Ritningar
Kenning og sáttmálar 81
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

81. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, 15. mars 1832. Frederick G. Williams er kallaður til að vera háprestur og ráðgjafi í forsætisráði hins háa prestdæmis. Skráð sagan sýnir, að þegar þessi opinberun var gefin í mars 1832, kallaði hún Jesse Gause í embætti ráðgjafa Josephs Smith í forsætisráðinu. Þegar það síðan brást, að hann starfaði í samræmi við þessa útnefningu, var köllunin flutt til Fredericks G. Williams. Líta skal á opinberunina (dags. mars 1832) sem skref í átt að formlegri stofnun Æðsta forsætisráðsins, sérstaka köllun í embætti ráðgjafa þar, og skýringu á tign þeirrar útnefningar. Bróðir Gause þjónaði um tíma, en var vikið úr kirkjunni í desember 1832. Bróðir Williams var vígður til þessa embættis 18. mars 1833.

1–2, Æðsta forsætisráðið heldur alltaf lyklum ríkisins; 3–7, Ef Frederick G. Williams reynist staðfastur í helgri þjónustu sinni, mun hann eignast eilíft líf.

1 Sannlega, sannlega segi ég þér, þjónn minn Frederick G. Williams: Hlýð á rödd þess sem talar, á orð Drottins Guðs þíns, og hlýð þeirri köllun, sem þú ert kallaður til, já, að verða aháprestur í kirkju minni og ráðgjafi þjóns míns Josephs Smith yngri —

2 En honum hef ég afhent alykla ríkisins, sem ávallt tilheyra bforsætisráði hins háa prestdæmis:

3 Sannlega viðurkenni ég hann því og mun blessa hann og einnig þig, reynist þú trúr í ráðum í því embætti, sem ég hef útnefnt þér, í bæn ætíð, munnlegri og í hjarta, opinberlega og í einrúmi, einnig í helgri þjónustu þinni við boðun fagnaðarerindisins í landi hinna lifandi og á meðal bræðra þinna.

4 Og með því að gjöra svo munt þú þjóna meðbræðrum þínum á bestan veg og auka adýrð hans, sem er Drottinn þinn.

5 Ver þess vegna trúr. Gegn því embætti, sem ég hef útnefnt þér. aStyð þá óstyrku, lyft máttvana örmum og bstyrk cveikbyggð kné.

6 Og reynist þú trúr allt til enda, skalt þú öðlast kórónu aódauðleika og beilíft líf í þeim chíbýlum, sem ég hef fyrirbúið í húsi föður míns.

7 Sjá og tak eftir. Þetta eru orð Alfa og Ómega, já, Jesú Krists. Amen.