Ritningar
Kenning og sáttmálar 98


98. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 6. ágúst 1833. Opinberunin kom vegna ofsókna á hendur hinum heilögu í Missouri. Aukið landnám kirkjumeðlima í Missouri vakti ugg hjá öðrum landnemum, sem fannst ógn stafa af fjölda hinna heilögu, stjórnmálalegum og fjárhagslegum áhrifum og menningarlegum og trúarlegum mismun. Í júlí 1833 eyðilagði múgur eignir kirkjunnar, tjargaði og fiðraði tvo kirkjumeðlimi, og kröfðust þess að hinir heilögu yfirgæfu Jacksonsýslu. Þó að einhverjar fréttir af vandamálunum í Missouri hafi án efa borist spámanninum í Kirtland (níu hundruð mílna farlægð), gat hann einungis á þessum tíma vitað með opinberun hversu alvarleg þau voru.

1–3, Þrengingar hinna heilögu verða þeim til góðs; 4–8, Hinir heilögu skulu vinveittir stjórnskipunarlögum landsins; 9–10, Heiðvirðir, vitrir og góðir menn skulu studdir í veraldleg stjórnunarstörf; 11–15, Þeir sem fórna lífi sínu fyrir málstað Drottins munu eignast eilíft líf; 16–18, Hafnið styrjöldum og boðið frið; 19–22, Hinir heilögu í Kirtland eru ávíttir og þeim boðið að iðrast; 23–32, Drottinn opinberar lögmál sín varðandi ofsóknir og þrengingar, sem fólk hans má þola; 33–38, Stríð er aðeins réttlætanlegt, þegar Drottinn býður það; 39–48, Hinum heilögu ber að fyrirgefa óvinum sínum, sem einnig munu umflýja refsingu Drottins, ef þeir iðrast.

1 Sannlega segi ég yður, vinir mínir: aÓttist ei, látið huggast. Já, gleðjist ævinlega og færið bþakkir í öllu —

2 aÞjónið Drottni af þolinmæði, því að bænir yðar hafa náð eyrum Drottins hersveitanna og eru skráðar með þessu innsigli og þessari yfirlýsingu — Drottinn hefur unnið þess eið og ákvarðað, að þær verði veittar.

3 Þess vegna gefur hann yður þetta fyrirheit, með ófrávíkjanlegum sáttmála um að þær skuli uppfyllast. Og allar aþrengingar yðar munu í heild verða yður til góðs og nafni mínu til dýrðar, segir Drottinn.

4 Og sannlega segi ég yður nú varðandi lög landsins, að það er vilji minn að fólk mitt gæti þess að gjöra allt, sem ég býð því.

5 Og astjórnskipunarlög landsins, sem styðja frelsi með því að tryggja rétt og réttindi fólksins, tilheyra öllu mannkyni og eru réttlætanleg fyrir mér.

6 Þess vegna réttlæti ég, Drottinn, yður og bræður yðar í kirkju minni í því að vera hliðhollir þeim lögum, sem eru stjórnskipunarlög landsins —

7 En með tilliti til mannlegra laga, er hvað sem er meira eða minna en þetta frá hinu illa.

8 Ég, Drottinn Guð, gjöri yður afrjálsa. Þess vegna eruð þér vissulega frjálsir, og lögin gjöra yður einnig frjálsa.

9 En þegar hinir aranglátu stjórna, grætur þjóðin.

10 Þess vegna skyldi af kostgæfni leitað eftir aheiðvirðum og vitrum mönnum, og góða og vitra menn skuluð þér gæta þess að styðja. Að öðru leyti er allt, sem er minna en það, af hinu illa.

11 Og ég gef yður boðorð um að hafna öllu illu og halda yður fast að öllu góðu, og lifa eftir sérhverju aorði, sem fram gengur af Guðs munni.

12 Því að hann mun agefa hinum staðföstu orð á orð ofan og setning á setning ofan. Og með því mun ég breyna yður og sanna.

13 Og hver sá, sem afórnar lífi sínu mín vegna, vegna nafns míns, mun finna það aftur, já, eilíft líf.

14 aÓttist þess vegna ekki óvini yðar, því að ég hef ákvarðað í hjarta mínu, segir Drottinn, að ég muni breyna yður í öllu, hvort þér séuð sáttmála mínum trúir, allt til cdauða, svo að þér reynist verðugir.

15 Því að ef þér eruð eigi trúir sáttmála mínum, eruð þér ekki verðugir mín.

16 aHafnið þess vegna bstríði og boðið cfrið og reynið af kostgæfni að dsnúa hjörtum barnanna til feðra sinna og hjörtum feðranna til barnanna —

17 Og enn fremur hjörtum aGyðinganna til spámannanna og spámannanna til Gyðinganna, svo að ég komi ekki og ljósti alla jörðina banni, og allt hold eyðist fyrir mér.

18 Hjörtu yðar skelfist ekki, því að í húsi föður míns eru amörg híbýli, og ég hef búið yður stað, og þar sem faðir minn og ég erum, þar skuluð þér einnig vera.

19 Sjá, ég, Drottinn, er ekki vel ánægður með marga í kirkjunni í Kirtland —

20 Því að þeir láta ekki af syndum sínum og ranglátum háttum, stærilæti hjarta síns og ágirnd sinni og allri viðurstyggð sinni og virða eigi vísdómsorðin og eilíft líf, sem ég hef gefið þeim.

21 Sannlega segi ég yður, að ég, Drottinn, mun aaga þá og gjöra eins og mér hentar, ef þeir iðrast ekki og virða ekki allt, sem ég hef sagt þeim.

