2021
Hvernig hafa skal andann ætíð með sér
Mars 2021


„Hvernig hafa skal andann ætíð með sér,“ Til styrktar ungmennum, mars 2021, 26–29.

Kom, fylg mér

Búa sig undir að hafa anda hans ætíð með sér

Að búa sig verðuglega undir að meðtaka sakramentið í hverri viku, getur hjálpað okkur að hafa andann ætíð með okkur.

Ljósmynd
piltar deila út og taka á móti sakramentinu

Þegar ég var 12 ára heimsótti ég og fjölskylda mín kirkjusögulega staði í uppsveitum New York-fylkis Bandaríkjanna. Í Lundinum helga man ég eftir að hafa hugleitt Fyrstu sýnina og aðrar undursamlegar sýnir Josephs og hugsað: „Vá! Ef ég myndi á undursamlegan hátt standa andspænis himneskum verum eins og Joseph gerði, þá væri líf mitt ákvarðað.“

Frá því hef ég lært að ég þarfnast frekar margra smárra andlegra upplifana til að halda vitnisburði mínum sterkum og vera öruggur á veginum heim, fremur en stóra upplifun einu sinni á lífsleiðinni. Himneskur faðir vissi að við þyrftum reglubundið leiðsögn í lífi okkar og hann fyrirbjó leið til að við gætum meðtekið hana.

Öllum þeim sem hafa næga trú á son hans til að iðrast og láta skírast, veitir hann gjöf heilags anda. Fyrir tilstilli vikulegrar helgiathafnar sakramentisins veitir hann okkur möguleikann á því að hafa „[anda] hans … ætíð með [okkur],“ ef við minnumst frelsarans og höldum boðorð hans (Kenning og sáttmálar 20:77). Þetta gerir okkur mögulegt að hljóta dag hvern leiðsögn andans í lífi okkar, er við notum sjálfræði okkar til að taka ákvarðanir sem hjálpa okkur á veginum aftur til himnesks föður.

Sakramentið og andinn

Ljósmynd
sakramentið

Himneskur faðir vissi að við þyrftum reglubundið að leita eftir leiðsögn anda hans, ekki aðeins hljóta stórar og einstakar upplifanir. Með spámanninum Joseph Smith endurreisti hann helgiathöfn niðurdýfingarskírnar, sem hjálpar okkur að verða hrein. Þá erum við tilbúin til að taka við gjöf heilags anda með staðfestingu, sem gerir daglega leiðsögn andans mögulega.

Himneskur faðir vissi að ekki væri nóg að verða hrein einu sinni, heldur þyrftum við að hafa frelsarann í huga og hreinsast aftur og aftur til þess að hafa andann ætíð með okkur. Hann endurreisti helgiathöfn sakramentisins í þeim tilgangi. Ef við undirbúum okkur vandlega og meðtökum sakramentið reglulega, er okkur lofað að „andi hans sé ætíð með [okkur]“ (Kenning og sáttmálar 20:77; skáletrað hér).

Það eitt að láta sjá sig í kirkju, eta brauðið og drekka vatnið, mun þó ekki greiða okkur aðgang að loforði Drottins. Áformaður undirbúningur fyrir helgiathöfnina gerir okkur kleift að meðtaka kraft frelsarans í lífi okkar.

Íþróttafólk öðlast ekki færni með því að fara í búning eða ganga inn á íþróttavöllinn. Það verður að þjálfa líkama sinn, læra tækni og æfa sig til þess að öðlast færni í íþrótt sinni. Á líkan hátt verðum við að læra hvernig búa á sig undir að meðtaka sakramentið verðuglega og með lotningu, svo við getum tekið á móti þeim krafti sem hann getur veitt okkur.

Ein leið til að búa hjarta okkar og anda undir að taka á móti sakramentinu er að taka stutt viðtal við okkur sjálf í hverri viku. Mér finnst gott að nota Kenningu og sáttmála 20:37 til að taka viðtal við sjálfan mig. Í þessu versi eru kröfur skírnar, sem Guð opinberaði spámanninum Joseph. Í því eru skilyrði sem allir þurfa að uppfylla sem vilja láta skírast. Mér finnst það hjálpa við að búa mig undir að taka á móti þeim endurnýjuðu loforðum sem bjóðast með sakramentinu.

Ljósmynd
stúlka hugleiðir

Ljósmynd frá Getty Images

Með þetta ritningarvers að leiðarljósi, eru hér nokkrar þeirra spurninga sem ég spyr mig sjálfan til að kanna hvort ég sé undir það búinn að meðtaka sakramentið.

Hef ég auðmýkt mig fyrir Guði?

Fyrsta skilyrðið sem skráð er í Kenningu og sáttmála 20:37 er að auðmýkja sig fyrir Guði. Við gerum það með því að fallast á og vera fús til að fara að vilja hans, eins og hann er ritaður í ritningunum, kenndur af þjónum hans eða berst okkur með innblæstri.

