Kom, fylg mér 2024
4.–10. mars: „Vér fögnum í Kristi.“ 2. Nefí 20–25


„4.–10. mars: ‚Vér fögnum í Kristi.‘ 2. Nefí 20–25,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2024)

„4.–10. mars. 2. Nefí 20–25,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2024)

Ljósmynd
fjölskylda við nám

4.–10. mars: „Vér fögnum í Kristi“

2. Nefí 20–25

Í ritverki Jesaja er að finna sterkar aðvaranir en þar er líka að finna von og gleði. Þetta er ein ástæða þess að Nefí hafði þær með í heimild sinni, en hann sagði: „Ég [færi] nokkur orða Jesaja í letur, svo að hver sá … sem þau sér, megi upplyftast í hjarta og fyllast fögnuði“ (2. Nefí 11:8). Í vissum skilningi er boðið um að lesa ritverk Jesaja fagnaðarboð. Þið getið, líkt og Nefí, haft unun af spádómum Jesaja um samansöfnun Ísraels, komu Messíasar og friðinn sem hinir réttlátu hafa fyrirheit um. Þið getið fagnað yfir því að lifa á hinum fyrirspáða degi, er Drottinn hefur „[reist] merki fyrir þjóðirnar, [og er að] heimta saman hina brottreknu úr Ísrael“ (2. Nefí 21:12). Þegar ykkur þyrstir eftir réttlæti, getið þið „[með gleði ausið vatni] úr lindum hjálpræðisins“ (2. Nefí 22:3). Þið getið með öðrum orðum, „[fagnað] í Kristi“ (2. Nefí 25:26).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

2. Nefí 21–22

Ég get fundið frið í Jesú Kristi.

Börn Lehís áttu í vanda með ágreining sín á milli. Vandinn varð verri meðal kynslóðar framtíðar og leiddi til sundrungar, ánauðar, sorgar og tortímingar. Ágreiningur og deilur halda áfram að vera vandi á okkar tíma.

Hugleiðið spádóminn í 2. Nefí 21–22 með allt þetta í huga. Íhugið hvernig frelsarinn er að uppfylla þessa spádóma. Hvaða merkingu hefur spádómurinn um að úlfurinn muni „una hjá lambinu“ fyrir ykkur? (2. Nefí 21:6). Íhugið hvað þið getið gert til að vera friðflytjendur.

Sjá Dale G. Renlund, „Friður Krists rífur niður vegg fjandskapar,“ aðalráðstefna, október 2021.

2. Nefí 21:9–12

Drottinn er að safna saman fólki sínu.

Nefí og fjölskylda hans voru vitni að tvístrun Ísraels (sjá 2. Nefí 25:10). Þið getið nú tekið þátt í samansöfnun Ísraels (sjá 2. Nefí 21:12). Þegar þið lesið 2. Nefí 21:9–12, hugsið þá um það hvernig þið getið hjálpað við að uppfylla spádómana sem tilgreindir eru í þessum versum.

Þegar þið t.d. lesið um „merkið“ (staðalinn eða fánann) sem verður reist til að safna fólki Guðs, íhugið þá hvernig þið hafið séð Guð safna saman fólki sínu, líkamlega og andlega. Hvað laðar fólk að Drottni og kirkju hans?

Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera til hjálpar við samansöfnun fólks Guðs?

2. Nefí 23–24

Babýlon mun falla í veraldleika sínum.

Konungsríkið Babýlon var voldugt stjórnmála- og hernaðarríki og mikil ógn fyrir Ísrael til forna. Fyrir fólk Nefís – og okkur í dag – er ógnin meira það sem Babýlon stendur fyrir: veraldleika og synd. Íhugið hvernig aðvaranir Drottins í 2. Nefí 23–24 gætu hafa haft áhrif á fólk sem óttaðist eða dáðist að eða treysti á auðæfi og mátt Babýlon (sjá t.d. 23:6–9, 11, 19–22; 24:10–19). Hvað er eitthvað álíka sem við gætum óttast eða dáðst að á okkar tíma? Hver finnst ykkur geta vera boðskapur frelsarans til ykkar í þessum kapítulum? Hugleiðið hvernig þið getið sýnt að þið „[finnið] fögnuð í hátign [Drottins]“ (2. Nefí 23:3).

2. Nefí 25:19–29

Ljósmynd
trúarskólatákn
„Við tölum um Krist … vér fögnum í Kristi.“

Nefí miðlaði opinskátt trúarskoðunum sínum – einkum vitnisburði sínum um Jesú Krist. Þegar þið lærið 2. Nefí 25, hugsið þá um þrá Nefís „til að hvetja börn [sín] … til að trúa á Krist og sættast við Guð“ (vers 23). Hvað vildi Nefí að fólk vissi um frelsarann? (sjá vers 12–13, 16). Hvernig sannfærði Nefí fólk til að trúa á hann? (sjá vers 19–29). Merkið við ritningarhluta í þessum kapítula sem hvetja ykkur til að trúa á og fylgja Jesú Kristi.