22 Og enn segi ég yður: Ef þér gætið þess að agjöra allt, sem ég býð yður, mun ég, Drottinn, snúa allri heilagri og réttlátri reiði frá yður og bhlið heljar munu eigi á yður sigrast.

23 Nú tala ég til yðar varðandi fjölskyldur yðar — ef menn aljósta yður eða fjölskyldur yðar einu sinni, og þér umberið það með þolinmæði og hvorki lastið þá né leitið hefnda, þá skal yður launað —

24 En ef þér umberið það ekki með þolinmæði, mun aðeins svo á það litið, að yður sé amælt eins og réttmætt er.

25 Og enn, ef óvinur yðar lýstur yður í annað sinn og þér lastið óvin yðar eigi og umberið það af þolinmæði, munu laun yðar verða hundraðföld.

26 Og enn, ljósti hann yður í þriðja sinn og þér umberið það af aþolinmæði, munu margföld laun yðar fjórfaldast —

27 Og þessir þrír vitnisburðir munu standa gegn óvini yðar og verða ekki afmáðir, ef hann iðrast ekki.

28 Og sannlega segi ég yður nú: Ef óvinur yðar fær umflúið refsingu mína og verður eigi leiddur fyrir mig til dóms, þá skuluð þér sjá um að aaðvara hann í mínu nafni, svo að hann ráðist ekki oftar að yður eða fjölskyldu yðar, jafnvel barnabörnum yðar í þriðja og fjórða ættlið.

29 Og ef hann mun ráðast að yður eða börnum yðar eða barnabörnum í þriðja og fjórða lið, þá hef ég selt óvin yðar í yðar hendur —

30 Og viljið þér þá hlífa honum, munuð þér hljóta laun fyrir réttlæti yðar, og einnig börn yðar og barnabörn í þriðja og fjórða lið.

31 Eigi að síður er óvinur yðar í yðar höndum, og ef þér launið honum í samræmi við verk hans, eruð þér réttlættir. Hafi hann sóst eftir lífi yðar og lífi yðar sé hætta búin af honum, er óvinur yðar í höndum yðar og þér eruð réttlættir.

32 Sjá, þetta er það lögmál, sem ég gaf þjóni mínum Nefí og afeðrum yðar Jósef og Jakob og Ísak og Abraham og öllum fornum spámönnum mínum og postulum.

33 Og enn fremur, þetta er það alögmál, sem ég gaf mínum til forna, svo að þeir legðu ekki til orrustu við neina þjóð, kynkvísl, tungu eða lýð, nema ég, Drottinn, byði þeim svo.

34 Og segði einhver þjóð, tunga eða lýður þeim stríð á hendur, skyldu þeir fyrst lyfta upp afriðarmerki gegn þeim lýð, þeirri þjóð eða tungu —

35 Og sinntu þau engu því friðarmerki, né heldur öðru sinni eða þriðja sinni, skyldu þeir færa Drottni þessa vitnisburði sína —

36 Þá mundi ég, Drottinn, gefa þeim fyrirmæli og réttlæta þá í að ganga til orrustu við þá þjóð, tungu eða þann lýð.

37 Og ég, Drottinn, myndi aheyja orrustu þeirra og orrustu barna þeirra og barnabarna, þar til þeir hefðu náð rétti yfir öllum óvinum sínum í þriðja og fjórða lið.

38 Sjá, þetta er öllu fólki mínu til eftirbreytni, segir Drottinn Guð yðar, og til réttlætingar fyrir mér.

39 Og enn, sannlega segi ég yður, að ef óvinur yðar iðrast, eftir að hafa ráðist að yður í fyrsta sinn, og biður um fyrirgefningu, þá skuluð þér fyrirgefa honum og eigi lengur halda því sem vitnisburði gegn óvini yðar —

40 Og þannig í annað og þriðja sinn. Og jafnoft og óvinur yðar iðrast misgjörða sinna gegn yður, skuluð þér afyrirgefa honum, allt að sjötíu sinnum sjö.

41 Og brjóti hann gegn yður og iðrist ekki í fyrsta sinn, skuluð þér engu að síður fyrirgefa honum.

42 Og ef hann brýtur gegn yður í annað sinn og iðrast ekki, skuluð þér engu að síður fyrirgefa honum.

43 Og brjóti hann gegn yður í þriðja sinni og iðrist ekki, skuluð þér einnig fyrirgefa honum.

44 En brjóti hann gegn yður í fjórða sinn, skuluð þér ekki fyrirgefa honum, heldur færa Drottni þessa vitnisburði og þeir munu ekki afmáðir fyrr en hann iðrast og launar yður fjórfalt fyrir allt það, sem hann hefur brotið gegn yður.

45 Og gjöri hann svo, skuluð þér fyrirgefa honum af öllu hjarta, en gjöri hann það ekki, mun ég Drottinn ná arétti yðar yfir óvinum yðar hundraðfalt —

46 Og börnum hans og barnabörnum og öllum þeim, sem forsmá mig, í aþriðja og fjórða ættlið.

47 En ef börnin eða barnabörnin skyldu iðrast og asnúa sér til Drottins Guðs síns af öllu hjarta sínu og öllum mætti sínum, huga og styrk, og endurgjalda fjórfalt allar misgjörðir sínar eða misgjörðir feðra sinna eða forfeðra sinna, þá skal bræði yðar snúið frá þeim —

48 Og arefsing skal ekki lengur koma yfir þau, segir Drottinn Guð yðar, og misgjörðir þeirra skulu aldrei framar færðar Drottni sem vitnisburður gegn þeim. Amen.