Námshjálp
ÞJS, 1. Korintubréf 7


ÞJS, 1. Korintubréf 7:1–2, 5, 26, 29–33, 38. Samanber 1. Korintubréf 7:1–2, 5, 26, 29–38

Páll kennir, að hjónaband sé eftirsóknarvert. Þeir, sem kallaðir eru sem trúboðar, þjóna Guði hins vegar betur, ef þeir eru einhleypir á meðan á þjónustu þeirra stendur.

1 En varðandi það sem þér hafið ritað um og sögðuð, að gott væri fyrir mann að snerta ekki konu.

2 Engu að síður segi ég, að til að forðast saurlifnað skuli hver maður hafa sína eiginkonu og hver kona hafi sinn eiginmann.

5 Haldið yður eigi hvort frá öðru, nema þá eftir samkomulagi um stundarsakir, svo að þér getið gefið yður að föstu og bæn, og komið svo saman aftur, til þess að Satan freisti yðar ekki vegna ístöðuleysis yðar.

26 Vegna yfirstandandi neyðar tel ég því að gott sé fyrir mann að vera þannig, svo að hann geti gjört meira gott.

29 En ég tala til yðar, sem kallaðir eru til þjónustunnar. Því það segi ég, bræður, að tíminn er skammur, þá er þér verðið sendir til þjónustunnar. Jafnvel þeir, sem konur eiga, skulu vera eins og þeir ættu engar. Því að þér eruð kallaðir og útvaldir til þess að vinna verk Drottins.

30 Og með þá sem gráta verður eins og þeir grétu ekki, og þeir sem fagna, eins og þeir fögnuðu ekki, og þeir sem kaupa, eins og þeir héldu ekki því, sem þeir kaupa —

31 Og þeir sem nota heiminn, eins og þeir færðu sér hann ekki í nyt. Því að háttur þessa heims líður undir lok.

32 En ég vil, bræður, að þér eflið köllun yðar. Ég vil, að þér séuð áhyggjulausir. Því að hinn ókvænti ber fyrir brjósti það, sem Drottins er, hversu hann megi Drottni þóknast. Því vinnur hann sigur.

33 En hinn kvænti ber fyrir brjósti það, sem heimsins er, hversu hann megi þóknast konu sinni. Þar er því munur á, því að hindrun er á vegi hans.

38 Þannig gjöra þá báðir vel, sá sem kvænist gjörir vel og hinn, sem kvænist ekki, hann gjörir betur.