2019
Sérniðin persónuleg opinberun
Apríl 2019


Sérsniðin persónuleg opinberun

Hvernig er hægt að greina á milli opinberunar og eigin hugsana?

Ljósmynd
woman reading book

Listaverk eftir Brian Kershisnik

Við búum í heimi margra tækifæra. Okkur er frjálst að velja eigin starfsferil, skóla, maka, búsetu og ótal margt annað. Það er sannlega blessun okkar kynslóðar. Hinsvegar gera allir þessir valkostir okkur erfiðara fyrir að taka ákvarðanir, því það er svo margt hægt að gera sem leiðir til góðs. Hvernig veljum við hið rétta þegar úr svo mörgu góðu er að velja? Þegar ykkur finnst þið ráðvillt í frumskógi ákvarðana, vitið þá að himneskur faðir vill leiða ykkur. Þið getið valið réttu leiðina og hlotið svörin sem þið leitið að, ef þið fylgið rödd hans. Þekkið hvernig hann talar til ykkar, treystið honum, fylgið spámanninum, verið þolinmóð, jákvæðari og sýnið trú og þið verðið að lokum leidd í rétta átt.

— Vira Vashchenko, Kýv, Úkraínu

Allt mitt líf hef ég séð hvernig Drottinn leiðir mig og ég veit að allt sem ég hef áorkað er honum og hans leiðsögn að þakka. Meira að segja á þeim stundum er mér finnst ég vera ein, lætur hann mig að lokum finna að hann hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. Af þessari ástæðu hef ég tekið ákvörðun um að sækja fram í trú, jafnvel þótt mér finnist ég vera ein. Mér finnst vegurinn framundan ekki alltaf skýr og ég fæ ekki alltaf séð hvað bíður mín í framtíðinni, en ég tek alltaf skrefið í trú og þá fer ég að sjá ljósið og hönd Guðs í lífi mínu. Ég veit að himneski faðir og sonur hans, Jesús Kristur, elska okkur og eru fúsir til að leiða okkur, en þeir vænta þess líka að við trúum á þá og bregðumst við þegar við hljótum innblástur frá andanum.

— Indhira Mejia, Dómeníska lýðveldinu

Með aldrinum hef ég orðið að læra tungumál andans. Andinn talar til mín með einföldum hugsunum. Ég hef þurft að æfa mig svolítið til að greina röddina og yfirleitt kemur andinn til mín á hljóðum stundum, til dæmis við akstur í vinnu. Ég veit að ekki er um mínar hugsanir að ræða, því andinn talar oft óvænt í huga minn þegar ég er alls ekki að hugsa um efnið.

— Clarissa Mae Taylor, Utah, Bandaríkjunum

Ég held að ein sú merkilegasta tækni sem við þurfum að ná tökum á, er hæfileikinn til að þekkja hina hljóðu rödd heilags anda. Kostgæfið ritninganám hefur verið mér hvatning til að gera það. Ég hef alltaf haft þá trú að þeir sem leita af kostgæfni munu finna og leyndardómar Guðs munu ljúkast upp fyrir slíkum fyrir kraft heilags anda (sjá 1 Ne 10:19). Með öðrum orðum, ef ég þrái að greina andann, má ég ekki leyfa að einskis nýtar hugsanir eða daglegar áhyggjur fylli hugann, heldur verð ég að hella mér í verkið og gleyma sjálfum mér. Á þann hátt get ég greint andann betur, því ég er undir það búinn! Á sama hátt og skip siglir með erfiðleikum í gegnum storm, fáum við ekki heyrt andann, ef áhyggjuefni lífsins, sem við höfum ekki stjórn á, ná að trufla okkur.

— Emmanuel Borngreat Dogbey, Accra, Ghana

Ljósmynd
couple

Í litlu fjölskyldunni okkar greinum við andann vegna þess friðar sem við upplifum, einkum ég og eiginmaður minn saman sem hjón. Ef um er að ræða okkar eigin hugsanir, finnum við aldrei að eitthvað sé óyggjandi rétt – það eru alltaf efi og ótti undir niðri. Ef hinsvegar um opinberun er að ræða, finnum við alltaf frið, jafnvel þótt við rökræðum og hlutirnir virðast ekki auðskiljanlegir í fyrstu. Þegar við fylgjum andanum og látum á það reyna, sjáum við alltaf allt falla í réttar skorður og hlutina ganga upp. Þá lítum við á hvort annað og segum: „Ó, nú skil ég þetta!“

— Maryana Wright, Utah, Bandaríkjunum

Þótt við hljótum öll opinberanir á ólíkan hátt, er eitt án efa staðreynd: Guð talar oft til okkar. Við þurfum aðeins að vera fús til að auka hæfni okkar til að greina og heyra rödd hans. Russell M. Nelson forseti sagði: „Biðjið í nafni Jesú Krists varðandi áhyggjuefni ykkar, ótta, veikleika – já, innstu hjartans þrá. Leggið síðan við hlustir! Skrifið hjá ykkur það sem upp í hugann kemur. Skráið tilfinningar ykkar og fylgið innblæstri ykkar eftir í verki. Ef þið endurtakið þetta ferli dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, munið þið ,vaxa inn í reglu opinberunar‘“ („Revelation for the Church, Revelation for Our Lives,“ Liahona, maí 2018, 95).