Ég spyr mig sjálfan hvort eitthvað í lífi mínu á þessum tímapunkti sé í andstöðu við Guð. Streitist ég á móti leiðsögn hans? Er ég eftirtektarsamur þegar kemur að kenningum þjóna hans? Ef ég er það ekki, þá stefni ég að því að bæta mig og einsetja mér að gera betur er ég bý mig undir að taka á móti sakramentinu. Guð er alvitur – þegar ég átta mig á því að hann getur séð heildarmynd lífs míns, þá á ég auðveldara með að auðmýkja mig frammi fyrir honum og treysta að hann muni leiða mig til þess sem best er.

Hef ég sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda?

Það að hafa sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda er tengt auðmýkt. Það þýðir að vera fús til að lúta vilja Guðs. Að vera auðmjúk, þýðir að biðjast afsökunar og fyrirgefa, jafnvel þegar það er erfitt eða þegar okkur finnst aðrir hafa verið í órétti. Getur þú sagt: „Í hjarta er ég sáttur við alla?“ Hefur þú sært einhverja umhverfis eða haft slæmar tilfinningar gagnvart einhverjum? Þarft þú að biðjast fyrirgefningar?

Þegar ég hef sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda er ég fús til að leggja á mig að sættast við Guð og aðra umhverfis. Ég reyni að útiloka neikvæðar hugsanir og tilfinningar gagnvart öðrum. Andinn dvelur ekki hjá okkur þegar við erum þrætugjörn og því er mikilvægt skref að útiloka slíkar tilfinningar er við búum okkur undir að meðtaka loforð sakramentisins.

Þrái ég að verða hreinn aftur og get ég verið viss um að hafa iðrast allra synda minna?

Annað skilyrðið í Kenningu og sáttmála 20:37 er að „sannlega iðrast allra synda [okkar].“ Þegar við skírðumst vorum við lauguð hrein af syndum okkar. Við lofuðum að reyna að halda boðorð Guðs og iðrast þegar við gerum mistök.

Ég spyr mig sjálfan: „Meðtek ég sakramentið aðeins vegna þess að mér finnst ég eiga að gera það eða vil ég virkilega verða hreinn aftur?“ Ég lít yfir liðna viku á syndir mínar og mistök og spyr mig sjálfan hvort ég vilji raunverulega breytast og láta af þeim. Þegar þið þráið að verða hrein, munuð þið sjá það sem þið þurfið að bæta fyrir tilstilli andans, og hann mun áfram hvetja ykkur til að iðrast og velja betur.

Það að játa syndir okkar fyrir Drottni (og öðrum sem við höfum skaðað eða misboðið, ef nauðsyn ber til) er hluti af undirbúningnum.

Spyrjið ykkur sjálf: „Þarf ég að breyta einhverju sem ég hef ekki enn breytt? Þarf ég enn að iðrast nokkurs?“ Lausn vandamála með einlægri iðrun getur uppfyllt skilyrðin til að taka verðuglega á móti sakramentinu.

Erum við fús til að taka á okkur nafn Jesú Krists?

Hver sáttmáli sem við gerum er til marks um þá skuldbindingu okkar að taka enn frekar á okkur nafn Krists. Þegar við skírumst sýnum við fúsleika okkar til að taka á okkur nafn Jesú Krists og halda boðorð hans. Þegar við gerum fleiri sáttmála í musterinu eða meðtökum kallanir, tökum við enn frekar á okkur málstað Krists og kenningar hans. Það að sýna fúsleika til að taka á okkur nafn hans sem hluta af sakramentinu í hverri viku, þýðir að við endurskuldbindum okkur öllum sáttmálum og boðorðum sem við höfum áður gert við hann.

Þegar ég legg mat á það hvernig ég bý mig undir að meðtaka sakramentið spyr ég mig spurninga eins og: „Geri ég mitt besta til að vera fyrirmynd Krists og kenninga hans? Held ég öll þau loforð sem tengjast sáttmálum mínum? Er skuldbinding mín við Krist og sáttmálana sem ég gerði við hann engu síðri nú en daginn sem ég gerði þá?“

Hef ég staðfestu til að þjóna honum allt til enda?

Þegar við gerðum sáttmála okkar, lofuðum við Drottni að kappkosta að halda boðorð hans. Æðstu boðorðin tvö eru að elska Drottin og elska náunga okkar (sjá Matteus 22:36–40). Við sýnum elsku okkar til Guðs og samferðafólks okkar með því að þjóna því.

Ég spyr mig sjálfan: „Gef ég mér tíma til að þjóna? Er ég tregur til þess að þjóna eða geri ég það af gleði?“ „Reyni ég að efla köllun mína?“ Að þjóna öðrum er dásamleg leið til að búa sig undir að meðtaka sakramentið. Við þurfum í raun mest á leiðsögn andans að halda þegar við þjónum öðrum.

Treystið á fyrirheit Drottins

Þegar við undirbúum okkur meðvitað í hverri viku til þess að meðtaka sakramentið verðuglega, verðum við hæf til að njóta áhrifa og leiðsagnar andans í lífi okkar. Þetta er loforð frá Drottni