Ritningar
Kenning og sáttmálar 92
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

92. Kafli

Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 15. mars 1833. Opinberunin leiðbeinir Frederick G. Williams, sem nýlega hafði verið útnefndur ráðgjafi Josephs Smith, í skyldum hans varðandi Sameinaða fyrirtækið. (sjá formála að kafla 78 og 82).

1–2, Drottinn gefur fyrirmæli varðandi inngöngu í sameiningarregluna.

1 Sannlega, svo segir Drottinn, ég gef asameiningarreglunni, sem stofnuð er í samræmi við áður gefin fyrirmæli, opinberun og boð varðandi þjón minn Frederick G. Williams, að þér veitið honum inngöngu í regluna. Það, sem ég segi einum, segi ég öllum.

2 Og enn fremur segi ég þér, þjónn minn Frederick G. Williams: Þú skalt vera ötull meðlimur þessarar reglu. Og sem þú heldur staðfastlega öll fyrri boð, svo munt þú blessaður verða að eilífu. Amen.