Ritningar
Kenning og sáttmálar 95


95. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 1. júní 1833. Opinberunin er áframhald guðlegrar leiðsagnar um byggingu húss undir guðsþjónustu og fræðslu, húss Drottins (sjá kafla 88:119–136).

1–6, Hinir heilögu eru agaðir fyrir að byggja ekki hús Drottins; 7–10, Drottinn þráir að nota hús sitt til að veita fólki sínu kraft frá upphæðum; 11–17, Húsið skal tileinkað guðsþjónustu og skóla postulanna.

1 Sannlega, svo segir Drottinn við yður, sem ég elska: Og þá, sem ég elska, aaga ég einnig, svo að syndir þeirra verði bfyrirgefnar, því að með öguninni greiði ég veginn fyrir clausn þeirra frá öllu því sem dfreistar. Og ég hef elskað yður —

2 Þess vegna er nauðsynlegt að þér verðið agaðir og standið átaldir frammi fyrir mér —

3 Því að þér hafið drýgt afar hryggilega synd gegn mér, þar eð þér hafið ekki í öllu farið eftir hinu mikla boði, sem ég gaf yður varðandi byggingu ahúss míns —

4 Sem ég hef í huga til að búa postula mína undir að asniðla víngarð minn í síðasta sinn, svo að ég megi koma til leiðar hinu bsérstæða verki mínu, og geti cúthellt anda mínum yfir allt hold —

5 En sjá, sannlega segi ég yður, að margir eru þeir á meðal yðar, sem vígðir hafa verið og ég hef kallað, en fáir þeirra eru aútvaldir.

6 Þeir, sem ekki eru útvaldir, hafa drýgt afar hryggilega synd, þar eð þeir ganga í amyrkri um hábjartan dag.

7 Og fyrir því gaf ég yður boð um að kalla saman ahátíðarsamkomu yðar, svo að bfasta yðar og hryggð berist upp til eyrna Drottins chersveitanna, sem útleggst dskapari hins fyrsta dags, upphafið og endirinn.

8 Já, sannlega segi ég yður, ég gaf yður boð um að byggja hús, en í því húsi hyggst ég agefa þeim, sem ég hef útvalið, kraft frá upphæðum —

9 Því að þetta er afyrirheit föðurins til yðar. Þess vegna býð ég yður að halda kyrru fyrir, já, eins og postulum mínum í Jerúsalem.

10 Engu að síður drýgðu þjónar mínir afar hryggilega synd og adeilur risu í bskóla spámannanna, sem hryggði mig mjög, segir Drottinn yðar. Þess vegna sendi ég þá burt til ögunar.

11 Sannlega segi ég yður, það er vilji minn að þér reisið hús. Ef þér haldið boðorð mín, munuð þér hafa kraft til að byggja það.

12 Ef þér ahaldið ekki boðorð mín, mun belska föður míns ekki verða áfram með yður, og þér munuð þess vegna ganga í myrkri.

13 Hér er viska og hugur Drottins — lát reisa húsið, ekki að hætti heimsins, því að ég segi yður ekki að lifa að hætti heimsins —

14 Lát því byggja það á þann hátt, sem ég mun sýna þremur yðar, er þér skuluð tilnefna og vígja þessu valdi.

15 Og stærð þess skal vera fimmtíu og fimm fet á breidd og lát það vera sextíu og fimm fet á lengd að innanmáli þess.

16 Og neðri hluti innri salarins skal helgaður mér fyrir sakramentisfórnir yðar, og prédikanir yðar, föstu yðar og bænir og afórna mér helgustu þrám yðar, segir Drottinn yðar.

17 Og efri hluti innri salarins skal helgaður mér fyrir skóla postula minna, segir sonurinn aAhman, eða með öðrum orðum Alfus, eða með öðrum orðum Ómegus, sjálfur Jesús Kristur bDrottinn yðar. Amen.