Sum okkar eru ef til vill ekki eins hugdjörf og Nefí við að tala um Krist. Þið gætuð þó ef til vill fundið eitthvað í kenningum Nefís í 2. Nefí 25:23–26 sem innblæs ykkur til að tala meira opinskátt um hann við aðra. Dæmi: Orð Nefís, „vér fögnum í Kristi,“ gætu hvatt ykkur til að hugleiða hvernig frelsarinn færir ykkur gleði – og hvernig þið getið miðlað öðrum þeirri gleði.

Í boðskap sínum, „Við tölum um Krist“ (aðalráðstefna, október 2020), leggur öldungur Neil L. Andersen fram tillögur um það hvernig við getum talað meira opinskátt um Krist við hinar ýmsu aðstæður. Hvaða tillögur hans höfða mest til ykkar? Hvaða tækifæri hafið þið til að tala við aðra um Krist?

Hvað finnst ykkur þið hvött til að segja öðrum um Jesú Krist? Ef þið þurfið fleiri hugmyndir, gætuð þið kannað „Lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna“ (Gospel Library). Sálmur eins og „Trú mín er á Krist“ (Sálmar, nr. 34) gæti vakið fleiri hugmyndir.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

2. Nefí 21:1–5

Jesús Kristur mun dæma í réttlæti.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að raungera þessi vers, athugið þá hvort þið getið fundið tré sem hefur verið fellt eða greinar af stofni trés (eða notið myndina hér að neðan). Ef „kvisturinn“ í 2. Nefí 21:1 táknar Jesú Krist, hvað kenna þá vers 2–5 okkur um hann?

Ljósmynd
lítil græðlingur sem vex út úr tréstofni

2. Nefí 21:6–9

Jesús Kristur færir frið og gleði.

  • Hvað kennir 2. Nefí 21:6–9 um það sem getur gerst þegar allir fylgja frelsaranum? (sjá einnig 4. Nefí 1:15–18). Hvernig getum við heimfært þetta betur upp á heimili okkar? Börn ykkar gætu notið þess að skoða mynd af dýrunum sem getið er um í versum 6–7 – dýrum sem venjulega eru óvinveitt en munu ekki skaða hvert annað eftir endurkomu Jesú (sjá verkefnasíðu þessarar viku). Börn ykkar gætu líka teiknað myndir af sjálfum sér og dýrunum sem lifa í friðsæld með Jesú.

2. Nefí 21:11–1222

Drottinn er að safna saman fólki sínu.

  • Jesaja sagði að Drottinn myndi reisa „merki fyrir þjóðirnar,“ til að hjálpa fólki að safnast saman í sér (sjá 2. Nefí 21:11–12). Hjálpið börnum ykkar að skilja að merki sé eins og fáni. Þau gætu ef til vill notið þess að teikna eigin fána. Þau gætu haft þar með myndir eða orð sem tákna ástæður þess að þau koma til Jesú Krists og kirkju hans. Látið þau ræða um fánana sína og hjálpið þeim að hugsa um hvernig þau geti hjálpað öðrum að „safnast saman“ í Jesú Kristi.

  • Eftir að þið hafið lesið saman 2. Nefí 22:4–5, gætuð þið rætt við börn ykkar um það „dásemdarverk“ sem Drottinn hefur unnið. Hver eru sum „máttarverk“ Drottins meðal okkar sem við getum sagt frá? Til að hjálpa börnum ykkar að ígrunda þessa spurningu, gætuð þið sungið saman söng um frelsarann, eins og „Trú mín er á Krist“ (Sálmar, nr. 34). Þið gætuð skipst á að ljúka setningu eins og þessari: „Trú mín er á Krist; hann .“ Hvernig getum við hjálpað öðrum að vita hvað frelsarinn hefur gert fyrir okkur?

2. Nefí 25:26

„Vér fögnum í Kristi.“

  • Hvernig getið þið hjálpað börnum ykkar að „fagna í Kristi“? Þið gætuð ef til vill sagt sögu um Jesú Krist að færa öðrum gleði eða sýnt myndband, svo sem „Jesus Heals a Man Born Blind“ eða „Suffer the Little Children to Come unto Me“ (Gospel Library). Börn ykkar gætu tilgreint gleðiríkar stundir í sögunni eða myndbandinu. Þegar þið lesið saman 2. Nefí 25:26, gætu þau rætt af hverju þau „fagna í Kristi.“

Vitnið um Krist. Gerið ekki ráð fyrir því að fjölskylda ykkar viti hvað ykkur finnst um frelsarann. Segið þeim frá því og látið tilfinningar ykkar til frelsarans hafa áhrif á samskipti ykkar við þau.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
trúboðar kenna fjölskyldu

Ég fer hvert sem vilt að ég fari, eftir Ramon Ely Carcia Rivas