bera kennsl á þær blessanir sem þau geta hlotið af því að mæta með ykkur.
Drottinn mun leiðbeina ykkur.
Þið vitið aldrei hver árangur og áskoranir ykkar verða þegar þið elskið, miðlið og bjóðið. Synir Mósía náðu miklum árangri meðal Lamanítana þegar þeir prédikuðu og kenndu orð Guðs. Vegna viðleitni þeirra „[voru] þúsundir leiddir til þekkingar á Drottni. Já, þúsundir voru leiddir til trúar … [og urðu] aldrei fráhverfir“ (Alma 23:5-6).
Þar sem þetta mun ekki alltaf vera reynslan ykkar, þá hefur Drottinn lofað að hann muni hjálpa ykkur, því hver sál er honum dýrmæt. Þegar þið setið traust ykkar á Drottin og takið þátt í þjónustu hans, mun hann leiðbeina ykkur við að miðla öðrum fagnaðarerindi sínu með því að þið elskið þau, miðlið lífi ykkar og vitnisburði með þeim og bjóðið þeim að fylgja honum með ykkur.
„Hversu mikil skal þá gleði yðar verða“ (Kenning og sáttmálar 18:15) þegar þið notið öll tækifærin í kringum ykkur til að aðstoða Drottin Jesú Krist í hans mikla verki að leiða sálir til hans.