Ritningar
Kenning og sáttmálar 74


74. Kafli

Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith í Wayne sýslu, New York árið 1830. Jafnvel áður en kirkjan var stofnuð, höfðu spurningar komið upp varðandi skírnaraðferðina, sem leiddu til þess að spámaðurinn leitaði svara um málið. Saga Josephs Smith segir, að þessi opinberun sé útskýring á 1. Korintubréfi 7:14, ritningagrein sem hafði oft verið notuð til að réttlæta ungbarnaskírn.

1–5, Páll ráðleggur kirkjunni á sínum dögum að halda ekki lögmál Móse; 6–7, Lítil börn eru heilög og helguð með friðþægingunni.

1 Því að hinn avantrúaði eiginmaður helgast með eiginkonunni og vantrúaða eiginkonan helgast með eiginmanninum. Annars væru börn yðar óhrein, en nú eru þau heilög.

2 Á dögum postulanna var umskurnarlögmálið meðal allra Gyðinga, sem ekki trúðu fagnaðarerindi Jesú Krists.

3 Og svo bar við, að upp komu miklar adeilur meðal fólksins um bumskurnarlögmálið, því að hinn vantrúaði eiginmaður vildi að börn hans væru umskorin og yrðu undirgefin clögmáli Móse, sem þegar var uppfyllt.

4 Og svo bar við, að þau börn, sem alin voru upp í hlýðni við lögmál Móse, virtu aerfikenningar feðra sinna og trúðu ekki fagnaðarerindi Krists og urðu þannig vanheilög.

5 Af þeim sökum skrifaði postulinn til kirkjunnar og gaf þeim fyrirmæli, ekki frá Drottni, heldur sín eigin, að hinn trúaði skyldi ekki asameinast hinum vantrúaða, nema blögmáli Móse yrði hafnað meðal þeirra —

6 Svo að börn þeirra gætu orðið án umskurnar og sú erfikenning liði undir lok, sem segir að lítil börn séu vanheilög. Því að þannig var það á meðal Gyðinga —

7 En lítil abörn eru bheilög, chelguð fyrir dfriðþægingu Jesú Krists, og þetta er merking ritninganna.