2022
Prófraun manngerðar
September 2022


„Prófraun manngerðar,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2022.

Sterkur grundvöllur

Síðari daga heilög ungmenni byggja líf sitt á bjargi Jesú Krists (sjá Helaman 5:12).

Prófraun manngerðar

Ljósmynd
piltur málar girðingu

Myndskreyting eftir Katie Payne

Þetta var ekki það sem ég hafði skráð mig í. Ég hafði verið fús til að hjálpa við að bera hörolíu á girðingu langömmu minnar til að verja hana. Er dagurinn leið, lak svitinn niður andlit mitt og úr fúsleika mínum dró er ég tók að þreytast í hitanum.

Móðir mín lagði til að ég tæki pásu og drykki áður en vinnunni yrði haldið áfram, en ég setti upp fýlusvip, ákveðinn í að vera vansæll.

„Dallin, það eru engin verðlaun fyrir gott viðhorf þegar lífið gengur eins og smurt,“ sagði hún. „Hin raunverulega prófraun á manngerð okkar og hin sönnu verðlaun berast þegar maður getur haft gott viðhorf, jafnvel þegar allt virðist ömurlegt.“

Viku síðar, spurði afi minn hvort ég gæti borið hörolíu á girðinguna hans. Girðingin hans var lengri og við þyrftum að bera á báðum megin.

Í þetta skipti var ég ákveðinn í að vinna í viðhorfi mínu, jafnvel þótt verkið yrði erfitt. Við byrjuðum snemma, en eins og við mátti búast vorum við brátt að bakast í sólinni. Vinnan virtist endalaus, er við bárum þungar fötur af klístraðri, illa lyktandi olíunni. Þyrnóttir runnar meðfram girðingunni stungu okkur í fótleggina. Þar sem ég mundi hvað móðir mín hafði sagt, þá kvartaði ég ekki. Ég gafst ekki upp. Ég sinnti vinnunni vandlega og reyndi að halda í góða viðhorfið.

Þegar við lukum verkinu, horfði ég á nýmeðhöndlaða girðinguna og fann til stolts yfir afreki okkar. Ég var þreyttur og klístraður, en ég vissi líka að ég hefði staðist mikilvæga prófraun manngerðar. Ég lærði að ég gæti haft gott viðhorf, jafnvel þegar allt virðist ömurlegt.

Dallin H., Oklahóma, Bandaríkjunum