Kom, fylg mér 2024
Viðauki C: Fyrir Barnafélagið – Leiðbeiningar fyrir söngstund og framsetningu barna á sakramentissamkomu


„Viðauki C: Fyrir Barnafélagið – Leiðbeiningar fyrir söngstund og framsetningu barna á sakramentissamkomu“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„Viðauki C,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024

Ljósmynd
börn og kennari syngja

Viðauki C

Fyrir Barnafélagið – Leiðbeiningar fyrir söngstund og framsetningu barna á sakramentissamkomu

Barnasöngvar eru öflugt verkfæri til að hjálpa börnum að læra um sæluáætlun himnesks föður og grundvallarsannleika fagnaðarerindis Jesú Krists. Þegar börn syngja um reglur fagnaðarerindisins, mun heilagur andi vitna um sannleiksgildi þeirra. Orðin og tónlistin verða í huga og hjarta barnanna alla ævi.

Leitið liðsinnis andans þegar þið búið ykkur undir að kenna fagnaðarerindið með tónlist. Gefið vitnisburð ykkar um sannleikann sem þið syngið um. Hjálpið börnunum að skilja hvernig tónlistin tengist því sem þau læra og upplifa heima og í námsbekknum.

Leiðbeiningar fyrir framsetningu á sakramentissamkomu

Framsetning barna á sakramentissamkomu er yfirleitt höfð á fjórða ársfjórðungi og þá með leiðsögn biskups. Sem forsætisráð Barnafélagsins og tónlistarstjóri, skuluð þið vinna með ráðgjafanum í biskupsráðinu sem hefur umsjón með Barnafélaginu við að skipuleggja framsetninguna.

Framsetningin ætti að gera börnunum kleift að kynna það sem þau og fjölskyldur þeirra hafa lært í Mormónsbók heima hjá sér og í Barnafélaginu, þar á meðal Barnafélagssöngvana sem þau hafa sungið á árinu. Þegar þið skipuleggið framsetninguna, skuluð þið íhuga hvernig það getur hjálpað söfnuðinum að einbeita sér að frelsaranum og kenningum hans.

Einingar þar sem fá börn eru, geta íhugað hvernig fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt með börnum sínum. Meðlimur biskupsráðs getur lokið samkomunni með stuttu ávarpi.

Hafið eftirfarandi í huga er þið ráðgerið framsetninguna:

  • Æfingar ættu ekki að taka óþarfa tíma frá kennslu í bekkjum eða fjölskyldum.

  • Búningar, fjölmiðlatæki og sjónræn hjálpartæki eru ekki viðeigandi fyrir sakramentissamkomu.

Sjá Almenn handbók: Þjónusta í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga, 12.2.1.2.

Leiðbeiningar fyrir söngstund

5 mínútur (Barnfélagsforsætisráð): Upphafsbæn, ritningarvers eða trúaratriði og ein ræða

20 mínútur (tónlistarstjóri): Söngstund

Barnafélagsforsætisráðið og tónlistarstjóri velja söngva fyrir hvern mánuð til að undirstrika þær reglur sem börnin læra í bekkjum sínum og heima. Finna má lista yfir söngva sem undirstrika þessar reglur í þessari námsbók.

Þegar þið kennið börnunum söngva, bjóðið þeim þá miðla því sem þau hafa þegar lært um sögurnar og kenningarreglur söngvanna. Bjóðið börnunum að miðla hugsunum sínum og tilfinningum um sannleikann sem finna má í söngvunum.

Barnasöngbókin er meginsöngbók Barnafélagsins. Sálmar úr sálmabókinni og söngvar úr Barnavini eru líka viðeigandi. Notkun annarrar tónlistar í Barnafélaginu verður að vera samþykkt af biskupsráði (sjá Almenn handbók12.3.4).

Ljósmynd
börn syngja

Tónlist fyrir söngstund

Janúar

Febrúar

Mars

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

September

  • Hin lága, hljóðláta rödd,“ Líahóna, 2006

  • Segðu mér sögur um Jesú,“ Barnasöngbókin, 36.

  • Mig langar að líkjast Jesú,“ Barnasöngbókin, 40

Október

Nóvember

Desember

Nota tónlist til að kenna kenningu

Söngstund er ætlað að hjálpa börnunum að læra sannleika fagnaðarerindisins. Eftirfarandi hugmyndir geta veitt ykkur innblástur þegar þið skipuleggið hvernig þið kennið reglur fagnaðarerindisins sem eru í sálmum og Barnafélagssöngvum.

