Ritningar
Kenning og sáttmálar 126
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

126. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í húsi Brighams Young í Nauvoo, Illinois, 9. júlí 1841. Á þessum tíma var Brigham Young forseti Tólfpostulasveitarinnar.

1–3, Brigham Young fær lof fyrir störf sín og er leystur undan ferðalögum á komandi tímum.

1 Elskulegi og ástkæri bróðir, aBrigham Young, sannlega segir Drottinn svo við þig: Þjónn minn Brigham, ekki er þess lengur krafist, að þú yfirgefir fjölskyldu þína eins og áður fyrr, því að fórn þín er mér þóknanleg.

2 Ég hef fylgst með astarfi þínu og erfiði á ferðum þínum fyrir nafn mitt.

3 Þess vegna býð ég þér að senda orð mitt út og annast afjölskyldu þína sérstaklega héðan í frá og að eilífu. Amen.