Kom, fylg mér 2024
8.–14. júlí: „Þeir urðu ‚aldrei fráhverfir.‘“ Alma 23–29


„8.–14. júlí: ‚Þeir urðu „aldrei fráhverfir.“‘ Alma 23–29,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„8.–14. júlí. Alma 23–29,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
Antí–Nefí–Lehítar grafa vopn sín

Antí–Nefí–Lehítar grafa stríðsvopn sín, eftir Jody Livingston

8.–14. júlí: Þeir urðu „aldrei fráhverfir“

Alma 23–29

Veltið þið stundum fyrir ykkur hvort fólki geti í raun breyst? Ef til vill hafið þið áhyggjur af því hvort þið eða ástvinir ykkar fáið sigrast á afleiðingum slæmra ákvarðana eða slæmum ávana. Ef svo er, gæti frásögnin um Antí–Nefí–Lehítana orðið ykkur gagnleg. Þetta fólk var svarinn óvinur Nefítanna. Þegar synir Mósía ákváðu að prédika fagnaðarerindið fyrir þeim, „hlógu [Nefítarnir] háðslega að [þeim].“ Að drepa Lamanítana virtist betri lausn en að snúa þeim til trúar. (Sjá Alma 26:23–25.)

Lamanítarnir breyttust hins vegar – fyrir umbreytingarkraft Jesú Krists. Þeir voru eitt sinn kunnir sem „þjóð, sem var full af hörku og grimmd (Alma 17:14), en „einkenndust [síðar] af guðrækni sinni“ (Alma 27:27). Í raun urðu þeir „aldrei fráhverfir“ (Alma 23:6).

Ef til vill þurfið þið að segja skilið við slæmar hugsanir eða verk til að breytast eða leggja niður „uppreisnarvopn“ (Alma 23:7). Ef til vill þurfið þið bara að vera örlítið guðræknari. Hvaða breytingar sem þið þurfið að gera, þá getur Alma 23–29 vakið ykkur von um að varanleg breyting sé möguleg fyrir friðþægingarkraft Jesú Krists.

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Alma 23–25; 27

Ljósmynd
seminary icon
Trú mín á Jesú Krist og fagnaðarerindi hans mun breyta lífi mínu.

Lamanítar virtust ólíklegir til að snúast til trúar, en samt upplifðu margir þeirra undursamlegar breytingar vegna Jesú Krists. Þessir trúuðu Lamanítar kölluðu sig sjálfa Antí-Nefí-Lehíta.

Að lesa Alma 23–2527, gæti hvatt ykkur til að hugleiða ykkar eigin trúarumbreytingu. Gætið að því hvernig Antí-Nefí-Lehítarnir breyttust – hvernig þeir „snerust til Drottins“ (Alma 23:6). Þið getið byrjað á eftirtöldum versum:

Á hvaða hátt hefur Jesús Kristur og fagnaðarerindi hans breytt ykkur? Hvenær hafið þið fundið nálægð hans? Hvernig getið þið áttað ykkur á hvort þið séuð að snúast til trúar á Jesú Krist? Hvað hvetur andinn ykkur til að gera næst?

Sjá einnig David A. Bednar, „Snúið til Drottins,aðalráðstefna, október 2012; Dale G. Renlund, „Staðföst skuldbinding við Jesú Krist,“ aðalráðstefna, október 2019; Gospel Topics: „Become like Jesus Christ,“ Gospel Library.

Alma 24:7–19; 26:17–22

Guð fyrirgefur mér þegar ég iðrast, því hann er miskunnsamur.

Breytingin sem Antí-Nefí-Lehítarnir upplifðu var meira en bara atferlisbreyting – hún var breyting í hjarta sem varð til vegna trúar á Jesú Krist og einlægrar iðrunar. Þið gætuð ef til vill fundið sannleika um iðrun í hverju versi í Alma 24:7–19. Hvað kenna þessi vers um miskunn Guðs varðandi þá sem iðrast? Hvaða annan sannleika lærið þið af Alma 26:17–22?

Hugleiðið á hvaða hátt Guð hefur sýnt miskunn í lífi ykkar. Hvernig getið þið tjáð honum þakklæti ykkar?

Alma 26; 29

Það vekur mér gleði að miðla fagnaðarerindinu.

Orðið gleði kemur 24 sinnum fyrir í Alma 23–29, sem gerir þessa kapítula tilvalda til að læra hvernig öðlast má gleði með því að lifa eftir – og miðla – fagnaðarerindi frelsarans. Íhugið að læra Alma 26:12–22, 35–37; og 29:1–17 og gæta að ástæðum þess að Ammon, synir Mósía og Alma glöddust. Hvað lærið þið af þessum ritningarhlutum sem getur leitt til aukinnar gleði í lífi ykkar?

Öldungur Marcus B. Nash kenndi: „Það kveikir gleði- og vonarneista í sál þeirra sem miðla fagnaðarerindinu, bæði þeim sem miðlar og þeim sem tekur á móti. Að miðla fagnaðarerindinu er gleði á gleði ofan, von á von ofan“ („Haldið ljósi yðar á lofti,“ aðalráðstefna, október 2021). Hvaða upplifanir hafið þið hlotið af því að miðla öðrum fagnaðarerindinu? Hvaða áskorunum standið þið frammi fyrir þegar þið reynið að miðla fagnaðarerindinu? Hvernig getur himneskur faðir hjálpað ykkur að sigrast á þessum áskorunum?

