Ritningar
Kenning og sáttmálar 72


72. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 4. desember 1831. Nokkrir öldungar og meðlimir höfðu safnast saman til að læra um skyldur sínar og uppbyggjast frekar í kenningum kirkjunnar. Þessi kafli er samantekt þriggja opinberana, sem gefnar voru sama daginn. Vers 1 til og með 8 kunngjöra köllun Newels K. Whitney til biskups. Hann var síðan kallaður og vígður, og eftir það voru vers 9 til og með 23 gefin, en þau veita frekari upplýsingar varðandi skyldur biskups. Á eftir þeim komu vers 24 til og með 26 og veittu þau leiðsögn varðandi samansöfnun til Síonar.

1–8, Öldungar skulu gefa biskupi skýrslu um ráðsmennsku sína; 9–15, Biskupinn sér um forðabúrið og annast hina fátæku og þurfandi; 16–26, Biskupar skulu votta verðleika öldunganna.

1 Heyrið og hlýðið á rödd Drottins, ó þér, sem hafið safnast saman, sem eruð aháprestar kirkju minnar, og hlotið hafið bríkið og valdið.

2 Því að sannlega segir Drottinn: Ég tel nauðsynlegt, að abiskup verði tilnefndur fyrir yður eða úr yðar hópi, fyrir kirkjuna í þessum hluta víngarðs Drottins.

3 Og sannlega hafið þér í þessu breytt viturlega, því að Drottinn krefst þess af hendi sérhvers aráðsmanns, að hann bgjöri grein fyrir cráðsmennsku sinni, bæði um tíma og eilífð.

4 Því að sá, sem er trúr og avitur í tíma, er talinn verðugur þess að erfa þau bhíbýli, sem faðir minn hefur fyrirbúið honum.

5 Sannlega segi ég yður, að öldungar kirkjunnar í þessum hluta avíngarðs míns skulu gjöra biskupi þeim, sem ég mun útnefna í þessum hluta víngarðs míns, grein fyrir ráðsmennsku sinni.

6 Þetta skal skráð og afhent biskupnum í Síon.

7 Og skyldur abiskups munu kunnar verða af fyrirmælunum, sem gefin hafa verið og af rödd ráðstefnunnar.

8 Og sannlega segi ég yður nú, að þjónn minn aNewel K. Whitney er maðurinn, sem útnefndur skal og vígður þessu valdi. Þetta er vilji Drottins Guðs yðar, lausnara yðar. Já, vissulega. Amen.

9 Orð Drottins, til viðbótar lögmálum þeim, sem gefin hafa verið, kunngjörir skyldur biskups þess, sem vígður hefur verið í kirkjunni í þessum hluta víngarðsins, og eru þær sannlega þessar —

10 Að annast aforðabúr Drottins; að taka á móti sjóðum kirkjunnar í þessum hluta víngarðsins —

11 Að taka skýrslu af öldungunum, eins og áður hefur verið boðið, og aannast þarfir þeirra, og skulu þeir greiða fyrir það sem þeir fá, svo sem þeir eiga fyrir því —

12 Svo að einnig það megi helgast hinum fátæku og þurfandi, kirkjunni til góðs.

13 Og reikningsskil skal gjöra fyrir þann, sem ekki aá fyrir því, og afhenda biskupi Síonar, sem greiða mun skuldina af því, sem Drottinn felur honum í hendur.

14 Og starf hinna staðföstu, sem vinna að andlegum málum og að framkvæmd fagnaðarerindisins og því, sem ríkinu tilheyrir, fyrir kirkjuna og fyrir heiminn, skal jafna skuldina við biskup Síonar —

15 Þannig kemur það frá kirkjunni, því að samkvæmt alögmálinu verður sérhver maður, sem kemur til Síonar, að leggja allt fyrir biskup Síonar.

16 Og sannlega segi ég yður nú, að þar sem sérhver öldungur í þessum hluta víngarðsins verður að gjöra biskupnum grein fyrir ráðsmennsku sinni í þessum hluta víngarðsins —

17 Þá skal avottorð frá dómara eða biskupi í þessum hluta víngarðsins til biskupsins í Síon látið hverjum þóknanlegum manni í té, sem sýnir, að hann er verðugur arfs og verðugur þess að á móti honum sé tekið sem hyggnum bráðsmanni og trúum verkamanni —

18 Ella skal biskup Síonar ekki taka á móti honum.

19 Og sannlega segi ég yður nú, að sérhver öldungur, sem gjörir biskupi kirkjunnar í þessum hluta víngarðsins reikningsskil, skal fá meðmæli safnaðarins eða safnaðanna, sem hann starfar í, svo að hann sjálfur og skýrslur hans verði viðurkenndar í öllu.

20 Og ennfremur skulu þjónar mínir, sem tilnefndir eru ráðsmenn yfir abókmenntum kirkju minnar, eiga í öllu rétt á aðstoð biskups eða biskupa —

21 Svo að aopinberanirnar verði birtar og berist til endimarka jarðarinnar, og þeir geti einnig aflað tekna, sem komi kirkjunni til góða að öllu leyti —

22 Svo að þeir geti einnig sannað sig í öllu og verði taldir hyggnir ráðsmenn.

23 Og sjá nú, þetta skal verða öllum hinum vítt dreifðu greinum kirkju minnar til eftirbreytni, í hvaða landi sem þær verða stofnsettar. Og nú lýk ég máli mínu. Amen.

24 Nokkur orð til viðbótar lögmálum ríkisins, varðandi meðlimi kirkjunnar — þá, sem aútnefndir eru með hinum heilaga anda til að fara til Síonar, og þá, sem njóta þeirra forréttinda að fara til Síonar —

25 Lát þá taka með sér vottorð til biskupsins frá þremur öldungum kirkjunnar eða vottorð frá biskupi —

26 Ella verður sá, sem fer til lands Síonar, ekki talinn hygginn ráðsmaður. Þetta er einnig til eftirbreytni. Amen.