Ritningar
Kenning og sáttmálar 83


83. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Independence, Missouri, 30. apríl 1832. Þessa opinberun meðtók spámaðurinn, er hann sat í ráði með bræðrunum.

1–4, Konur og börn eiga kröfu á eiginmenn sína og feður um framfærslu; 5–6, Ekkjur og munaðarleysingjar eiga kröfu á kirkjuna um framfærslu sína.

1 Sannlega, svo segir Drottinn til viðbótar lögum kirkjunnar, varðandi konur og börn, sem tilheyra kirkjunni og amisst hafa eiginmenn sína eða feður:

2 Konur eiga akröfu á eiginmenn sína um framfærslu, þar til eiginmenn þeirra eru burtu teknir. Og séu þær ekki brotlegar, skulu þær eiga samfélag í kirkjunni.

3 En reynist þær ekki staðfastar, skulu þær ekki eiga samfélag í kirkjunni. Samt mega þær halda erfðahluta sínum í samræmi við lög landsins.

4 Öll abörn eiga kröfu á foreldra sína um framfærslu, þar til þau eru myndug.

5 Og eftir það eiga þau kröfu á kirkjuna, eða með öðrum orðum á aforðabúr Drottins, hafi foreldrar þeirra ekki tök á að veita þeim erfðahluta.

6 Og forðabúri skal við haldið með helgun kirkjunnar. Og séð skal fyrir aekkjum og munaðarleysingjum, sem og bfátækum. Amen.