Ritningar
Kenning og sáttmálar 125


125. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Nauvoo, Illinois, í mars 1841, varðandi hina heilögu í Iowahéraði.

1–4, Hinir heilögu skulu reisa borgir og safnast í stikur Síonar.

1 Hver er vilji Drottins varðandi hina heilögu í Iowahéraði?

2 Sannlega, svo segir Drottinn: Ég segi yður, ef þeir, sem abera nafn mitt og leitast við að vera mínir heilögu, gjöra vilja minn og halda boðorð mín til þeirra, þá skulu þeir safnast til þeirra staða, sem ég tilnefni þeim með þjóni mínum Joseph, og reisa borgir fyrir nafn mitt, svo þeir verði undir það búnir, sem koma skal er tímar líða.

3 Þeir skulu reisa nafni mínu borg í landinu gegnt Nauvooborg og nefna hana aSarahemla.

4 Og allir þeir, sem koma úr austri og vestri og norðri og suðri, og þrá að dvelja þar, skulu taka arfshlut sinn í henni, eins og í aNashvilleborg eða í Nauvooborg og í öllum þeim bstikum, sem ég hef tilnefnt, segir Drottinn.