það er aldrei of snemmt að kenna börnum ykkar um musterið. Þótt ekkert musteri sé nálægt, getið þið hjálpað þeim að búa sig undir að hljóta musterismeðmæli. Lesið söguna á bls. 20 saman, og ræðið það hvernig þau geti búið sig undir að fara í musterið. Þið getið einnig notað bls. 22 til að ræða musterisviðtalið. Minnið þau á að þau þurfa ekki að vera fullkomin til að vera verðug.
Á bls.16, getið þið sýnt þeim hvernig það verður að framkvæma skírnir í musterinu. Ef þið hafið farið í musterið, segið þeim þá hvaða þýðingu það hefur fyrir ykkur. Vekjið hjá þeim tilhlökkun yfir að fara þangað einhvern daginn!