Spámannlega leiðsögn um hvernig á að miðla fagnaðarerindinu – og finna gleði í því – má finna í boðskap Dallins H. Oaks forseta, „Miðla hinu endurreista fagnaðarerindi,“ (aðalráðstefna, október 2016). Hvaða ábendingar finnið þið í þessum boðskap?

Sjá einnig „The Bush Family Story,“ „Sharing Your Beliefs,“ „Sharing the Gospel“ (myndbönd), Gospel Library.

Íhugið að skrá allt það sem þið mynduð miðla vini um Mormónsbók. Reynið að miðla Mormónsbók með því að nota smáforrit Mormónsbókar.

Gætið að mynstri og þema. Þegar við lærum ritningarnar getum við fundið dýrmætan sannleika með því að gæta að endurteknum orðum, orðtökum eða hugmyndum. Slíkar endurteknar hugmyndir gætu verið millivísanir eða tengingar til að auðvelda sjáanleika þeirra.

Alma 26:5–7

Ég get fundið skjól í Jesú Kristi og fagnaðarerindi hans.

Við uppskeru er korni oft safnað saman í knippi sem kölluð eru kornbindi og sem síðan eru sett í hús sem stundum er kölluð kornhlaða. Hugleiðið hver merking kornbindanna, kornhlöðunnar og stormsins í Alma 26:5–7 gæti verið í lífi ykkar. Hvernig finnið þið skjól í Jesú Kristi?

Sjá einnig Russell M. Nelson, „Musterið og ykkar andlega undirstaða,“ aðalráðstefna, október 2021; David A. Bednar, „Heiðarlega halda nafni og stöðu,“ aðalráðstefna, apríl 2009; „Jesus, Lover of My Soul,“ Sálmar, nr. 102.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Alma 24:6–24

Drottinn blessar mig þegar ég geri mitt besta til að halda loforðin sem ég hef gefið honum.

  • Börn ykkar gætu ef til vill haft gaman af því að grafa „vopn“ sín eins og Antí-Nefí-Lehítarnir gerðu. Þið gætuð lesið nokkur vers í Alma 24:6–24 til að kenna börnunum um loforðin sem Antí-Nefí-Lehítarnir gáfu til að fylgja frelsaranum. Þau gætu síðan hugsað um eitthvað sem þau vilja breyta til að fylgja honum, skrifað það á verkefnasíðu þessarar viku og látist grafa holu til að setja vopn sín í.

  • Börn ykkar gætu lesið Alma 24:15–19 og gætt að því sem Antí-Nefí-Lehítarnir gerðu og var „vitnisburður fyrir Guði.“ Þið gætuð síðan rætt við þau um það hvernig sáttmálar okkar gera verið „vitnisburður fyrir Guði“ (vers 18). Látið börn ykkar ræða um það hvernig þau munu sýna Guði að þau vilji fylgja honum. Að syngja söng eins og „Ég fylgi áformi Guðs“ (Barnasöngbókin, 86) gæti hjálpað við að innblása þau.

Alma 24:7–10; 26:23–34; 27:27–30

Ég get iðrast.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að skilja hvernig Jesús Kristur getur gert okkur mögulegt að breytast þegar við iðrumst, gætuð þið kennt þeim um Antí-Nefí-Lehítana. Í þeirri viðleitni gætuð þið merkt tvær skálar „fyrir“ og „eftir.“ Börn ykkar gætu síðan lesið Alma 17:14–15 og 27:27–30 og skrifað hvernig Lamanítarnir voru áður og eftir að þeir iðruðust og sett það í rétta skál. Hvað hjálpaði þeim að breytast, samkvæmt Alma 24:7–10? Hvernig getum við sýnt Guði þakklæti fyrir miskunnsemi hans?

Alma 26; 29

Jesús Kristur færir mér gleði og ég get miðlað þeirri gleði.

  • Þið og börn ykkar gætuð ef til vill notið þess að teikna myndir af því sem vekur ykkur gleði í fagnaðarerindi Jesú Krists. Miðlið börnum ykkar myndunum og hvetjið þau til að miðla einhverjum myndunum sínum til að hjálpa þeim einstaklingi að finna líka gleði.

  • Hjálpið börnum ykkar að finna orðin gleði og fögnuður í Alma 26 og 29. Hvað vakti Ammon og Alma gleði eða varð til þess að þeir fögnuðu? Þessi spurning gæti leitt til umræðu um gleði þess að lifa eftir eða miðla fagnaðarerindi Jesú Krists.

Alma 27:20–30

Ég get hjálpað vinum mínum að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists.

  • Börn ykkar gætu lesið Alma 27:22–23 og gætt að því sem Nefítarnir gerðu til að hjálpa Antí-Nefí-Lehítunum að halda loforð sitt um að berjast aldrei aftur. Hvernig getum við hjálpað vinum okkar að halda loforð sín? Börn ykkar gætu leikið aðstæður? Dæmi: Hvað getum við sagt við vin sem vill ljúga eða vera illskeyttur?

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Antí–Nefí–Lehítar grafa vopn sín

Teikning af Antí–Nefí–Lehítunum að grafa vopn sín, eftir Dan Burr