Ritningar
Bók Móse 4


4. Kapítuli

(Júní — október 1830)

Hvernig Satan varð djöfullinn — Hann freistar Evu — Adam og Eva falla og dauði kemur í heiminn.

1 Og ég, Drottinn Guð, talaði til Móse og sagði: Sá aSatan, sem þú hefur boðið í nafni míns eingetna, er hinn sami og var frá bupphafi, og hann kom til mín og sagði — Sjá, hér er ég, send mig, ég mun vera sonur þinn og ég mun endurleysa allt mannkyn, svo að ekki glatist ein sál, og vissulega mun cég gjöra það. Veit mér þess vegna heiður þinn.

2 En sjá, minn elskaði asonur, sem var minn elskaði og bútvaldi frá upphafi, sagði við mig — cFaðir, verði þinn dvilji og þín sé edýrðin að eilífu.

3 Og vegna þess að Satan areis gegn mér og reyndi að tortíma bsjálfræði mannsins, sem ég, Drottinn Guð, hafði gefið honum, og vildi einnig, að ég gæfi sér minn eigin kraft, lét ég cvarpa honum niður með krafti míns eingetna —

4 Og hann varð Satan, já, sjálfur djöfullinn, faðir allra alyga, til að blekkja og blinda mennina og leiða þá ánauðuga að vilja sínum, já, alla þá, sem ekki hlýða á rödd mína.

5 En nú var höggormurinn aslægari en öll önnur dýr merkurinnar, sem ég, Drottinn Guð, hafði gjört.

6 Og Satan hafði áhrif á höggorminn (því að hann hafði dregið marga á eftir sér), og hann leitaðist einnig við að tæla aEvu, því að hann þekkti ekki huga Guðs. Þess vegna reyndi hann að tortíma heiminum.

7 Og hann mælti við konuna: Já, hefur Guð sagt: Þú skalt ekki eta af öllum trjám í aaldingarðinum? (Og hann talaði um munn höggormsins).

8 Og konan sagði við höggorminn: Við megum eta af ávexti trjánna í garðinum —

9 En um ávöxt þess trés, sem þú sérð í miðjum garðinum, hefur Guð sagt — Þú skalt hvorki eta hann né snerta hann, ella munt þú deyja.

10 En höggormurinn sagði við konuna: Þú munt ekki örugglega deyja —

11 Því að Guð veit, að þann dag, sem þið etið af honum, munu aaugu ykkar ljúkast upp og þið verðið sem guðir, bvitið skyn góðs og ills.

12 Og er konan sá, að tréð var gott að eta af og að það var fagurt á að líta, og tré, sem agirnilegt var til að öðlast visku af, tók hún af ávexti þess og bát, og hún gaf einnig eiginmanni sínum með sér, og hann át.

13 Og augu þeirra beggja lukust upp og þau vissu, að þau höfðu verið anakin, og þau fléttuðu saman fíkjuviðarblöð og gjörðu sér mittissvuntur.

14 Og þau heyrðu rödd Drottins Guðs, er þau voru á agangi í aldingarðinum í svala dagsins. Og Adam og eiginkona hans fóru og földu sig fyrir návist Drottins Guðs milli trjánna í aldingarðinum.

15 Og ég, Drottinn Guð, kallaði á Adam og sagði við hann: Hvert aferð þú?

16 Og hann svarað: Ég heyrði rödd þína í aldingarðinum og varð hræddur, því ég sá, að ég var nakinn, og ég faldi mig.

17 Og ég, Drottinn Guð, sagði við Adam: Hver sagði þér, að þú værir nakinn? Hefur þú etið af trénu, sem ég bauð þér að eta ekki af, ef svo er, munt þú örugglega adeyja?

18 Þá svaraði maðurinn: Konan, sem þú gafst mér og bauðst að vera skyldi hjá mér, hún gaf mér ávöxt af trénu, og ég át.

19 Og ég, Drottinn Guð, sagði við konuna: Hvað er það, sem þú hefur gjört? Og konan svaraði: Höggormurinn atældi mig, og ég át.

20 Og ég, Drottinn Guð, sagði við höggorminn: Af því að þú gjörðir þetta, skalt þú vera abölvaður umfram allan fénað og umfram öll dýr merkurinnar. Á kviði þínum skalt þú skríða og duft skalt þú eta alla þína lífdaga —

21 Og fjandskap mun ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Og hann mun merja höfuð þitt og þú munt merja hæl hans.

22 En ég, Drottinn Guð, sagði við konuna: Ég mun stórlega auka þjáning þína og þungun. Með aþjáning skalt þú börn fæða, og þrá þín verður til manns þíns, en hann mun drottna yfir þér.

23 Og ég, Drottinn Guð, sagði við Adam: Þar sem þú hlýddir röddu konu þinnar og hefur etið ávöxt þess trés, sem ég bauð þér og sagði: Þú skalt ekki eta af því — þá sé jörðin bölvuð þín vegna. Með þjáning skalt þú næra þig af henni alla þína lífdaga.

24 Þyrna og þistla skal hún og bera þér, og þú skalt eta jurtir vallarins.

25 Í asveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þar til þú hverfur aftur til moldarinnar, því að þú munt örugglega deyja — því að úr henni varst þú numinn, því að bduft varst þú og til duftsins skalt þú aftur hverfa.

26 Og maðurinn nefndi konu sína Evu, því að hún var móðir allra lifenda. Og svo hef ég, Drottinn Guð, nefnt hina fyrstu allra kvenna, sem eru amargar.

27 Og ég, Drottinn Guð, gjörði Adam og einnig eiginkonu hans skinnklæði og lét þau aklæðast þeim.

28 Og ég, Drottinn Guð, sagði við minn eingetna: Sjá, amaðurinn er orðinn sem einn af oss, þar eð hann bveit skyn góðs og ills. Og til þess að hann rétti nú ekki út hönd sína og ctaki einnig af dlífsins tré og eti og lifi að eilífu —

29 Þá mun ég, Drottinn Guð, senda hann burt úr aldingarðinum aEden til að yrkja jörðina sem hann var numinn úr —

30 Og sem ég, Drottinn Guð, lifi, já, svo munu aorð mín ekki gjörð ógild, því að eins og þau ganga fram af mínum munni, svo hljóta þau að uppfyllast.

31 Svo að ég rak manninn burt og setti akerúba austan við Edensgarð, og logandi sverð, og snerist það í allar áttir, til að vakta veginn að lífsins tré.

32 (Og þetta eru þau orð, sem ég mælti til þjóns míns, Móse, og þau eru sönn og að vilja mínum, og ég hef talað þau til þín. Gættu þess að sýna þau engum manni öðrum en þeim, sem trúa, fyrr en ég býð þér það. Amen.)