Lesið tengd ritningarvers. Í mörgum söngvum í Barnasöngbókinni og sálmabókinni eru skráðar tilvísanir í tengd ritningarvers. Hjálpið börnunum að lesa suma þessara ritningarhluta og ræðið hvernig ritningarversin tengjast söngnum. Þið gætuð líka skráð nokkrar ritningartilvísanir á töfluna og boðið börnunum að tengja hverja tilvísun við söng eða stef í söng.

Fyllið í eyðurnar. Skrifið eitt erindi söngsins á töfluna, þar sem nokkur lykilorð vantar. Biðjið síðan börnin að syngja sönginn og hlusta eftir þeim orðum sem fylla á í eyðurnar. Þegar þau fylla í hverja eyðu, ræðið þá hvaða reglur fagnaðarerindisins þið lærið af orðunum sem vantar.

Ljósmynd
söngstundarstjóri

Vitnið. Gefið börnum stuttan vitnisburð um sannleika fagnaðarerindisins sem er að finna í Barnafélagssöngnum. Hjálpið börnunum að skilja að söngur er ein leið til að gefa vitnisburð og skynja andann.

Standið sem vitni. Bjóðið börnunum að skiptast á að standa upp og miðla því sem þau læra af söngnum sem þau syngja eða hvað þeim finnst um sannleikann sem kenndur er í söngnum. Spyrjið hvernig þeim líður þegar þau syngja sönginn og hjálpið þeim að bera kennsl á áhrif heilags anda.

Notið myndir. Biðjið börnin um að hjálpa ykkur að finna eða búa til myndir sem passa við mikilvæg orð eða orðtök í söngnum. Bjóðið þeim að segja frá því hvernig myndirnar tengjast söngnum og hvað hann kennir. Dæmi: Ef þið eruð að kenna sönginn „Er í lífsins orðum leita“ (Sálmar, nr. 106), gætuð þið sett myndir á víð og dreif um herbergið eða undir stóla sem tákna mikilvæg orð í söngnum (t.d. ljúfi faðir, gef mér þekking, leyndardómum, miskunn þín og leiðsögn). Biðjið börnin að safna saman myndunum og halda þeim á lofti í réttri röð þegar þið syngið sönginn saman.

Hafið sýnikennslu. Þið gætuð notað hluti til að hvetja til umræðu um sönginn. Dæmi: Í söngnum „Trú“ (Barnasöngbókin, 50) er sungið um smátt frækorn. Þið gætuð sýnt börnunum frækorn og rætt um það hvernig við sýnum trú þegar við gróðursetjum frækorn; þetta gæti leitt til umræðu um það hvernig við sýnum trú á Jesú Krist, eins og lýst er í söngnum.

Bjóðið börnunum að miðla persónulegum upplifunum. Hjálpið börnunum að tengja reglurnar sem kenndar eru í söngnum við upplifanir sem tengjast þessum reglum. Dæmi: Áður en þið syngið „Musterið“ (Barnasöngbók, 99), þá gætuð þið beðið börnin að rétta upp hönd, ef þau hafa séð musteri. Bjóðið þeim, á meðan þau syngja, að hugsa um það hvernig þeim líður þegar þau sjá musteri.

Spyrjið spurninga. Það eru margar spurningar sem þið getið spurt þegar þið syngið söng. Dæmi: Þið gætuð spurt börnin hvað þau læri af hverju erindi söngsins. Þið getið líka beðið þau um að hugsa um spurningar sem söngurinn svarar. Þetta getur leitt til umræðu um sannleikann sem kenndur er í söngnum.

Notið einfaldar handahreyfingar. Bjóðið börnunum að hugsa um einfaldar handahreyfingar til að auðvelda þeim að læra texta og boðskap söngs. Dæmi: Þegar þið syngið annað erindi „Himnafaðir elskar mig“ (Barnasöngbókin, 16), gætuð þið boðið börnunum að benda á augun sín, hreyfa sig eins og fiðrildi og setja lófann á bak við eyrun. Biðjið þau að setja hendur á hjartastað þegar þau syngja „ég veit, að Guð minn elskar mig.“